Læknaneminn - 01.04.1979, Blaðsíða 32
Samspil og stilliviðbrögð frumna
í ónœmissvörum
Helgi Valdimarsson og Guðrún Agnarsdóttir, læknar
Inngangur
Flestar ónæmissvaranir fela í sér víxlverkanir mis-
munandi gerða hvítra hlóðkorna. Nokkrar þessara
víxlverkana eru taldar upp í töflu I. Þær eiga sér
stað á öllum stigum ónæmissvarsins, en hér munum
við aðallega fjalla um áhrif þessara víxlverkana á
mótefnamyndun. IVIenn skilja eigi enn að fullu
verkunarferli þau, sem að baki liggja, enda þótt
þau hafi mikið verið rannsökuð á síðari árum af
mörgum vinnuhópum. Mest af þeirra vitneskju, sem
fyrir liggur, hefur fengist við rannsóknir á mús-
um. Það er þó að óreyndu engin ástæða til að halda
að grundvallarmunur sé á músum og öðrum spen-
dýrategundum í þessu tilliti. Raunar bendir sú tak-
markaða vitneskja, sem fengist hefur um aðrar teg-
undir, þar á meðal manninn, til þess að ónæmissvör-
um sé stýrt eftir verkunarferlum, sem eru í eðli
sínu svipuð í öllum spendýrum.
Tilgangur þessarar greinar er að gefa fremur
einfalt yfirlit um þetta efni, og aðeins nokkurra
heimilda verður getið. I fyrsta lagi veröur rætt um
nokkra þá eiginleika frumna, sem máli skipta í sam-
spili þeirra. Þá veröur lýst stuttlega tilraunaaðferð-
um og niðurstöður þeirra dregnar saman í stuttu
máli. Síðan verður kynnt eitt af nokkrum sennileg-
um líkönum, sem sett hafa veriö fram um verkun-
arferli frumusamspils á grundvelli upplýsinga þeirra,
sem fyrir liggja. Að lokum munum við fjalla um
það, hvernig starfsgerð þeirra líffæra þarf að vera
háttað, þar sem víxlverkanir ónæmissvara eiga sér
stað.
B og T aitilfrumur
Utanaðkomandi væki (immunogen) eru ekki
nauðsynleg fyrir þróun B og T eitilfrumna frá stofn-
frumum, en þroskun þeirra í mótefnamyndandi
plasmafrumur eða virkar T frumur er háð bæði
vækisáreili og víxlverkun við aðrar frumur.
R frumur
Enda þótt mótefnamyndun sé vafalaust aðalstarf
B frumna, skyldi það ekki gleymast, að þær geta
einnig framleitt önnur mikilvæg efni, svo sem MIF,
LIF og Interferon.
Undirflokkar B frumna hafa hingað til verið skil-
greindir eftir tegund þess mótefnis, sem er í úthýði
þeirra. Hins vegar benda nýlegar athuganir lil þess,
að hver B fruma geti myndað mótefni af mismun-
andi flokkum, eftir því á hvaða þroskastigi hún er,
en sértækni mótefnis hverrar frumu helst þó óbreytt
allt æviskeið hennar.1-2 Þetta er dregiö saman í
töflu II.
Forstig B frumna hafa Ig M í frymi sínu, en vant-
ar greinanleg mótefni í úthýði og eru því blindar á
væki. Þessar frumur þróast í ófullburða B frumur,
sem hafa aðeins Ig M í úthýði sínu og lamast (verða
tolerant), ef þær verða fyrir vækisáreiti. I músum
halda þessar frumur til í milta, þar sem þær fá Ig D
í úthýði auk Ig M. Þessar Ig M+ Ig D+ B frum-
ur er líka að finna í blóði og eitlum auk milta.
Þær eru fullþroskaðar og svara vækisáreiti, annað
hvort með því að verða að plasmafrumum, sem
mynda Ig M (frumsvar) eða þroskast frekar í Ig
M^ Ig D+ B frumur. Þær síðastnefndu fara aft-
ur í hringrás sem vækisertar minnisfrumur, sem við
frekara vækisáreiti setjast að í beinmerg eða þarma-
slímhúð og verða að plasmafrumum, sem mynda
Ig G eða Ig A (endursvar).
T fruinur
Mestur hluti eitilfrumna, sem hringsóla um blóð,
vefi, eitla og vessaós (ductus thoracicus), eru T
frumur. Margvísleg starfsemi hefur verið tileinkuð
24
LÆKNANEMINN