Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 9
blöðrumyndun og síðan sár, sem
renna saman. Eru þau oft hríslulaga
(dendron=tré). Sárin sjást vel eftir
fluorescinlitun og mun betur, ef þau
eru skoðuð í cobaltbláu Ijósi. Sárs-
aukaskyn er minnkað í glæru og er
verkur því oft lítill. Roði er oft lítið
áberandi. Nauðsynlegt er að greina
sjúkdóminn í byrjun kasts, til að
koma í veg fyrir að bólgan breiðist
niður í dýpri lög glæru. Ef sjúkdóm-
urinn er greindur á byrjunarstigi eru
idoxuridin (oculoguttae Dendrid
0.1%, oculoguttae Iduridin 0.1%)
augndropar notaðir en þeir hindra
myndun DNA í veirunum. Nota þarf
dropana á tveggja tíma fresti. Ef bati
er ekki sjáanlegur eftir 3—4 daga er
gagnslaust að halda meðferðinni
áfram. Margir byrja á því að skafa
burt sýkta þekju af glærunni. Augað
er þakið með þrýstingsumbúðum uns
sárið er gróið. Acyclovir (oculentum
Zovirax 3%) er nýtt lyf við glæru-
áblæstri, sem lofar góðu. Varast skal
að nota augnlyf, sem innihalda bark-
stera, þar eð þeir draga úr mótefna-
myndun í glæruvefnum, veirunum
fjölgar, sárið stækkar og dýpkar og
getur jafnvel étið sig gegnurn glær-
una. Við endurtekin köst getur
myndast ský eða vagl í glæruvefnum
(keratitis disciformis). Sjón verður
þá ekki bætt nema með glæru-
ígræðslu.
Sár á glæru af völdum sýkla. Við
afrifu á glæru (abrasio corneae) er
hætta á að sýklar nái sér niðri og
orsaki glærusár. Hvaða graftarsýkill
sem er getur leitt til sármyndunar.
Fer það eftir mótstöðu hvers og eins
og smitmætti sýklanna hvort um til-
tölulega meinlaust sár verði að ræða,
sem grær á skömmum tíma eða illvígt
kaun, sem leitt getur til blindu. Pað
er því ráðlegt að bera sýklalyf í auga í
varúðarskyni við afrifu á glæru.
Einna hættulegust eru sár af völd-
um pseudomonas aeruginosa og
lungnabólgusýkla. Hin síðarnefndu
voru algengust glærusára áður en
sýklalyfin komu til sögunnar og
blinduöu mörg augu. Eru þau nefnd
skriðsæri (ulcera corneae serpens)
þar eð þau skríða inn á miðsvæði
glæru. P. aeruginosa getur þrifist í
gömlum augndropum. Ber af þeim
sökum að varast gamla augndropa.
Glærusárum fylgir oft mikill verkur.
Varanlegt sjóntap verður ef sár er
miðsvæðis. Augnroði er oftast bland-
aöur og stundum örlar á graftarút-
ferð.
Víða er algengast að nota sulfona-
midlyf við slímhúðarbólgu af völd-
um bakteria, m. a. vegna þess að þau
verka bæði á gram-positiva og gram-
negativa sýkla, þau eru ódýr, lítil
hætta á ofnæmi og ekki hætta á
sveppasýkingu, sem getur fylgt í
kjölfar annarra sýklalyfja. Algeng-
ustu sýklalyf, sem notuð eru við
bólgu í augum, eru: Oculoguttae
sulfacetamidi 30%, oculoguttae
Lucosil (sulfamethiazol), oculentum
Irgamid (sulfadicramide), oculo-
guttae garamycin 0.3% (genta-
mycin), oculentum auromycin 1%
(chlortetracycline), oculoguttae
soframycin 0.5%, oculoguttae
chloramphenicoli 0.5% og ocuient-
um chloromycetin 1%.
Glærusár af völdum sveppa eru
sjaldgæf. Helst má búast við þeim hjá
fólki, sem hefur verið á langvarandi
stera og/eða sýklalyfja (antibiotica)
meðferð. Pessi sár gefa lítil einkenni,
en eru mjög þrálát og ill viðureignar.
Fyrst sést grámi í glæruvefnum, síðar
myndast yfirborðssár og oft sést
bólguíferð kringum sárið (satellite)
sem gráir blettir.
Sjúklinga með glærusár, sem ekki
gróa á nokkrum dögum, á að senda
til augnlæknis.
2. Litubólga
Bráð litubólga (iridocyclitis acuta,
uveitis anterior acuta). Af sjúkdóm-
um í framhluta æðahimnu augans er
bráð litubólga af óþekktum uppruna
algengust. Yfirleitt er talið að um síð-
búna ofnæmissvörun sé að ræða.
Góð svörun við sterameðferð og
endurtekin köst styðja þá kenningu.
Nauðsynlegt er fyrir alla Iækna að
þekkja byrjunareinkenni þessa sjúk-
dóms til þess að unnt sé að koma í
veg fyrir fylgikvilla, sem geta leitt til
skerðingar á sjón og að lokum til
blindu eftir endurtekin köst og ófull-
komna meðferð.
Bólgan, sem getur verið mjög
svæsin, kemur venjulega í annað
augað og einkennist af verk, ljósfælni
og sjóndepru. Brárroði er mest áber-
andi í fyrstu en dreifður yfirborðs-
roði myndast brátt, þannig að augað
verður eldrautt. Ljósop þrengist og
bjúgur myndast í lithimnu, sem við
það dofnar og breytir lit. Æðaleki í
lithimnu gerir það að verkum að
augnvökvinn í forhólfinu gruggast af
eggjahvítu og hvítum blóðkornum.
Þegar grönnum geisla er beint inn í
augað má sjá ar í forhólfinu eins og
rykkorn í sólargeisla. Sést þetta best
við skoðun í rauflampa. Blóðkornin
setjast í þéttar þyrpingar innan á
glæru neðanvert (Kp’s=Keratic
precipitates). Ef ljósop er ekki víkk-
að með lyfjum fljótlega verður við-
loðun lithimnu við framhjúp auga-
steins (synechiae posteriores). Við
útvíkkun verður þá ljósopið óreglu-
legt að lögun vegna samvaxtanna.
Við vanrækta bólgu getur ljósops-
röndin lóðast við augastein allan
hringinn og þar með hindrað rennsli
augnvatnsins milli for- og afturhólfs
með þeim afleiðingum að augnþrýst-
ingur hækkar skyndilega með sárum
verkjum. Ef ekki tekst að rjúfa sam-
Ioðunina með lyfjum og opna þar
með leið fyrir augnvökvann inn í for-
hólf, þarf að gera lituhögg (iridecto-
mia). Við bráða litubólgu er augn-
þrýstingur oft lækkaður eða eðlilegur
í fyrstu en getur hækkað síðar þegar
LÆKNANEMINN ‘-4/19.3 - 36. árg.
7