Læknaneminn - 01.07.1979, Blaðsíða 48
Mortel.
ling Edwald) hefur rakið sögu þessa fyrirtækis í
ræðu; er hann hélt 25. 5. 1979 við opnun nýrra
húsakynna fyrirtækisins. Verður þetta erindi von-
andi birt á prenti.
IJifl um yjjuld af hálfu lyfsala vegna
Uostnatfar vitf eftirlit nieff lyfjabáðum
o. fl. nr. 7 4. jjúní 1924
Með lögum þessum var staðfest, að lyfsalar skyldu
greiða lyfsölustjóranum gjald vegna eftirlits með
lyfjabúðum þeirra. Lög þessi voru felld úr gildi með
lyfsölulögum nr. 30 29. apríl 1963, enda er kveðið á
þessi atriði í 1. málsgr. 47. gr. þeirra laga.
Liiy um heimild runnsóLnastofnana
ríhisins til íyfjasölu í sambandi viíf
rannsóhnir sínar nr. 37 2IS. jan. 1935
Með lögum þessum var Rannsóknastofu Háskól-
ans (væntanlega sú, sem er við Barónsstíg í Reykja-
vík) og öðrum rannsóknastofum, er ríkið eða Há-
skólinn rekur, veitt víðtækt leyfi til þess að selja
hvers konar bóluefni og blóðvatn svo og hvers konar
lyf gegn þeim sjúkdómum, sem fengist er við rann-
sóknir á. Heimild þessi náði einnig til dýrasjúkdóma
og plöntusjúkdóma og til sölu útrýmingarefna. Lög
þessi voru felld úr gildi með lyfsölulögum nr. 30 29.
apríl 1963, en í 50. gr. þeirra laga voru ákvæði, sem
tryggðu áframhaldandi rétt rannsóknastofa Háskóla
Islands til framleiðslu á lyfjum og lyfjasölu. Nú vill
svo til, að með lyfjalögum nr. 49/1978 var 50. gr.
lyfsölulaga felld úr gildi. Gæti þetta orðið alvarlegt
mál fyrir Tilraunastöð háskólans í meinafræði að
Keldum og hugsanlega aðrar stofnanir í eigu Há-
skóla íslands, ef ekki yrði úr bætt.
Löy um tilbániny oy verzlun með
ópíum o. fl. nr. 14 20. júní 1923
Lögum þessum var síðan breytt og endurútgefin
árið 1970 (lög nr. 77 16. júní 1970). Endanlega
leystu lög um ávana- og fíkniefni (nr. 65 21. maí
1974) þessi lög af hólmi, en ákvæði laganna um
ávana- og fíkniefni taka einnig til ávana- og fíkni-
lyfja. í gildandi lyfjalögum nr. 49/1978 er ekki vik-
ið að ávana- og fíknilyfjum sérstaklega á annan hátt
en þann, að setja skuli í reglugerð sérstök fyrirmæli
um ávísun slíkra lyfj a.
40
Tilshipun um yerð oy afyreiðslu sér-
lyf ja nr. 112 20. áyúst 1938
(Gekk í gildi 1. október 1938)
Hugtakið sérlyf er þannig skilgreint í 1. gr.: „Sér-
lyf (patentlyf) er lyf, samsett eða ósamsett, sem gef-
ið er sérnafn, og er gerð þess, samsetning eða nafn
ekki í samræmi við hina löggiltu lyfjaskrá eða þekkt
lyfseðlasafn, sem vitnað er til, og allir geta átt að-
gang að.“
1. málsgr. 10. gr. hljóðar svo: „Lyfsölum og lækn-
um, sem hafa lyfjasölu á hendi, skal skylt, að svo
miklu leyti, sem framkvæmanlegt er, að láta jafnan
LÆKNANEMINN