Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1979, Side 63

Læknaneminn - 01.07.1979, Side 63
Sent blaðinu Ingimundur Gíslason hefur sent blaðinu sérprentun úr Acta Opthalmologia vol. 57 1979. Greinin heitir Cavernous Haemangioma of the Retina, og er eftir þá Ingimund Gíslason, Steffan Stenkula, Albert Alm, liivind Wold og Per-Erik Wálinder. 1 greininni er lýst sjö tilfellum þessa sjúkdóms. Fylgst hefur verið með þrem þeirra í meir en sex ár og ekki hægt að greina neinn framgang sjúkdómsins. Segir þar einn- ig að þessi tegund hamartoma valdi sjaldan stað- hundnum einkennum og finnst fyrri tilviljun. Því er líklegt að mörg augu með þennan galla séu ógreind. ☆ ☆ Guðmundur Björnsson sendi greinina Sjónskert börn, eftir Guðmund og Sævar Halldórsson. Segir þar m. a.: A árinu 1978 var gerð könnun á hlindum sjónskertum hörnum á Islandi undir 17 ára aldri. I könnun þessari fundust alls 46 börn og voru 19 þeirra hlind og 27 alvarlega sjónskert. Orsakir má t'ekja til meðfæddra og/eða arfgengra sjúkdóma eða þróunargalla. Til viðbótar við sjónskerðingu voru 24 barnanna með aðrar meiri háttar fatlanir. I greininni er rætt um erfðaráðgjöf og fyrirbyggj andi aðgerðir. Greinin birtist í Læknablaðinu, sept. 79. ☆ ☆ 'Prá landlækni hafa borist eftirfarandi rit: Nordisk Lákemedelsstatistik 1975-1977 Del II, gefið út af samnorrænu lyfjanefndinni. Þetta er 224 blaðsíðna rit. í því er samnorræn sérlyfjaskrá, þar sem lyfin eru flokkuð eftir ATC kerfinu (Anatomical Iherapeutic Chemical Classification Systern). Einn- 'g er við nokkra lyfjaflokka sagt hver neysla lyfj- anna er. Þá er annað hvort miðað við magn lyfja, anna er. Þá er annað hvort miðað við magn lyfs, sem 1000 íbúar taka inn á einum degi, eða fjölda dagskammta per 1000 íbúa. Þessar tölur gefa meðal annars upplýsingar um: 1) þróun lyfjanotkunar, 2) samanhurð milli landa, 3) áhrif lögboða á uppá- skriftir fyrir viss lyf, 4) áhrif upplýsinga um lyf í fjölmiðlum. ☆ ☆ World Health mai 1979, tímarit heilbrigðisstofn- unarinnar. Það ber undirskriftina: Hvað er sykur- sýki. Greinar þess fjalla meðal annars um sykursýki, umskurð stúlkna, holdsveiki og vandræðabörn. ☆ ☆ World Health august-september 1979. Undirfyrir- sögn þess er: Ávextir jarðarinnar. Greinar þess fjalla meðal annars um mitsskiptingu matar, heima- framleiddan mat, staðbundinn joðskort, brjóstagjöf barna og A-vítamín skort. ☆ ☆ Heilbrigðisskýrslur 1975. Samdar af skrifstofu landlæknis eftir skýrslum héraðslækna og öðrum heimildum. Gefið út í Reykjavík 1979. Þar er að finna hinn margvíslegasta fróðleik um árið 1975, allt frá veðurfarslýsingum til upplýsinga um fjölda starfsmanna á einstökum sjúkrahúsum. Þar segir meðal annars að læknar með fullgild lækningaleyfi voru í árslok 496. Þar af voru 388 búsettir á land- inu. Voru þá 565 íhúar á hvern búsettan lækni með fullgilt lækningaleyfi. Merkastar eru þó tölur um sjúkdóma og dánarorsakir. Þar kemur fram að 1. desember var fólksfj öldinn 219.033 manns. Á árinu fæddust 4384, en 1412 dóu. Tvær algengustu dánar- orsakirnar voru hjartasjúkdómar 29,89% og krabba- mein 22,8% allra mannsláta. Næst komu slysfarir, heilablóðföll, lungabólga og ungbarnasjúkdómar. Alls voru gerðar 274 löglegar fóstureyðingar á ár- inu. Læknaneminn þakkar sendingarnar. 5. /. LÆKNANEMINN 53

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.