Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1979, Page 22

Læknaneminn - 01.04.1979, Page 22
um á starfshæfni hjartans með aldri, streituvið- brögðum o.þ.h. fíreytingar á fituefnum hjartavöð'va samfara eða undanfari skyndilegs hjartadauða? I hjörtum manna, sem dóu skyndilegum hjarta- dauða og höfðu mikil kransæðaþrengsli, (gráðu 5 og 6) mátti greina eftirfarandi mismun á lipid- um samanborið við viðmiðunarhóp: 1. Fosfolipidar í hjörtum með eðlilegan vöðva en mikil kransæðaþrengsli innihéldu minna af 18:2n6 en fosfolipidar í hjörtum með eðlilegan vöðva og án kransæðaþrengsla. Líkist þetta nokk- uð streituaðlögun tilraunadýra. 2. Glyceridar voru meiri í hjörtum, sem höfðu mik- il kransæðaþrengsli. Omettun á fitusýrum þess- ara glycerida jókst með auknu magni glycerida. Kannað verður hvort þessir óeðlilegu glyceridar hafi myndast úr fosfolipidum fyrir tilstilli fos- folípasa C í ischemiskum, orkusnauðum vöðva. 3. Magn óbundinna fitusýra í hjartavöðva var mun minna (1.8±0.5 mg/g) heldur en viðmiðunar- hóps án kransæðaþrengsla. 4. Þessir menn höfðu oft nýtt eða gamalt hjarta- drep (infarct). Hjá mönnum, sem dóu skyndilegum hjartadauða en höfðu lítil kransæðaþrengsli mátti greina eftir- farandi tilfelli: a. Mjög hátt magn óbundinna fitusýra (FFA) þ.e. 14.2±2.3 mg/g. Þetta er um 10 mg/g meira en hjá viðmiðunarhópi (slysadauðum) og um það bil þúsund sinnum meira en vænta má í lifandi, starfandi hjarta (ca. 10 ytxg/g). Af fitusýrusam- setningu má ráða að þessar fitusýrur koma frá glyceridum, sennilega með blóði og fyrir dauð- ann. Slíkt magn óbundinna fitusýra getur stöðv- að eðlilega orkuvinnslu og orkuflutninga í vöðvafrumunni. Þessir menn höfðu eðlilega fos- folipida og ekkert hjartadrep. b. Aukið magn óbundinna fitusýra (6.2±0.2 mg/ g), sem koma frá fosfolipidum og glyceridum. Óeðlilega lítið magn af PE og mjög lítið af 22:6n3 í fosfolipidum (PE). Hugsanlegt að himnuskemmdir hafi átt sér stað fyrir dauðann samfara niðurbroti á PE og röskun á jóna-leiðni. Ekkert hjartadrep. c. Eðlilegt magn óbundinna fitusýra (3.3±0.3 mg/ g), óeðlileg samsetning glycerida, ekkert hjarta- drep, engin tengsl sjáanleg við hjartadauða. Þessar athuganir benda til marktækra breytinga á magni og fitusýrusamsetningu lipida í hjarta- vöðva samfara kransæðaþrengslum. Skyndilegur hjartadauði án verulegra kransæðaþrengsla eða hjartadreps tengist einnig þessum breytingum á lipidum. Arrhythmiur eða tíðnilruflanir, sem leiða til skyndilegs hjartadauða, geta átt margar orsakir, þeirra á meðal má telja: a) orkuskort í hjartavöðva vegna kransæðaþrengsla, ischemiu og hjartadreps b) röskun á orkuvinnslu og/eða orkuflutningum í hjartavöðva vegna of mikils magns óbundinna fitusýra (hugsanlega af völdum catecholamina og streitu), c) himnuskemmdir og niðurbrot vissra fosfolipida, er tengjast stjórnun jóna-flæðis (hugs- anlega af völdum catecholamina), d) aðrar ástæð- ur. Margt er mönnum ráðgáta um orsakir og eðli svokallaðra kransæðasjúkdóma og er ekki að vænta einfaldra skýringa. Ljóst er að fleiri þættir sjúk- dómanna en æðaþrengslin skipta máli og er þá nær- tækt að leita breytinga í hjartavöðvunum sjálfum. Hvaða breytinga í vöðvunum eru undanfari krans- æðasjúkdóma og hjartadauða og hvernig eiga þessar breytingar sér stað og hvers vegna? Þegar við þekkj- um svörin við þessum spurningum verða fyrirbyggj- andi aðgerðir væntanlega mögulegar. III. Helstu niSurstöSur Rottuhjörtu: Fitusýrusamsetning fosfolipida í hjartavöðva breytist í rottum samfara aldri, streitu og fæðu- fitu. Með aldrinum minnkar magn linoleic-sýru (18:2n6) verulega en tilsvarandi aukning verður á arachidonic-sýru (20:4n6) í fosfatidyl choline og docosahexaenoic-sýru (22:6n3) í fosfatidyl ethan- olamine. Norepinephrine-streita í rottum veldur á skömm- um tíma marktækum breytingum á fosfolipidum hjartans. Eftir 15 daga NE-göf eru fosfolipidar í hjörtum ungra dýra svipaðir og hjá gömlum dýrum. Þorskalýsi í rottufóðri veldur marktækum breyt- ingum á efnasamsetningu vissra fosfolipida en ekki 14 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.