Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1979, Blaðsíða 60

Læknaneminn - 01.07.1979, Blaðsíða 60
Framleiðsla sœjðra innhellislyfja. setningu reglugerðar til nánari skilgreiningar á lyfjahugtakinu og undanþágur frá því. I þessari reglugerð skal og kveða á, hverjar vörur lyfsalar einir megi selja. Lyfjanefnd er ætlað að gera tillögur að þessari reglugerð. Er nauðsyn að setja slíka reglugerð sem fyrst, þar eð aldrei tókst að gera gild- andi reglugerð (nr. 329/1977) um þetta efni svo úr garði sem vera ætti. Með ákvæðum 5. gr. er raunar verið að tryggja, að sjálf tillögugerðin sé sem mest í höndum fagmanna, hvernig svo sem ráðherra þóknast úr að spila. Koma þar ævinlega til skjalanna vítamínspekúlantar, nátlúrulæknar ýmiss konar og skottulæknar af ýmsum gráðum, sem þegar var var- að við í tilskipun Kristjáns konungs 5. I 6. gr. er beinlínis tekið fram, að hin cnska út- gáfa Evrópsku lyfjaskrárinnar með viðaukum skuli gilda hér á landi. Með því að lyfjaskrá þessi er tæp- ast hlaupin af stokkunum enn og endurskoðun all- brýn á sumu af því, sem þegar hefur verið gert, og reyndar vafasamt, hvort Evrópska lyfjaskráin verði nokkurn tíma fullnægjandi fyrir nokkra aðildarþjóð, eru í 6. gr. jafnframt ákvæði þess efnis, að lyfja- nefnd geti kveðið á frekari staðla fyrir lyf, lyfja- efni, lyfjaform, aðferðir o. fl. Er hér því ekki lítið verkefni fyrir lyfjanefnd, ef vel á að vera. Fjórði kafli laganna (7.—13. gr.) er um flokkun lyfja, staðfestingu lyfjaforskrifta og skráningu sér- lyfja. Lyfjum fullbúnum (eða sem næst fullbúnum) til notkunar er skipað í 3 flokka (7. gr.) : Stöðluð forskriftarlyf, sérlyf og forskriftarlyf lækna. Eru lyf í tveimur fyrri flokkunum stöðluð, en óstöðluð í hinum síðarnefnda. Skal lyfjanefnd gera tillögur að reglugerðum, er lúta að stöðluðum forskriftarlyfj- um og sérlyfjum. Er þannig gert ráð fyrir setningu mikilsverðra reglugerðarákvæða, er m. a. verða stefnumarkandi fyrir lyfjagerð hér á landi. Hefur þegar verið sett reglugerð um skráningu innlendra sérlyfja nr 334/1979. Mat á innlendum sérlyfjum verður í fyrstu vandasamara en mat á erlendum sér- lyfjum vegna þess, að sjálfar kröfurnar til þessara lyfja verða matsatriði. I 11. gr. eru ítarleg ákvæði, er lyfjanefnd skal fylgja við mat á stöðluðum forskriftarlyfjum og sér- lyfjum. Þar eru leidd í lög nokkur nýyrði (lyfhrif, eiturhrif, aðgengi, hjáverkun), sem sum að minnsta kosti hafa þegar unnið sér hefð. I 12. gr. eru ákvæði, er leggja þá kvöð á lyfja- nefnd, að endurmeta forsendur fyrir staðfestingu lyfjaforskrifta og skráningu sérlyfja á 5 ára fresti. Svipuð ákvæði voru í lyfjalögum (3. málsgr. 63. gr.), en komu ekki að miklu gagni. Samkvæmt þeim lögum var skráning sérlyfja tímabundin (4. málsgr. 55. gr.), en er það ekki samkvæmt gildandi lyfjalög- um. Hljóta því ákvæði 12. gr. lyfjalaga að hafa mun meira vægi en samsvarandi ákvæði lyfsölulaga höfðu áður. Þá er með ákvæðum 13. gr. lögð sú skylda á herðar lyfjanefndar að sjá um útgáfu lyfjahandbók- ar. í greinargerð er látið að því liggja, að framleið- endur leggi eitthvað af mörkum við samningu slíkr- ar bókar. í 5. kafla (14. gr.) er fjallað um framleiðslu lyfja. Akvæði þessi eru efnislega hliðstæð þeim, er grein- ir í 50. gr. lyfsölulaga og áður giltu. 1 14. gr. er þó berlega kveðið á, að veita skuli lyfjagerðum starfs- leyfi. I bráðabirgðaákvæðum við lögin kemur og skýrt fram, að lyfjagerðir sem starfa við gildistöku laganna, skuli sækja um starfsleyfi samkvæmt á- kvæðum þessarar greinar, áður en liðin eru tvö ár. I bráðabirgðaákvæðum eru ennfremur fyrirmæli þess efnis, að framleiðsla lyfja í lyjabúðum skuli leggjast niður í árslok 1983, nema til komi starfs- leyfi samkvæmt 14. gr. Þó skulu lyfjabúðir fram- leiða forskriftarlyf lækna (14. gr.). Eru þessi á- kvæði í fullu samræmi við þróun síðustu ára. Má búast við því, að framleiðslulyfjabúðir verði ein- ungis örfáar. í írafárinu við niðurfellingu 6. kafla hins upphaflega frumvarps lenti Tilraunastöð há- 50 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.