Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1979, Síða 25

Læknaneminn - 01.04.1979, Síða 25
sem að stærð og gæðum eru sambærilegar háskóla- slofnunum. Full ástæða er til að vara íslenska lækna við því að ráða sig í námsstöður erlendis á önnur sjúkrahús eða heilhrigðisstofnanir en þær, sem þekktar eru fyrir góða þjónustu og kennslu. Æski- legast er, að jrar séu einnig stundaðar vísindalegar lannsóknir í einhverjum mæli. Þýðing vísindalegra rannsókna í sérmenntun dylst engum. Grundvöllur framtíðarstarfs sumra lækna er lagður með þeim °g örðugt reynist flestum að taka til við sjálfstæðar visindalegar rannsóknir, ef þeir hafa ekki kynnst grundvallaraðferðafræði slíkrar vinnu undir hand- leiðslu reyndra vísindamanna. Hagnýtt gildi vís- mdarannsókna í sérmenntun felst ekki síst í því, að þar gefst lækninum tækifæri til að taka þátt í birtingu ritgerða um rannsóknarefnið. Kvöðin um birtingu ritgerðar í íslensku reglugerðinni hefur reynst mörgum fjötur um fót og tafið suma lækna, jafnvel árum saman, frá því að fá sérfræðileyfi á Islandi. Samkeppni um læknisstöður á sjúkrahús- um og kennarastöður í læknadeild hefur aukist verulega síðustu árin. Fjöldi og gæði rannsókna- verkefna og birtra ritgerða hefur skipt æ meira ruáli í hæfnismati, og er fyrirsjáanlegt, að reynsla a þessu sviði verður nauðsynleg til þess að komast að við jressar stofnanir framvegis. Auk hefðbundinnar sérmenntunar gefa flestar stærri erlendar háskólastofnanir kost á sérstakri þjálfun á ýmsum sérsviðum líffærameinafræðinnar, svo sem notkun rafeindasmásjár, histókemíu, ónæm- •sfræði, barnameinafræði og frumufræði (cyto- mgiu). Sumar stofnanir bjóða upp á sérstaka vís- utdaþjálfun í viðbót við almennt nám (research training). Verður nú gerð grein fyrir sérnámi í líffæra- meinafræði í 5 löndum, Islandi, Bandaríkjunum, Hretlandi, Svíjajóð og Þýskalandi. ísland Sérnám er eingöngu við Rannsóknastofu Háskól- ans. I mörg ár hafa þar verið námsstöður í líffæra- meinafræði, og hafa flestir íslenskir líffærameina- fræðingar hlotið einhvern hluta sérmenntunar sinn- ar þar. Aðstaða til kennslu sérgreinarinnar hefur batnað þar síðustu árin með fjölgun sérfræðinga við stofnunina og meiri breidd í sérmenntun þeirra. Eins og venja er í þessari sérgrein er meinagreining á Islandi að mestu byggð á macroscopiskri athug- un og Ijóssmásjárskoðun. Meira þróaðri tækni við meinagreiningu, sem væri hægt að beita í ýmsum til- fellum, hefur ekki tekist að koma upp jrar enn. Til dæmis vantar nauðsynlega aðstöðu til meinagrein- inga með rafeindasmásjá, immunofluorescence og histokemíu. Af jressum sökum. meðal annars, verð- ur enn að telja nauðsynlegt, að hluti af sérnámi fari fram erlendis við stærri og fjölbreyttari stofn- anir. Að mörgu leyti hefur reynst heppilegt að taka fyrstu 1-2 árin af sérnáminu hérlendis. Þá er feng- inn góður grunnur, sem gerir auðveldara að fá námsstöður erlendis. Með meðmæli frá sérfræðing- um Rannsóknastofu Háskólans upp á vasann hefur mörgum íslenskum læknum þannig tekist að fá námsstöður við bestu stofnanir erlendis. Sérnámið á íslandi er eins og annars staðar fyrst og fremst fólgið í daglegu starfi við greiningu vefja- sýna teknum með skurðaðgerðum og í framkvæmd krufninga auk Jrátttöku í fundum með kliniskum læknum sjúkrahúsanna. I áðurnefndri ritgerð í Læknanemanum frá árinu 1972 er nokkuð ítar- lega greint frá starfinu við Rannsóknastofu Háskól- ans og er því ekki ástæða lil að endurtaka jrað hér. Nokkrar breytingar hafa þó orðið síðtm. Fjöldi vefjasýna og krufninga hefur vaxið og sérfræðing- ar eru nú fleiri í starfi. Síðustu árin hafa aðstoðar- læknar verið 3 til 4 hverju sinni, en flestir hafa að- eins verið í starfi í 3 til 6 mánuði og tekið það sem hluta af kandidatsári sínu. Svo stuttur námstími útilokar að mestu þátttöku í vísindalegum verkefn- um. Auk kandidatsnáms getur námsdvöl við R.H. í lengri tíma komið að fullum notum sem joáttur í sérnámi í flestum jreim greinum læknisfræðinnar, þar sem hálfs árs menntunar er krafist í vísinda- stofnun eða í stuðningsgrein aðalgreinar. Bandaríhin Sérmenntun á bandarískum stofnunum miðast yfirleitt við, að henni ljúki með sérfræðiprófi. Próf- ið er haldið á vegum sérstakrar prófnefndar (Tlie læknaneminn 17

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.