Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 17

Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 17
Klínísk einkenni og sjúkdómsmerki Tveir þriöju hlutar sjúklinga fá fyrstu einkenni á fimmtugs- eða sextugs- aldri. Þau byrja oft svo hægt að tvö til þrjú ár geta liðið þar til sjúkdómur- inn greinist. Það er helst í Parkin- sonismus eftir heilabólgu að ein- kenni koma snögglega og sjúkdóms- gangurinn er hraður. Skjálfti eða riða (tremor) er vana- lega það sem rekursjúkling til læknis. Skjálftinn byrjar í fingrum og dreifist upp eftir handlegg. Hann er yfirleitt aðeins í öðrum líkamshelmingi. Síð- an getur hann náð til tungu og gang- lima. Skjálftinn er hægur og á byrj- unarstigi aðeins ryþmísk hreyfing þumals í átt að hinunt fingrunum. Lengra genginn er skjálftinn blanda af adductio og abductio þumals, flexio og extensio í fingurliðun og hnúaliðum, svipað því að sjúklingur- inn sé að hnoða eða rúlla kúlu með puttunum, svo og pronatio og supin- atio í úlnlið. Skjálftinn er mestur í hvíld og minnkar jafnan við vilja- stýrða hreyfingu. Angur og streita auka á útslag skjálftans, m.a. meðan á klínískri skoðun stendur. Höfuð- skjálfti er sjaldgæfur. Sumir Parkin- sonssjúklingar fá aldrei skjálfta og oft minnkar hann með gangi sjúkdóms- ins, eftir því sem stífni eykst. Stífni (rigiditas) sést jafnan snemma. Sjúklingnum finnst vöðv- arnir stífir. Mótstaða gegn passífri hreyfingu er jafnt aukin alls staðar í hreyfiferli liða. Samtímis skjálfti getur leitt af sér svokallað tannhjóls- einkenni: Hreyfingin gerist með rykkjum svipað og þegar gamaldags taurúllu er snúið. Samfara stífninni festist sjúklingurinn í ákveðnum líkamsstellingum (holningu), beygir sig í hálsi, mjöðmum, olnbogum og hnjám og gengur álútur, sjá mynd 2. Eftir því sem stífnin vex hverfur tannhjólseinkennið og svo nefnt blý- LÆKNANEMINN ‘-4/í»!3 - 36. árg. pípueinkenni kernur í staðinn. Þá er passíf hreyfing um lið líkust því sem verið sé að beygja blýpípu. Hreyfiminnkun (hypokinesis, akinesia, bradykinesia) er það ein- kenni sem veldur sjúklingunum mestri fötlun. Þeim verður erfitt að hefja hreyfingar og þær eru hægar og umfram allt ónákvæmar. Fyrsta merki um hreyfiminnkun sést oft í skrift sjúklingsins, stafirnir eru Iitlir og rithöndin ólæsileg. Aðrar fínni handahreyfingar truflast, eins og að hneppa tölur eða reima skó. Seinna verður erfitt að matast og að snúa sér í rúminu. Sjúklingurinn á erfitt með að standa á fætur og eins að ganga af stað. Hann á líka erfitt með að stansa. Það getur verið byrjunarein- kenni hreyfiminnkunar ef maðurinn er hættur að sveifla höndum við gang. Síðar verður göngulagið meira einkennandi, skref eru stutt og fótum ekki lyft frá gólfi. Sjúklingarnirlabba hægt en hraða annað veifið göngunni þegar þeir eru orðnir svo álútir að þeim finnst þeir vera að detta. Það gerist líka þegar þeir ganga niður í móti, þá reyna þeir að ,.hlaupa undir sig“. Þetta er kallað festinatio: Sjúkl- ingurinn tekur minni og minni skref, hraðar og hraðar og reynir að elta þyngdarpunktinn. Oft hlýst bylta af. Andlitssvipbrigði eru seinleg, minnkuð af fjöri og kröftum. Andliti Parkinsonssjúklinga hefir verið líkt við múmíu. Þeir depla augunum ekki eins mikið og heilbrigt fólk. Hitt er líka til að augun kreppist aftur (ble- pharospasmi), einkum í Parkin- sonismus eftir heilabólgu. Eins geta augnalok skolfið (blepharoclonus). Sjáaldursviðbragð er oft skert. Augnstöðuskekkja, venjulega uppá- við, um lengri eða skemmri tíma (oculogyric crisis) sést hjá sjúkling- um eftir heilabólgu. Sjúklingarnir slefa oft, vegna þess hvað þeir kyngja illa. Þeir geta bein- línis átt við kyngingarörðuleika að IVIynd 2. Sjá Iesmál. etja. Þeir hafa mjög oft hægðatregðu og þvaglát eru tíð hjá mörgum, sem og að þeir missi þvag. Þeir svitna mikið. Hæfileikinn til að tala minnkar. Það er vegna þess að þeir eru lág- róma og röddin monoton, eiga erfitt með að hefja máls og dysarthria er algeng. Þeir eru oft þunglyndir. Það getur stafað af fötluninni, en getur líka verið fyrsta einkenni sjúkdómsins. Þannig virðist eitthvað ,,organískt“ ske í höfðinu á þeim, samanber það sem áður var rætt um limbíska kerfið. Mikil tilfinningaleg örvun, svo sem hræðsla eða streita getur dregið úr hreyfiskerðingunni. Kraftar í vöðv- um eru lítt eða ekki skertir og það er merkilegt hve þessir sjúklingar eiga oft auðveldara með að framkvæma úthugsaðar hreyfingar en þær hinar 15

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.