Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 44

Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 44
aðir væru með í strætó. Þetta var bara hluti af ísrael. Við inngang í spítala, skóla, stórar búðir og söfn eru varðmenn og þurfa allir með töskur að opna þær og sýna ofan í. Það vandist eins og annað þegar við loksins vissum hvaðmennirnirvildu. Við vorum oft spurðar um afstöðu okkar til stríðsreksturs ísraela í Líbanon en fólki stóð greinilega ekki á sama um álit Evrópubúa. Eins og gefur að skilja höfðu ísraelsmenn mismunandi skoðanir á þessu og heyrðum við margar útskýringar. Við fórum þó lítið út í pólitískar umræður bæði af því að margir samþykktu flest sem við sögðum og reyndu lítið að andmæla okkur. Einnig gerðum við okkur litla von um að fá 1-2 milljónir manna til að skipta um skoðun. í ísrael búa gyðingar frá flestum heimshornum sem hafa flutt með sér menningu og venjur þess lands sem þeir hafa búið í, jafnvel i 2000 ár. Oft er lítið eftir af gyðinglegu útliti í þessu fólki, aðeins trúin skilur það frá öðrum í landinu. Þetta margbreyti- lega útlit og klæðaburður gerir ísra- elskt götulíf fjölskrúðugt. Minna ber þó á þessu hjá afkomendum fólksins sem er fætt í ísrael. Strangtrúa gyð- ingar setja mikinn svip á landið með klæðaburði og framkomu. Þeir búa flestir í Jerúsalem, margir í ákveðn- um borgarhluta, Mea Shearim. Þar eiga konur að klæðast siðsamlega og hylja hné sín og olnboga, auk þess hár sitt ef þær eru giftar, karlar og konur mega ekki ganga saman á götu þarna. Arabar með dúk á höfði eru margir, sérstaklega í vesturhluta Jerúsalem og á Vesturbakkanum og Gasa svæðinu. Kristnir menn eru líka fjölmennir í Jerúsalem og þar sjást munkar og nunnur frá fjöl- mörgum trúardeildum. Borgir í ísrael eru Ólíkar, Tel Aviv mest vestræn en Jerúsalem heilögust. í Jerúsalem er gamall borgarhluti og skipta gyðingar, arabar, kristnir og armenar honum niður. Þetta er lítið svæði með þröngum götum og sölubúðum meðfram þeim öllum. Þar tíðkast að prútta um verð og voru flestir sölumennirnir of ágengir. Einnig höfðu þeir mikinn áhuga á að geta upp á frá hvaða landi við vorum, þögnuðu þó ef við svöruðum, á ís- land hafði enginn heyrt minnst. Þarna eru líka heilögustu staðir þriggja trúarbragða, Grátmúrinn (vesturveggurinn) í gyðingatrú, Musterisfjall með moskum í Múham- eðstrú, og Via Dolorosa og kirkjan á Golgata fyrir kristna. Mjög gaman er að vera við Grát- múrinn við sólarlag á föstudag þegar hvíldardagurinn hefst. Þá koma margir gyðingar þangað að biðjast fyrir. Við skildum lítið hvað var að gerast þarna. Menn voru í 10-20 manna hópum og virtist hver hafa sína aðferð eftir trúarhita. Flestir fóru þó í gegnum nokkur stig lesturs, hneiginga og söngls og að þessu loknu sungu menn og dönsuðu. Vesturveggurinn myndar eina hliðina á Musterisfjalli og þangað fórum við. Bannað er að fara í skóm inn í moskurnar en það var í lagi því þarna voru dýrindis teppi á gólfum. Fátt annað var í moskunum, utan stór steinn í annarri. Sagan segir að þaðan hafi Muhameð stigið til himna eftir að ganga frá Mekka í þrem skrefum. Allir sem vilja fá að koma við þetta síðasta fótspor spámanns- ins. Þá var meira glysið í kirkjunni á Golgata. Grísk-kaþólskir eiga kirkj- una eins og flestar kirkjur þarna en aðrar trúardeildir eiga sín heilögu horn með altörum. Það leikur greinilega enginn vafi á hvar Jesús var krossfestur, smurður, grafinn o. fl. Allir staðir eru nákvæm- lega merktir, t. d. er lítill silfurdiskur undir einu altarinu en þar mun kross- inn hafa staðið. Sömu sögu er að segja frá flestum stöðum þar sem Jesús á að hafa komið, t. d. Betle- hem, en þar er vendilega merkt hvar hann snerti þessa jörð fyrst. Þegar leið á mánuðinn vorum við orðnar ansi slæptar og þreyttar. Við hlökkuðum til að fara og komast aftur til Kaupmannahafnar til fólks sem hugsaði líkar okkur. Þegar við fórum var leitað vandlega í farangrinum og við vorum spurðar hvort einhver hefði getað sett ofan í töskurnar án okkar vitundar. Við þurftum líka að sanna að við vorum skiptinemar og sverja af okkur allt samneyti við ,,grunsamlega menn“. Við vorum fegnar að fara en sökn- uðum þessa margbreytilega lands jafnframt og erum staðráðnar I að fara aftur. 42 LÆKNANEMINN ' - 36. árg.

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.