Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1979, Blaðsíða 25

Læknaneminn - 01.04.1979, Blaðsíða 25
sem að stærð og gæðum eru sambærilegar háskóla- slofnunum. Full ástæða er til að vara íslenska lækna við því að ráða sig í námsstöður erlendis á önnur sjúkrahús eða heilhrigðisstofnanir en þær, sem þekktar eru fyrir góða þjónustu og kennslu. Æski- legast er, að jrar séu einnig stundaðar vísindalegar lannsóknir í einhverjum mæli. Þýðing vísindalegra rannsókna í sérmenntun dylst engum. Grundvöllur framtíðarstarfs sumra lækna er lagður með þeim °g örðugt reynist flestum að taka til við sjálfstæðar visindalegar rannsóknir, ef þeir hafa ekki kynnst grundvallaraðferðafræði slíkrar vinnu undir hand- leiðslu reyndra vísindamanna. Hagnýtt gildi vís- mdarannsókna í sérmenntun felst ekki síst í því, að þar gefst lækninum tækifæri til að taka þátt í birtingu ritgerða um rannsóknarefnið. Kvöðin um birtingu ritgerðar í íslensku reglugerðinni hefur reynst mörgum fjötur um fót og tafið suma lækna, jafnvel árum saman, frá því að fá sérfræðileyfi á Islandi. Samkeppni um læknisstöður á sjúkrahús- um og kennarastöður í læknadeild hefur aukist verulega síðustu árin. Fjöldi og gæði rannsókna- verkefna og birtra ritgerða hefur skipt æ meira ruáli í hæfnismati, og er fyrirsjáanlegt, að reynsla a þessu sviði verður nauðsynleg til þess að komast að við jressar stofnanir framvegis. Auk hefðbundinnar sérmenntunar gefa flestar stærri erlendar háskólastofnanir kost á sérstakri þjálfun á ýmsum sérsviðum líffærameinafræðinnar, svo sem notkun rafeindasmásjár, histókemíu, ónæm- •sfræði, barnameinafræði og frumufræði (cyto- mgiu). Sumar stofnanir bjóða upp á sérstaka vís- utdaþjálfun í viðbót við almennt nám (research training). Verður nú gerð grein fyrir sérnámi í líffæra- meinafræði í 5 löndum, Islandi, Bandaríkjunum, Hretlandi, Svíjajóð og Þýskalandi. ísland Sérnám er eingöngu við Rannsóknastofu Háskól- ans. I mörg ár hafa þar verið námsstöður í líffæra- meinafræði, og hafa flestir íslenskir líffærameina- fræðingar hlotið einhvern hluta sérmenntunar sinn- ar þar. Aðstaða til kennslu sérgreinarinnar hefur batnað þar síðustu árin með fjölgun sérfræðinga við stofnunina og meiri breidd í sérmenntun þeirra. Eins og venja er í þessari sérgrein er meinagreining á Islandi að mestu byggð á macroscopiskri athug- un og Ijóssmásjárskoðun. Meira þróaðri tækni við meinagreiningu, sem væri hægt að beita í ýmsum til- fellum, hefur ekki tekist að koma upp jrar enn. Til dæmis vantar nauðsynlega aðstöðu til meinagrein- inga með rafeindasmásjá, immunofluorescence og histokemíu. Af jressum sökum. meðal annars, verð- ur enn að telja nauðsynlegt, að hluti af sérnámi fari fram erlendis við stærri og fjölbreyttari stofn- anir. Að mörgu leyti hefur reynst heppilegt að taka fyrstu 1-2 árin af sérnáminu hérlendis. Þá er feng- inn góður grunnur, sem gerir auðveldara að fá námsstöður erlendis. Með meðmæli frá sérfræðing- um Rannsóknastofu Háskólans upp á vasann hefur mörgum íslenskum læknum þannig tekist að fá námsstöður við bestu stofnanir erlendis. Sérnámið á íslandi er eins og annars staðar fyrst og fremst fólgið í daglegu starfi við greiningu vefja- sýna teknum með skurðaðgerðum og í framkvæmd krufninga auk Jrátttöku í fundum með kliniskum læknum sjúkrahúsanna. I áðurnefndri ritgerð í Læknanemanum frá árinu 1972 er nokkuð ítar- lega greint frá starfinu við Rannsóknastofu Háskól- ans og er því ekki ástæða lil að endurtaka jrað hér. Nokkrar breytingar hafa þó orðið síðtm. Fjöldi vefjasýna og krufninga hefur vaxið og sérfræðing- ar eru nú fleiri í starfi. Síðustu árin hafa aðstoðar- læknar verið 3 til 4 hverju sinni, en flestir hafa að- eins verið í starfi í 3 til 6 mánuði og tekið það sem hluta af kandidatsári sínu. Svo stuttur námstími útilokar að mestu þátttöku í vísindalegum verkefn- um. Auk kandidatsnáms getur námsdvöl við R.H. í lengri tíma komið að fullum notum sem joáttur í sérnámi í flestum jreim greinum læknisfræðinnar, þar sem hálfs árs menntunar er krafist í vísinda- stofnun eða í stuðningsgrein aðalgreinar. Bandaríhin Sérmenntun á bandarískum stofnunum miðast yfirleitt við, að henni ljúki með sérfræðiprófi. Próf- ið er haldið á vegum sérstakrar prófnefndar (Tlie læknaneminn 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.