Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1979, Side 41

Læknaneminn - 01.07.1979, Side 41
varðar hitaþolni, og er sá eiginleiki oft notaður. lJannig missir LDr, (M4) alla virkni við 30 mín. hitun við 56° C, og við 65° C tapa öll ísóenzymin nema LDj (H4) virkni sinni. Alkalískur fosfatasi úr placenta er sérlega hitaþolið enzym, og lifir af hitun við 65°C, en auk þess er nokkur munur á hitaþolni úr beinum og lifur við 56°C. Mikillar nákvæmni et þörf við framkvæmd slíkra hitaprófa ef niður- stöður eiga að vera marktækar. LDi (H4) hefur tiltölulega mikla virkni gagn- vart súbstratlíkinu 2-oxobytyrati (sem er nauðalíkt súbstratinu pyruvati) og á því er byggð svokölluð iiydroxybutyrat dehydrogenasamæling (HBD), en klutfallið milli virkni ísóenzymablöndunnar þegar Wælt er með 2-oxobutyrati annars vegar og pyruvati * 2-oxopropionati) hins vegar, er háð ísóenzymahlut- föllunum. Gagnsemi þessara mælinga er þó mjög háð hitastigi og súbstratkonsentration við mæling- arnar. Sum ísóenzym eru misnæm fyrir ákveðnum in- bibitorum. Til dæmis inhiberar L-tartrat súran fos- fatasa úr blöðruhálskirtli, en ekki þann úr rauðum blóðkornum, og má nota þennan eiginleika til að prófa, úr hvorum þessara vefja súr fosfatasi í serumi er kominn, þó að hafa verði í huga, að enzymið úr öðrum vefjum er einnig næmt fyrir inhibitornum. I' leiri dæmi eru um notkun inhibitora, t. d. pheny- lalanín við greiningu AP ísóenzyma og urea við greiningu LD ísóenzyma. Loks er þess að geta, að oft er hægt að framleiða °g nyta til greiningar mótefni (antisera) gegn ein- stökum undireiningum ísóenzyma. Þannig má nota motefni gegn M-undireiningu kreatínkínasa sem sér- hæfðan inhibitor fyrir þau ísóenzym, sem bera þessa undireiningu, og þannig mæla sérstaklega virkni B- einingarinnar í blöndu ísóenzymanna. fVoífcnn ttnzymnuvlintni við yreinintfu einstakra sjúktlóma Hér verður að lokum drepið mjög lauslega á nokkur aðalatriði varðandi notkun enzymmælinga við greiningu einstakra sjúkdóma. Hjarlasjúkdómar Aður hefur verið minnst á hækkun ASAT í ser- umi sjúklinga eftir hjartaáfall. Mæling LD og CK er LÆknaneminn þó gagnlegra tæki til greiningar, einkum ef við- höfð er ísóenzymagreining. I því sambandi er mikil- vægt að gefa gaum að því, hve langur tími líður frá því sjúklingur fékk brjóstverk þar til sýni er tekið, ti! þess að forðast fölsk neikvæð svör. Mynd 1 sýnir breytingar á enzymgildum við dæmigerða kransæða- stíflu. CK er næmasta vísbendingin, en hins vegar varir hækkun LD lengur, einkum ísóenzymsins LD4 (H4). CK mælingin er sérhæfðari vísbending ef ísó- enzymið CK-MB er mælt sérstaklega, en það mælist afar sjaldan í serumi ef ekki er um hjartaáfall að ræða. Með endurteknum mælingum og tölulegri tegrun (integration) CK-MB ferilsins hefur auk þess verið reynt að meta stærð hjartadrepssvæðisins. V öðvasjúkdómar Mæling CK er gagnleg við greiningu vöðvasjúk- dóma af taugauppruna (neurogenic muscular dis- orders), sem oftast hafa ekki í för með sér hæ’kkun á CK, frá primerum myopathium, þar sem veruleg hækkun CK í serumi á sér stað. Lifrarsjúkdómar Gagnlegustu enzymmælingar við greiningu lifrar- sjúkdóma eru mælingar á ASAT, ALAT, AP, LD5 og GGT. Nokkur munur er á hækkunum enzyma eft- ir sjúkdómi. Við hepatocellular sjúkdóma, t. d. virus- hepatitis, verður veruleg hækkun á aminotransferös- Mynd 1. Enzymvirkni í serumi sjúklings ejtir hjurtaájall. 33

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.