Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1979, Blaðsíða 10

Læknaneminn - 01.07.1979, Blaðsíða 10
eru stórir eins og í læknadeild. Ennfremur er við- búið að slíkar aðferðir séu mörgum kennurum fram- andi. Þeir eru vanari fyrirlestraforminu og kunna því best. En vandkvæði á breytingu kennsluhátta er einnig að rekja til nemenda. Fyrirlestrar eru jú það kennsluform þar sem nemandinn getur verið hvað aðgerðaminnstur allt fram undir próf. Að vísu kem- ur að skuldadögum og maraþonlestur og hrágleyp- ing námsefnis í upplestrarfríi að vori eru laun van- rækslusynda vetrarins. Aðrir kennsluþættir gera all- ir meiri kröfur til nemandans um stöðuga vinnu. Til- raunir með umræðufundi í lífefnafræði á 2. ári læknanáms hafa því miður ekki gefið tilefni til að ætla, að nemendur væru tilbúnir í slíka sjálfsögun. Breytt námsmat (sjá lið 3) gæti þó orðið hvati að afstöðubreytingu nemenda á þessu sviði, sbr. gulrót- ina og asnann. Þorvaldur: Tel að ýmsu leyti væri betra að kenna lífefnafræði á lengri tíma og um leið auka kennsluna lítillega, þá helst í formi lítilla umræðuhópa. Erfitt er þó að skipuleggja umræðuhópa meðan árgangar eru eins fjölmennir eins og nú gerist. Kennslufyrir- komulagið er annars hefðbundið og ég sting ekki upp á neinum róttækum breytingum á því. 3. Hvtiða próffyrirkomulafi telur þú heppilefiast t yreininni? Davíð: Tilgangur prófa er fyrst og fremst að tryggja nemanda og deildinni, að hann hafi öðlast nægan undirbúning fyrir næsta áfanga. Jafnframt veitir próf aðhald að námi. Með því að einskorða ekki próf við lok kennsluárs, en hafa auk vorprófa 1—2 áfangapróf að vetri má líklega fá fram jafnara og stöðugra nám allan veturinn og sporna gegn „tímabundnum hraðlestri" undir eitt vorpróf sem aðallærdómi stúdentsins. Fyrirkomulag skriflega prófsins eins og það er nú tel ég viðhlítandi. Elín: Með núverandi kennslufyrirkomulagi gefst kennara ekkert tækifæri lil að meta kunnáttu eða leikni nemanda meðan á námskeiðinu stendur og próffyrirkomulagið er handhæg leið til að kvitta fyr- ir að nemandi hafi náð ákveðnum tökum á námsefn- inu. Þótt reynt sé að hafa nokkra fjölbreytni í gerð 8 spurninga á prófinu, er það vissulega nokkuð ein- hæft mat á þekkingu og hæfni nemenda. Ennfremur eru núverandi próf allmikið álag á nemendur, eink- um vegna þess að margir eiga erfitt með að meta eigin kunnáttu eða þekkingarstöðu og allt veltur á einu prófi. Þetta próffyrirkomulag gefur nemendum hins vegar nokkurt frjálsræði, þar sem þeir skipu- leggja og hagræða tíma sínum til náms algjörlega sjálfir, frá upphafi námskeiðs og fram til prófs. Þótt leitt sé að írá að segja, hafa nemendur tekið öllum tillögum til fjölþættara námsmats með tor- tryggni eða hreinni andstöðu. Námsmati mætti dreifa yfir veturinn með því t. d. að fá nemendum verkefni til úrlausnar og meta þau til einkunnar, hafa stutt próf úr takmörkuðu námsefni, eða jafnvel hafa munnlegar umræður, ýmist með einum nem- anda eða smáhóp og gefa einkunn fyrir frammistöðu í slíkum umræðum. Slíkt samfellt námsmat kallar á meira skipulag og minnkar frjálsræði nemenda og eykur sennilega vinnuálagið. HörSur: Núgildandi próffyrirkomulag er ein- göngu skrifleg próf að vori. Próf í lífefnafræði hafa frá því skriflega próf voru almennt tekin upp, verið fjölbreytt, þ. e. notað er fleira en eitt form spurn- inga (ritgerðir, fj ölvalspróf, smáspurningar) og tel ég það rétt. Ég er þeirrar skoðunar að vorpróf eigi að vera áfram, en að verulegur hluti heildareinkunn- ar mætti þó gjarnan verða til yfir námsárið, sem einkunnagj öf fyrir verkefni, ritgerðir, verklega þætti etc. Þorvaldur: Skrifleg próf í svipuðu formi og nú er. Tel þó æskilegt að hafa tvö, e. t. v. þrjú minni próf yfir veturinn, sem reiknuðust sem hluti loka- prófs, en væru ekki sjálf lokapróf í neinum áfanga. 4. Telur þú þiirf ú aff kenna alnicnna cfnafrteffi ú 1. úri eins oy nú er ycrt, effa nuetti hefja lífcfnafrteffikennslu þú strax? Davíð: Efnafræðiþekking nýstúdenta er ekki nóg til að hefja nám í lífefnafræði í læknadeild. Hún er ekki nóg til að hefja nám í lyfjafræði eða lífeðlis- fræði. Elín: Ég tel nauðsynlegt að kenna aknenna efna- fræði á fyrsta ári, m. a. vegna þess að engin inn- LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.