Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1979, Qupperneq 21

Læknaneminn - 01.04.1979, Qupperneq 21
Eigin rannsóknir sýna að fjölómettaðar fitusýr- ur örva michrosomal oxun á epinephrine í adreno- chrome.2 Adrenochrome örvar hins vegar perox- un fjölómettaðra fitusýra í fjölda myndefna eSa ovirk brot fitusýra. Þessi efnahvörf virSast hvötuS uf tveimur hvatakerfum og má hemla virkni þeirra hvors um sig. Propranolol hemlar þannig adreno- chrome myndun án þess aS hindra adrenochrome orvaSa peroxun fjölómeltaSra fitusýra. Vítamín E hemlar peroxun fjölómettaSra fitusýra án þess aS hindra andrenochrome myndun.2 Þessar athuganir eru enn á byrjunarstigi en úr þessari átt má líklega vænta gagnlegra upplýsinga um eSli þeirra vefjaskemmda, sem catecholaminar geta valdiS. Docosahexaenoicsýra og hjartsláttartíðni Docosahexaenoicsýra, 22:6n3, er fyrir hendi í töluverSu magni í heila og auga, en hlutverk 22:6n3 í himnustarfsemi er óþekkt.s Ekkert er heldur vitaS um örlög þessarar fitusýru, oxun, ummyndanir í iinnur efni o.þ.h. Þessi fitusýra er í fosfoiipidum hjartavöSva, einkum í PE, og virSist hafa eitthvert hlutverk í starfsemi hjartans. Tengsl virðast vera milli magns þessarar fitusýru í fosfoli- pidum hjartans og hjartsláttartíðni viðkomandi spendýrs. Er magn 22:6n3 mest í músarhjarta, sem hefur hæsta hjartsláttartiðni þeirra dýra, sem við höfum rannsakað, en minnst í hvalshjarta, sem hef- ur lægsta hjartslátttartíðni, mynd 2. Líklegt er að 22:6n3 tengist á einhvern hátt stjórn- un á jónaleiðni frumuhimnu og er verið að rann- saka hvort og hvernig slíkt getur átt sér stað.n Rnnnsóhnir á hjörtum mannu •'samanburður var gerður á fituefnum úr hjarta- sýnum. Annars vegar voru rannsökuð sýni úr mönnum er höfðu látist af slysförum og hins vegar sýni úr mönnum sem höfðu dáið skyndilegum hjarta- dauða og höfðu ýmist mikil eða lítil kransæða- þrengsli. Skyndilegur hjartadauði er hér skilgreind- ur sem instant dauði eða dauði innan klukkustund- ar og oflast innan fárra mínútna frá aðkenningu aS hjartaslagi eða infarct.1 Sýni úr mönnum, sem létust af slysförum og höfðu eðlilegan hjartavöðva og lítil kransæða- þrengsli voru höfð til viðmiðunar og talin sýni úr heilbrigðu hjarta. Post-mortem breytingar á fitu- efnum hjartavöðva voru ekki fall af þeim tíma, sem leið frá dauða að sýnistöku en vissir lipidar hafa klofnað í fitusýrur og smærri einingar áður en unnt var að ná fyrstu sýnum. Þrátt fyrir þessa erf- iðleika má sjá ýmsar áhugavekjandi breytingar á magni og tegundum fituefna í tengslum við skyndi- legan hjartadauða. Stöðugleiki fosfolipida háður fitusýrusamsetningu Samsetning óbundinna fitusýra (free fatty acids, FFA) í hjartasýnum sýnir að stór hluti (80%) af þessum fitusýrum er fram kominn vegna klofnunar fosfolipida. FFA hafa mun meira af fjölómettuðum fitiusýrum, einkum 20:4n6 og 22:6n3, en þeir fos- folipidar sem eftir eru í hjartavöðvanum, en glycer- idar hafa lítiS af þessum fitusýrum. Hlutfall fitu- sýranna 22:6n3 og 20:4n6 er almennt hærra í FFA en í PC og PE hjartavöðvans og gefur til kynna að þeir fosfolipidar klofni hraðasl niður, sem mest hafa af 22:6n3. Athuganir þessar benda til þess að stöðugleiki fosfolipida eða viðnám þeirra gegn klofnun af völdum fosfolipasa A2 sé háð fitusýru- samsetningu fosfolipida. Fosfolipidar með langar og mjög ómettaðar fitusýrur virðast klofna hraðar niður en fosfolipidar með mettaðar eða minna ómettaðar fitusýrur. Marktæk aukning á fjölómett- uðum fitusýrum í fosfolipidum getur þannig haft áhrif á stöðugleika fosfolipida og viðnám frumu- himnu gagnvart skaðvöldum, svo sem ofgnótt cate- cholamina, ischemiu og orkuskorti. Fosfolipidar breytast með aldri í mannshjarta Fitusýrusamsetning fosfolipida breytist í hjört- um manna með aldri á svipaðan hátt og hjá rott- um. Athuganir á samsetningu heildar fosfolipida sýna marktæka lækkun á linoleic-sýru, 18:2n6, með aldri eða um 35% lækkun frá unglingsárum að áttræðu. Einnig verður nokkur aukning á 22:6n3 á miðjum aldri, en eftir áttrætt minnkar heildar- magn fosfolipida per gram hjartavöðva. Athug- un fer nú fram á breylingum á einstökum fosfoli- pidum meS aldri. Ahugavert væri að kanna hvort slíkar hreytingar í himnulipidum tengjast breyting- læknaneminn 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.