Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 20

Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 20
(Benshexól, Artane). Það er ein- staklingsbundið hver vika best. Meður því að geðlyf eins og haló- peridól og perfenazín hamla dópa- mínviðtækjunum þýðir lítið að gefa levodópa, brómócriptín eða amant- adín við lyfjaparkinsonismus. Þareru andkólínergu lyfin þrautarlendingin og er það svo að sjúklingar á slíkum geðlyfjum fá oft eitthvað andkólín- ergt með til að fyrirbyggja aukaverk- anirnar. Nefna má benshexóltöflur eða biperidensprautur. Hvimleiður munnþurrkur er al- gengasta aukaverkun andkólínergra lytja. Þar fyrir utan má nefna þoku- sýn, hægðíttregðu og ruglkennt ástand. Þá geta þau dregið súbklín- íska gláku og þvagteppu fram í dags- Ijósið. Þunglyndi fylgir oft Parkinsons- veiki. Lyf gegn þunglyndi, hin tricý- klísku eru notuö við því (t.d. ami- tryptýlín þ.e. Tryptizol eða Saro- ten). Þjáist sjúklingurinn af auka- verkun andkólínergra lyfja verður aö gæta þess að velja þunglyndislyf sem hefir litla andkólínerga verkan. Það má aldrei gefa MAO-hemil (t. d. isocarboxazidum eða Marplan) með levodópa því þaö getur valdið háþrýstingskrísu. Stereotaktískar skurðaðgerðir tíðk- uðust áður en levodópa kom fram. Fyrst í stað var ráðist á globus palli- dus og hann að mestu eyðilagður. Síðar meir þótti vænlegra til árangurs að eyðileggja nucleus ventralis later- alis thalami. Var þetta ýmist gert með hnífi, alkohólinnsprautun, raf- magnspinnum, hitapinnum eða kæli- pinnum (frostpinnum!). Þessir pinn- ar eru reknir inn í gegnum hauskúp- una og stýrt með sérstakri tækni. Slíkt er mun minni aðgerð en sé hefðbundin heilaskurðtækni notuð. Svona skurðaðgerð öðru megin í heilanum virkar sæmilega á skjálfta og stífni í gagnstæðum líkamshelm- ingi, en illa á hreyfihindrun. Þessar aögerðir eru næsturn úr sögunni. Þær eru aðeins gerðar á fáum stöðum í heiminum og þá á sjúklingum í yngri aldursflokkum sem engin lyf bíta á og eiga fyrst og fremst við skjálfta að stríða.4-9-11 Sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun eru mikils virði. Sem dæmi um iðjuþjálf- un má nefna það að kenna sjúkling- unum að nota skó með Velcrolás í stað reima. Sjúkraþjálfar beita æf- ingum gegn stífni og hreyfihindrun. Einnig er sjúklingum stundum kennt að ganga „úthugsað", t. d. að elta strik á gangstétt eða sparka á undan sér steini. Annars væri þetta efni í heila grein til viöbótar. Gangur og horfur Áður fyrr var lögð áhersla á að byrja snemma á lyfjameðferð. En það sýndi sig að viðtæki fyrir dópamín sljóvguðust af langri meðferð. Sjúkl- ingnum hrakaði því fyrir aldur fram. Séu lyfin ekki notuð verða viðtækin hins vegar allt of næm af aðgerðar- leysinu. Þá þýðir ekkert að byrja levodópameðferð vegna mikilla aukaverkana: Kerfið er orðið ónýtt. Það er því vandrataður meðalveg- urinn. Er kannski best að byrja snemma með smáskammtalækning- um, þannig að einkenni minnki án þess að hverfa alveg? Parkinsonsjúklingum getur snar- versnað sjúkdómurinn ef þeir sýkj- ast, sérstaklega í þvagfærum, eða ef þeir þurfa að gangast undir skurðað- gerð. Batinn getur verið lengi að koma aftur.4 Paralysis agitans er alltaf framsæk- inn (progressiv) sjúkdómur en getur sótt mjög mismunandi hratt fram. Einkenni geta verið bundin við aðra hlið líkamans mánuðum eða árum saman. Dauðsföll eru þrefalt algeng- ari meðal Parkinsonsjúklinga en heilbrigðra jafnaldra þeirra.2 Virkni lyfjanna fer að minnka eftir um 5 ár og þá kemur on-of-effectið. Margir sjúklinganna eiga 10-12 góð ár frá greiningu. Þeir geta lifað 20 ár eða lengur. Gangur Parkinsonismus eftir heilabólgu er jafn breytilegur. Stundum stöðvast famsókn hans meðan einkenni eru bundin við ann- an líkamshelminga. Oftar sækir hann þó hraðar fram en paralysis agitans. Parkinsonismus samfara heila- æðaþrengslum er ellisjúkdómur og horfu.r í samræmi við það. Lyfjapark- insonismus kemur og fer eftir því hvort lyfin eru notuð eða ekki. HEIMILDIR: 1. Harrison’s Principles of Internal Medicine, 1983 2. Davidson’s Principles and Practice of Medicine, 1981. 3. Brain’s Clinical Neurology, 1981. 4. Oxford’s Textbook of Medicine, 1983. 5. Kjartan R. Guðmundsson: A Clini- cal Survey of Parkinsonism in Ice- land, Acta Neurologica Scandina- vica, Supplementum 33, Volume 43. 1967. 6. Barr: The Human Nervous System, an Anatomical Viewpoint, 1979. 7. Muir’s Textbook of Pathology, 1980. 8. Escourolle & Poirier: Manual of Basic Neuropathology, 1978. 9. Brain's Diseases of the Nervous System, 1977. 10. Laurence & Bennet: Clinical Pharmacology. 1980. 1 I. Davis - Christopher: Textbook of Surgery, 1982. Þá var stuðst við Parkinsons’s Disease and the Parkinsonian Syndrome, 1970. Greinin er unnin upp úr seminari í taugasjúkdómafrœði. Sverrir Berg- mann lœknir gaf holl ráð og vil ég þakka honum sérstaklega fyrir það. 18 LÆKNANEMINN ■-*/,«» - 36. árg.

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.