Læknaneminn - 01.04.1979, Blaðsíða 18
Influence of repeated administration of norepinephrine (NE) on
polyene fatty acid composition of phosphatidyl choline in
rat heart muscle.
ar. Þessi aukning á löngum, fjölómettuðum fitusýr-
um hefur mikil áhrif á „fluidity“ himnunnar, á sam-
þjöppunarhæfni hennar og gleypni, á eiginleika hor-
mónaviðtaka og himnubundinna hvata.
Streita og fosfolipidar hjarta
Reynt var að líkja eftir streitu, annars vegar með
því að sprauta rottur daglega í 15 daga með nore-
pinephrine (NE) og hins vegar með nicotine gjöf
daglega í sex mánuði.1
Norepinehrine var sprautað s.c., fyrstu 3 dag-
ana fengu dýrin 1 mg/kg líkamsþunga, síðan 2, 3,
4 og 5 mg/kg á næstu 3-daga tímabilum. Þessi NE
streita olli marktækum breytingum á magni fjöl-
ómettaðra fitusýra í fosfolipidum hjartans, einkum
PC og PE. A þessu 15 daga tímabili virtust fosfoli-
pidar þessara 6 mánaða gömlu dýra eldast um meira
en heilt ár. Fitusýrusamsetning fosfolipidanna í
hjartavöðvanum eftir 15 daga NE-streitu var svip-
uð því og finnst hjá gömlum dýrum (eldri en
tveggja ára). í PC minnkaði 18:2n6 úr 22.4% í
11.1% en 20:4n6 og 22:6n3 jukust verulega á sama
tíma, mynd 1. I PE minnkaði 18:2n6 og 20:4n6 en
marktæk aukning varð á 22:6n3 um leið. Dánar-
tíðni dýra, sem fengu þessa NE-gjöf var um 50%.
Kannað verður hvort og hve hratt slíkar breyt-
10
LÆKNANEMINN