Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1979, Blaðsíða 30

Læknaneminn - 01.04.1979, Blaðsíða 30
orÖið viðvarandi og óafturkræf þótt exponering hætti.1 5 I Danmörku liggur fyrir ákvörðun í a.m.k. einu .máli þar sem sjúklingur fékk eftir slysatrygginga- löggjöfinni bætur auk örorkustyrks vegna heilarýrn- unar og demens, sem rakið var til langvarandi innöndunar terpentínu við vinnu.18 b) Blóðsjákdómar. i nær hundrað ár hafa menn vitað að benzen getur valdið aplatískri anemíu.19 Menn hafa deilt um hvort önnur leysiefni valdi blóðsjúkdóm- um, en mergurinn málsins er, að hvort sem svo er eða ekki, eru þessi efni oft menguð benzeni og valda þau blóðbreytingum, hvort sem það er af því eða þeim sjálfum. Þannig er t.d. benzen í bensíni og horfur á að það aukist með auknum kröfum um lækkun blýs í bensíni.20 Flestir álíta að náskyld sambönd benzens, toluen og xylen, geti valdið blóð- breytingum, en þau eru notuð í mun stærra mæli og eru auk þess menguð af því. Um 160 tonn eru notuð hér árlega af þessum eínum:! auk þess sem þau eru í innfluttum límum o. fl. tilbúnum samböndum. Læknar ættu að leiða hugann að þessu er þeir fjalla um sjúklinga með blóðsjúkdóma, svo sem hvítblæði og agranulocytosu. Og beita áhrifum sínum þannig, að þar sem unnið er með þessi efni, séu starfsmenn sem allra minnst útsettir fyrir þau. Ein stór bandarísk rannsókn sýndi tvö- eða þre- falt aukna áhættu á hvítblæði hjá málurum en öðr- um.21 Málarar, einkum þeir er vinna með lökk svo sem bifreiðamálarar, eru sérlega útsettir fyrir ýmis lífræn leysiefni.22 I nágrannalöndunum er jafnvel talað um málarasyndrómið, þegar átt er við króníska taugakerfissyndrómið, sem lífrænu leysi- efnin valda. Rétt er að vekja athygli á því, að hér á landi er mest notuð vatnsmálning við húsamálun og ástandið hjá mörgum íslenskum málurum þvi líklega betra að þessu leyti.23 c) Litningabreytingar. Þær sjást eftir benzen24 og grunur leikur á að fleiri efni geti valdið þeim og því óæskilegt t.d. að ófrískar konur vinni með 11. ekki síður en að þær neyti lyfja. Mörg þessara efna liggja undir grun um að vera krabbameinsvaldandi. d) Lungnaeinkenni. Þau virðast algengari hjá mönnum, sem unnu meða eða höfðu unnið með lakk,25 o ggæti stafað af fleiri efnum en 11. eða sambalandi áhrifa þeirra og annarra efna. e) Húðsjúkdómar. Þeir eru hvað algengustu atvinnusjúkdómarnir. Allt að fimmtungur atvinnuexems stafar af 11. Líf- ræn upplausnarefni leysa upp verndandi fitu húð- arinnar og hleypa öðrum skaðvöldum að og geta valdið exemi: Allergísku kontaktexemi, toksísku kontaktexemi, klóracne, folliculítis, porfyria cuta- nea tarda (með ljósnæmi) og lymphangitis. Því ætti ekki að nota 11. til húðhreinsunar, m.a. vegna þess, að þau geta frásogast og valdið útbreiddum áhrifum. Alltaf ættu menn að nota hanska og annan hlífðarfatnað til að vernda húðina gegn 11. Alifatísk og arómatísk sambönd, terpentina, klór- kolvatnsefni, alkóhól, glycól, estrar og ketónar eru öll ertandi fyrir húðina, og sum þeirra, svo sem terpentína og lakkbensín valda bæði allergísku og toksísku exemi.26’27’28 f) Lifra- og nýrnasjúkdómar. Auk þess geta lífræn leysiefni verið lifrar- og nýrnatoxísk við innöndun og inntöku og margt fleira mætti telja.24 (i. Hvaða þýðingu hafa lífrœn lcysi- efni fyrir lœkna? Mikilvægi lífrænna leysiefna í læknisfræði er ekki síst fólgið í því, að hér erum við með þekkt- an orsakavald að ýmsum sjúkdómum. Hversu oft neyðast menn ekki til að segja að því miður séu nú orsakirnar ekki þekktar. Hér er þvi með vakandi auga hœgt, að a) koma í veg fyrir sjúkdóma, b) lœkna þá með því að fjarlœgja áhrifavaldinn, hvort sem hann er í vinnu eða annars staðar. Því miður geta rekist á heilsufarslegir og peninga hagsmunir, en oft má með því að beita þekkingu (og festu) innleiða hættuminni efni án þess að kostnaður auk- ist verulega, enda geta afköst aukist til muna, þegar menn losna undan eituráhrifunum. Þetta ættu flest- 22 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.