Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 36

Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 36
Notkun einstaklingstilraunasniðs við mat á árangri atferlismeðferðar Eiríkur Örn Arnarson og Sigríður Lóa Jónsdóttir INNGANGUR Einstaklinstilraunasnið (single-case experimental designs) hafa notið vaxandi vinsælda í klínískum rann- sóknum á undanförnum árum. Upp- runa sinn eiga þau annars vegar að rekja til aðferða sálkönnunar við að athuga einstaklinga og hins vegar tii rannsóknarstofa tilraunasálfræð- innar. Shapiro var sennilega sá fyrsti sem notaði þessa aðferð í tengslum við klínísk vandamál fyrir um tveim- ur áratugum (Barlow & Hersen 1973). Þessi tilraunasnið geta verið margs konar (Barlow & Hersen 1973; Hersen & Barlow 1976; Kazdin 1978; Leitenberg 1973 Steingrímsdóttir, 1983), en sameig- inlegt þeim er að viðbrögð einstakl- ings við mismunandi meðferðarað- gerðum eru borin saman við eigið atferli eins og það mælist áður en meðferð hefst. Þessi rannsóknarsnið eru þannig í grundvallaratriðum frá- brugðin hinum hefðbundnu hóp- rannsóknarsniðum, þegar bornir eru saman svipaðir hópar og aðeins ann- ar fær meðferð. Árangur meðferðar er metinn með því að bera þá saman að meðferð lokinni. Hin siðferðilega spurning er hvort réttlætanlegt er að útiloka saman- burðarhópinn frá meðferð, þegar um knýjandi vandamál eða mannlegar þjáningar er að ræða. Dæmi eru til um rannsóknir (Hersen & Barlow 1976) þar sem samanburðarhóp hrakaði meðan á rannsókn stóð, en einkum hefur orðið vart við slíkt í sambandi við lyfjarannsóknir. 34 Af aðferðarfræðilegum vandamál- um má nefna, að oft er erfitt eða ómögulegt að finna nógu marga ein- staklinga sem eiga við sams konar vandamál að stríða þannig að hægt sé að mynda tvo sambærilega hópa. Þegar um sjaldgæf vandkvæði er að ræða, þarf að velja úrtak úr stóru þýði (cohort) og sá mikli tími sem það krefst getur takmarkað rann- sóknarmöguleika (Marks 1972). Samfara þessu er oftast mikill kostn- aður, sem hlýtur líka að teljast galli við þetta rannsóknarsnið. Einnig er erfitt að meta hvaða áhrif meðferð hefur á einstaklinginn þar sem tölfræðileg úrvinnsla gefur til kynna árangur hópsins sem heild- ar. Ef tilraunahópur stendur sig bet- ur en samanburðarhópur, gæti mis- munurinn allt eins átt rætur að rekja til framfara hjá litlum hluta tilrauna- hópsins meðan meiri hlutinn sýndi engar framfarir eða jafnvel örlitla afturför. Þar sem niðurstöður úr hóprannsóknum gefa ekki til kynna árangur hvers einstaklings í hópnum er erfitt að nota þær hráar í klínísku starfi. Af ofangreindu leiðir að alhæfing- argildi niðurstaðna hóprannsókna er takmarkað (Chassan 1967). Þær gera okkur ekki kleift að sjá hvaða þættir það eru hjá einstaklingnum sem sýna fylgni við árangur. Eitt skil- yrði þess að geta svarað ákveðnum spurningum um áhrif meðferðar er, að hóparnir sem unnið er með séu sem líkastir og ekki aðeins m.t.t. sjúkdóms heldur líka hvað varðar aðrar breytur. Því líkari sem hóparn- ir eru, þeim mun erfiðara verður að draga ályktanir varðandi alla þá, sem eiga við þau vandkvæði að stríða, sem um ræðir, þar eð ýmis einstakl- ingseinkenni þýðisins eru e.t.v. ekki lengur til staðar í úrtakinu. Þess vegna getur verið erfitt að alhæfa niðurstöður um árangur meðferðar á allt þýðið (Hersen & Barlow 1976). Annað vandamál varðar breytingu vegna áhrifa meðferðar (Hersen & Barlow 1976). í hóprannsóknum er árangur meðferðar oftast mældur einu sinni í lok meðferðar. Þótt töl- fræðileg breyting náist gefur hún vís- bendingu um árangur hópa en ekki árangur hvers einstaklings meðan á meðferð stendur. í einstaklingsrannsóknum er reynt að sneiða hjá þeim annmörkum hóp- rannsókna sem nefndir hafa verið. Oftast hefur verið skrifað um ein- staklingsrannsóknarsnið í tengslum við atferlismeðferð (Kazdin 1980). í þessari grein verður fjallað um slíkt snið sem notað var til að meta áhrif atferlismeðferðar á nokkra þætti í fari einstaklings sem dvelst á deild fyrir vangefna. Notað var táknrænt hagkerfi (Token economy), sem var þróað til að styrkja á kerfisbundinn hátt atferli þeirra sem dvöldu á geð- deild (Moss & Rick 1981). Fljótlega var farið að nota þessa tækni við meðferð vangefinna en árangur hef- ur reynst mun betri en munnleg fyrir- mæli (Gathescole & Garr, (1980). LÆKNANEMINN ‘-/isss - 36. árg.

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.