Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1979, Blaðsíða 34

Læknaneminn - 01.07.1979, Blaðsíða 34
Hins vegar bendir slík hœkkun ekki endilega til þess að Crumudauði hafi átt sér stað, þar eð aðrir at- burðir geta líka valdið henni, svo sem bólgubreyt- ingar í vefjum. Vert er að gefa því gaum, að enzymhækkun í plasma getur gefið vísbendingu um, hve alvarlegar þær vefjabreytingar eru, sem hækkuninni valda. Vægar bólgubreytingar valda fyrst og fremst hækk- un þeirra enzyma, sem er að finna í frymi, en frumudauði veldur einnig hækun á þeim enzymum, sem tengd eru frumulíffærum, t. d. milochondria. Vefjaskemmdir, sem leiða til enzymhækkana, geta orðið af margs konar völdum, svo sem truflun á að- streymi hlóðs til vefjarins, súrefnisskorti, mekanisk- um áverka, eitrun, sýkingu o. fl. Oft kemur við sögu truflun á orkuefnaskiptum viðkomandi fruma, en hæfileiki frumu til að halda himnu sinni þéttri virð- ist háður nægu orkuframboði innan hennar. Hvarf vnzyma úr plastna Enzym, sem borist hafa út í plasma, hverfa þaðan mishratt, og skiptir helmingunartími virkni þeirra í plasma oftast örfáum dögum. Hverfur enzym- virkni þá stundum hraðar en enzymproteinið, þ. e. enzymin missa virkni meðan þau eru enn í plasma. Lítið er vitað um með hvaða hætti enzym eru fjarlægð úr plasma og brotin niður, en talið er lík- legt að afdrif þeirra séu svipuð og annarra proteina í plasma. Alyentf tfiltli í plasina I plasma heilbrigðs manns er mjög lítið af þeim enzymum, sem mæld eru við sjúkdómsgreiningar, enda eru þau einungis þar sem afleiðing af eðlilegri umsetningu líkamsvefja eins og áður sagði. Eigi að hafa gagn af niðurstöðum slikra mælinga er nauð- synlegt að þekkja algengismörk (,,normalgildi“) hverrar mælingar, og þá þætti, sem hafa áhrif á þau. Meðal þess, sem rétt er að hafa í huga, eru eftirtalin atriði: 1. Dreifing Enzymgilda er sjaldan „normal“ (Gaussdreifing) en oft nánast „log-normal“, þ. e. dreififerillinn teygir hala til hægri. 2. Aklur, kyn, líkamsstærð, mataræði o. fl. hafa oft áhrif á dreif- inguna. Til dæmis er alkaliskur fosfatasi miklu hærri í plasma barna og unglinga, sem enn eru að vaxa, en í fullorðnum. Karlar hafa hærri gildi kreatínkínasa en konur, væntanlega vegna meiri vöðvamassa, auk þess sem líkamleg áreynsla getur valdið hækkun þessa enzyms í plasma. Mtvlintf enzifintt í plasina Það, sem aögreinir enzym frá öðrum proteinum, er sá eiginleiki þeirra að geta hvatað efnahvörf. Hvert einstakt enzym hvatar eiLl ákveðið efnahvarf eða fáein skyld hvörf. Nær allar aðferðir, sem not- aðar eru til að ákvarða magn enzyma, byggjast á þessum eiginleikum, þ. e. enzymmælingin er fólgin í mælingu þeirra áhrifa, sem enzymið hefur á til- tekið efnahvarf. Hraði enzymhvataðs efnahvarfs stendur í beinu hlutfalli við konsentration enzymsins í hvarflausn- inni. Magn enzyma er mælt í enzymvirknieiningum. Til skamms tíma var mjög breytilegt hvernig slíkar einingar voru skilgreindar, og var jtað til allmikils óhagræðis, þar eð mælinganiðurstöður frá mismun- andi rannsóknastofum voru lítt eða ekki sambæri- legar. Því hafa menn komið sér saman um eftirfar- andi skilgreiningu á aljjjóölegri enzymvirkniein- ingu (International unit (TJ)): Ein alþjóðleg enzymvirknieining er jrað magn en- zyms, sem hvatar ummyndun eins míkrómóls af súbstrati á mínúlu við skilgreindar (,,optimal“) aðstæður. Við mælingar á enzymvirkni í serumi er venju- lega gefið upp magn enzyms í einingum per lítra af serumi (U/l). Með tilkomu hins aljrjóðlega mælieiningakerfis, SI kerfisins, hefur reynst nauðsynlegt að skilgreina nýja enzymvirknieiningu til samræmis við J}aö að grunneiningar SI kerfisins fyrir efnismagn og tíma eru mól og sekúnda. Hin nýja eining nefnist katal (katl (dregið af catalysis = hvötun) og er skil- greind á sama hátt og alþjóðaeiningin: Eitt katal er það magn enzyms, sem hvatar um- myndun eins móls af súbstrati á sekúndu við skil- greindar (,,optimal“) aðstæður. 30 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.