Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1979, Blaðsíða 41

Læknaneminn - 01.07.1979, Blaðsíða 41
varðar hitaþolni, og er sá eiginleiki oft notaður. lJannig missir LDr, (M4) alla virkni við 30 mín. hitun við 56° C, og við 65° C tapa öll ísóenzymin nema LDj (H4) virkni sinni. Alkalískur fosfatasi úr placenta er sérlega hitaþolið enzym, og lifir af hitun við 65°C, en auk þess er nokkur munur á hitaþolni úr beinum og lifur við 56°C. Mikillar nákvæmni et þörf við framkvæmd slíkra hitaprófa ef niður- stöður eiga að vera marktækar. LDi (H4) hefur tiltölulega mikla virkni gagn- vart súbstratlíkinu 2-oxobytyrati (sem er nauðalíkt súbstratinu pyruvati) og á því er byggð svokölluð iiydroxybutyrat dehydrogenasamæling (HBD), en klutfallið milli virkni ísóenzymablöndunnar þegar Wælt er með 2-oxobutyrati annars vegar og pyruvati * 2-oxopropionati) hins vegar, er háð ísóenzymahlut- föllunum. Gagnsemi þessara mælinga er þó mjög háð hitastigi og súbstratkonsentration við mæling- arnar. Sum ísóenzym eru misnæm fyrir ákveðnum in- bibitorum. Til dæmis inhiberar L-tartrat súran fos- fatasa úr blöðruhálskirtli, en ekki þann úr rauðum blóðkornum, og má nota þennan eiginleika til að prófa, úr hvorum þessara vefja súr fosfatasi í serumi er kominn, þó að hafa verði í huga, að enzymið úr öðrum vefjum er einnig næmt fyrir inhibitornum. I' leiri dæmi eru um notkun inhibitora, t. d. pheny- lalanín við greiningu AP ísóenzyma og urea við greiningu LD ísóenzyma. Loks er þess að geta, að oft er hægt að framleiða °g nyta til greiningar mótefni (antisera) gegn ein- stökum undireiningum ísóenzyma. Þannig má nota motefni gegn M-undireiningu kreatínkínasa sem sér- hæfðan inhibitor fyrir þau ísóenzym, sem bera þessa undireiningu, og þannig mæla sérstaklega virkni B- einingarinnar í blöndu ísóenzymanna. fVoífcnn ttnzymnuvlintni við yreinintfu einstakra sjúktlóma Hér verður að lokum drepið mjög lauslega á nokkur aðalatriði varðandi notkun enzymmælinga við greiningu einstakra sjúkdóma. Hjarlasjúkdómar Aður hefur verið minnst á hækkun ASAT í ser- umi sjúklinga eftir hjartaáfall. Mæling LD og CK er LÆknaneminn þó gagnlegra tæki til greiningar, einkum ef við- höfð er ísóenzymagreining. I því sambandi er mikil- vægt að gefa gaum að því, hve langur tími líður frá því sjúklingur fékk brjóstverk þar til sýni er tekið, ti! þess að forðast fölsk neikvæð svör. Mynd 1 sýnir breytingar á enzymgildum við dæmigerða kransæða- stíflu. CK er næmasta vísbendingin, en hins vegar varir hækkun LD lengur, einkum ísóenzymsins LD4 (H4). CK mælingin er sérhæfðari vísbending ef ísó- enzymið CK-MB er mælt sérstaklega, en það mælist afar sjaldan í serumi ef ekki er um hjartaáfall að ræða. Með endurteknum mælingum og tölulegri tegrun (integration) CK-MB ferilsins hefur auk þess verið reynt að meta stærð hjartadrepssvæðisins. V öðvasjúkdómar Mæling CK er gagnleg við greiningu vöðvasjúk- dóma af taugauppruna (neurogenic muscular dis- orders), sem oftast hafa ekki í för með sér hæ’kkun á CK, frá primerum myopathium, þar sem veruleg hækkun CK í serumi á sér stað. Lifrarsjúkdómar Gagnlegustu enzymmælingar við greiningu lifrar- sjúkdóma eru mælingar á ASAT, ALAT, AP, LD5 og GGT. Nokkur munur er á hækkunum enzyma eft- ir sjúkdómi. Við hepatocellular sjúkdóma, t. d. virus- hepatitis, verður veruleg hækkun á aminotransferös- Mynd 1. Enzymvirkni í serumi sjúklings ejtir hjurtaájall. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.