Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 16

Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 16
Mynd 1. Sjá lesmál. mín minnkar einnig í nucl. accum- bens, neðan á caput nuclei caudati. Sá kjarni virðist lúta að hreyfistjórn og gæti dópamínskortur í honum átt þátt í að valda klínískum einkenn- um.4 t>að hefur líka komið í ljós að gyrus paraolfactorius inniheldur allmikið dópamín sem minnkar í paralysis agitans. Petta er hluti limbíska kerf- isins. Pykir freistandi að tengja þenn- an dópamínskort þeim geðrænu breytingum sem verða á Parkinsons- sjúklingum: Punglyndi og stundum ruglkenndu ástandi (confusio ment- is)4 Loks er að geta þeirra uppgötvun- ar að ensímið glútamsýrudecarboxy- lasi minnkar í subst. nigra hjá Parkin- sonsveikum. Þetta ensím stuðlar að myndun GABA, sem er boðefni brautar frá corpus striatum til subst. nigra (andfætis dópamínergu braut- unum). Einnig fækkar bindistöðum íyrir GABA í síðastnefnda kjarnan- um, líklega vegna þess að þeir eru á frumum sem drepast. Óvíst er um klínísk gildi þess arna. Parkinsonismus eftir heilabólgu var eins og áður drap á fyrst lýst upp úr faraldri encephalitis lethargica sem gekk yfir Evrópu 1916 til 1926. Far- aldurinn byrjaði í Vínarborg. Nú til dags sést slíkt einstöku sinnum eftir héilabólgu af völdum Coxsackie B veiru.1 Auk þess sést oft skemnrd á substantia reticularis í miðheila og pons, ásamt með rýrnun (atrophia) á tegmentum mesencephali.8 Parkinsonismus af arteriosclerotisk- um toga er hugtak sem valdið hefir dálitlum ruglingi. Það er enginn vafi á að Parkinsonlík einkenni koma fram við kölkunarsjúkdóma í heila- æðum og aðrar uppákomur þar. En það er sjaldan um að ræða einangr- aða skemmd í þeim djúpkjörnum sem rætt er um að framan. Og subst. nigra er merkilega lítið hvumpin fyrir hamförum eins og blóðtappa, þvert á móti mjög lífseig. Fremur er hugtak- ið Parkinsonismus arterioscleroticus notað um dreifða skemmd í heilan- um þar sem saman fara Parkinsonlík einkenni. dementia og rýrnun auk pýramídal einkenna. Líkjast þau ein- kenni meira Parkinsonismus eftir eitrun og áverka , sem og „punch- drunk syndrome“ atvinnuboxara. Hitt er svo til, að einangraðar skemmdir í subst. nigra komi til af áverka, berklum eða æxlisvexti, en það er fádæma sjaldgæft.4-9 Parkinsonismus sem aukaverkun af lyfjum skýrist á tvennan hátt út frá brautum og boðefnum sem áður voru nefnd: Lyf sem auka áhrif acetýlkólíns, t.d. fysostigmín, og lyf sem hamla áhrifum dópamíns, t. d. perfenazín og halóperidól valda slík- um Parkinsonismus. Breytingar eru aðallega á efnafræðilegum grunni og meinafræðirit lýsa engum sérstökum skemmdum. Það gæti þó stafað af því að vefjalitunaraðferðir til að sýna fram á að lyfjasameindir sitji á við- tækjum eru engar til. í framtíðinni gæti rafeindasmásjá kannski hjálpað til við að sýna fram á slíkt. Þá er loks þess að geta að Parkin- sonismus getur átt sér ýmsar aðrar skýringar: Má þar nefna heilaæxli sem valda þrýstingi á miðheila, sýfilis í heilahimnum og æðum, kolmónox- íð- og manganeitrun.2 4 Meinafræðilega einkennast eitran- irnar vítt og breitt af frumudauða í globus pallidus og stundum í cere- bellum, en subst. nigra er oft hlíft. Er þetta tiltölulega frábrugðið Mb. Parkinson. 14 LÆKNANEMINN ‘-/,»,3 - 36. árg.

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.