Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 7

Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 7
Frá augndeild St. Jósefsspítala, Landakoti Neyðarþjónusta augnsjúklinga á heilsugæslustöðvum Guðmundur Björnsson og Guðmundur Viggósson Fyrri grein: Rautt auga Roði í augnslímhúð er algengt ein- kenni augnsjúkdóma og ekki ósjald- an eitt einkenni kerfissjúkdóma. Orsakir roða í augum eru fjöl- margar. Hvort heldur sem er getur verið um meinlaust augnangur að ræða eða sjúkdóma, sem orsakað geta varanlega sjónskerðingu. Pað er því áríðandi að geta greint hver undirrót roðans er, til þess að beita réttri meðferð. Góð saga auðveldar sjúkdóms- greiningu og kemur lækninum oftast á rétt spor. Ef sjúklingur hefur t. d. umgengist einhvern með roða í aug- um og útferð, bendir það til þess að um smitandi augnslímhúðarbólgu sé að ræða. Kláði í augum ásamt roða leiðir hugann að ofnæmisbólgu. Fyrri roðaköst í auga benda til þess að um áblástur á glæru, bráða litu- bólgu eða bráðaglákukast geti verið að ræða. Sjúkdómar, sem orsaka roða í augnslímhúð, geta ýmist verið í öðru eða báðum augum. Ablástur á glæru er t. d. nær alltaf á öðru auga. Roði í augnslímhúð og önnur einkenni honum samfara Slímhúðarroði. Greint er á milli þrenns konar roða í slímhúð augans: Brúrroða (ciliar roða), yfirborðsroða og staðbundins roða. Mismunandi staðsetning og útlitsmunur gefur til kynna hvaða hluti augans er sýktur og hvort um alvarlegan sjúkdóm er að ræða. Brárroði er mest áberandi kring- um glæru á 2—3 mm breiðu belti út frá glærubrún. Hann er hættumerki oggefur til kynna brúða bólgu íglœru eða framhluta œðahimnu. Bráræð- arnar í háræðanetinu kringum glæru eru útvíkkaðar, fremri brárslagæðar (aa. ciliaris anteriores) næra slímhúð næst glæru, Iithimnu og fellingabaug. Roðinn er með dumbrauðum blæ og ekki eins áberandi og yfirborðsroði og hverfur ekki, þótt þrýst sé á aug- að, þar sem háræðarnar Iiggja djúpt í hvítunni og Iáta því ekki undan þrýstingi. Roðinn hverfur ekki held- ur við adrenalindreypingu (1:1000). Yfirborðsroði er dreifður roði, sem verður við útvíkkun æða, sem næra mestan hluta augnslímhúðar- innar og koma frá augnaloksslagæð- unum. Roðinn er mest áberandi yfir slímhúðinni, sem þekur sjálft augað og augnalokin innanverð en minnkar þegar nær dregur glæru. Æðar drag- ast saman og slímhúð hvítnar við adrenalin dreypingu. Það sama ger- ist, þegar þrýst er á augnalok með fingri. Æðar fyllast blóði strax og þrýstingnum léttir. í heilbrigðri slím- húð, sem þekur augað (conjunctiva bulbaris) eru æðar vart sjáanlegar. Þrátt fyrir það er slímhúðin æðarík, eins og sjá má, þegar hún verður fyrir áreitni. Slímhúð er laust bundin við undirlagið og hleypur hún því oft upp eins og blaðra (chemosis) við ert- ingu. Við svæsna bólgu inni í auga og við glærubólgu getur sést bæði brár- roði og yfirborðsroði samtímis. Er slíkur roði nefndur blandaður roði. Staðbundinn roði í auga er algeng- astur við blæðingu undir slímhúð og afmarkaða hvítuhýðisbólgu (epis- cieritis). Verkur. Hinir ýmsu hlutar augans eru misnæmir fyrir sársauka, og fer það eftir þéttni sársaukaviðtaka. í augnslímhúð cru þeir fáir og kvartar sjúklingur því aðeins um ónot eða sviða við ertingu eða bólgu þar. Aftur á móti er glæra mjög næm fyrir sársauka, enda hefur hún mikilvægu hlutverki að gegna og er útsett fyrir áreiti. Afrifur á glæru og glærusár eru því sársaukafull, þó með þeirri einu undantekningu að við áblástur á glæru (herpes simplex keratitis) og ristil á auga (zoster ophthalmicus) er sársaukaskynið veiklað vegna þess að veiran sest í taugaþræði til augans og skemmir þá. Lita og fellingabaug- ur eru næm fyrir sársauka enda fylgir þungur verkur bráðri litubólgu. Við skyndilega þrýstingshækkun í auga eins og á sér stað við bráðaglákukast getur verkur orðið mjög sár bæði í auga og höfði. Er sársaukinn djúp- stæður og flökurleiki oft honum sam- fara. Ef verkur hverfur við deyfing- ardropa er venjulega um yfirborðssár eða yfirborðsbólgu að ræða. Verkur, LÆKNANEMINN M/« - 36. árg. 5

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.