Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 42

Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 42
Ferð til Israels Sigríður Dóra Magnúsdóttir, stud. med. Meö matnum í flugvélinni kom miöi sem á stóð: „This meat does not contain pork“, og mynd af vænu svíni með. Við hlógum. Ég varáleið í mánaðar ferð til israel m. Halldóru Bjarnadóttur og höfðum við áhyggjur af mörgu, en ekki svínakjötsáti. Tilgangur þessa greinarkorns er að segja frá þessari ferð okkar að einhverju leyti og kannski gefa ykkur smáhugmynd um þetta ,,heilaga“ land og þær þjóðir sem þar búa. Þarna kom okkur margt óvenjulega fyrir sjónir og erum við fyrir löngu búnar að koma okkur út úr húsi hjá vinum og kunningjum með frásögn- um úrferðinni. Við lögðum af stað frá Kaup- mannahöfn 1,8.’82 og fyrsti áfanga- staðurinn var umferðarmiðstöðin í Tel Aviv. Við fengum sendar til ís- lands ýmsar nytsamar upplýsingar, m. a. um hvernig við kæmumst það- an á vistarverur okkar næsta mán- uðinn, þ. á m. númer strætóa og nöfn nokkurra manna og ef við hefð- um samband við þá i réttri röð færi allt vel. Við vorum því nokkuð boru- brattar. Á Kastrup vorum við gegnumlýst- ar og allt okkar dót skoðað nokkrum sinnum, Dóra slapp vel, því hún var með hlustunartækið ofarlega og var hleypt í gegn þegar það sást. Aftur var skoðað í Tel Aviv; reyndar höfðu þeir meiri áhuga á vegabréfunum. Komnar í gegn um vegabréfsskoðun í Tel Aviv og með ferðatöskurnar í togi fundum við rútu og viti menn, hún fór á umferðarmiðstöðina í Tel Aviv. Hún var ömurleg. Smá óvissa læddist að okkur. í hvað vorum við búnar að koma okkur. Götur þröngar og menn að selja allt milli himins og jarðar, gott ef ekki ömmur sínar með. Ótrúleg samsetning af fólki, hróp, köll, hávaði og ekki síst hiti og brennandi sól. Þarna settum við upp sólgleraugun og tókum þau varla niður næsta mánuðinn. Við fundum strætóa og kvödd- umst í þeirri von að finnast aftur innan mánaðar. Við höfðum nefni- lega hvorug heimilisfang að festa hönd á, bara mannanöfn. Þennan mánuð var Halldóra í Tel Aviv og kynnti sér nýrnaskurðdeild lchilov spítala sem er annar stærsti spítali í ísrael. Ég var í Beer Sheva og fór á heilsugæslustöðvar þar og i Yarocham og var eina viku í Eilat á svæðisspítala. Beer Sheva er úti í eyðimörkinni, sem kallast Negev. Þarna búa núna yfir 100.000 manns, en 1944 var þetta lítill arababær. B.S. er ágætis staður, snyrtileg borg en fátt mark- vert að sjá þar. Helst er að bedúínar sem búa úti á eyðimörkinni koma bæjarferð einu sinni í viku og versla. Þá mátti kaupa kameldýr, asna, geit- ur og auk þess ýmsa handunna hluti úr leir og pjátri, fatnað og reyndar flest annað. Þarna er einn fjögurra háskóla í ísrael og spítali. ( B.S. er séð um heilsugæslu fyrir allt Suður-ísrael. í Beer Sheva bjó ég í íbúð með ítölsk- um skiptinema og arabískum líf- fræðing, Mahmut, sem benti mér á tunglið eitt kvöldið og var mjög hissa þegar ég hafði séð þetta tungl áður. Auk hans kynntist ég helst araba, sem bjó í næstu íbúð, Zaid, og var sá mun hressari. Staðsetning B.S. er þjóðhagslega hagkvæm. Landamæri í norðri eru ótrygg, því er mikil áhersla lögð á uppbyggingu eyðimerkurinnar í suð- urhlutanum. Flestum auralausum innflytjendum er útveguð íbúð og vinna í e-m bæ í eyðimörkinni. Einn- ig er íbúum ívilnað á ýmsan hátt fyrir að búa þarna. í þessum eyðimerkur- bæjum var alltaf nóg vatn, vegna mjög fullkominnar vatnsveitu sem liggur að norðan. Einn bæjanna sem er í eyðimörk- inni er Yarocham með 5000 íbúa. Þar átti ég að vera á heilsugæslu- stöðinni í tvær vikur. Eftir fjóra daga var búið að kalla alla læknana í her- inn og stöðinni lokað svo ég fór í frí. í Eilat var ég því næst í viku og bjó þááspítalanum. í Eilat var heitt, oft 40°C og ég hef aldrei innbyrt jafnmikinn ís og gos eins og þarna. Þarna eru hreinar strendur og tær sjór, sem bjargaði frá bráðnun. Spítalinn er lítill, um 45 rúm, en þó skipt í 7 deildir og nær engir sjúkl- ingar eru sendir á aðra spítala. Þarna var ég á morgnana, um eftir- miðdag hjá heimilislækni og á kvöld- in var ég helst á slysadeild. Ég var líka nokkra daga á Heilsu- gæslustöð í B.S. Alls staðar var vel tekið á móti mér og ég hengd á lækna sem töluðu góða ensku og voru viljugir að þýða hebreskuna. 40 LÆKNANEMINN - 36. árg.

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.