Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 32
þéttni. Hefur einkum gildi við grein-
ingu á ígerð í beini (osteomyelitis),
illkynja æxlum, liðbólgu og slitgigt.
4. Liðspeglun (arthroscopi).
Mjög mikilvæg rannsókn við áverka
og sjúkdóm í hné. Er afar nákvæm
rannsókn og mikilvæg viðbót við
aðrar rannsóknir. Rannsóknin er
venjul. gerð í svæfingu eða deyfingu.
Liðurinn er fylltur með vökva eða
lofti og lýstur upp. Liðurinn er síðan
skoðaður að innan með Iiðspeglin-
um. Þessi rannsókn hentar einkum í
sambandi við krossbandaáverka,
brjóstáverka og liðþófaáverka. Með
aðstoð liðspegilsins er einnig unnt að
gera margar aðgerðir án þess að opna
þurfi liðinn á venjulegan hátt. Þannig
má spara sjúklingi óþægindi og lengri
sjúkrahúsvist.
Fylgikvillar eru mjög sjaldgæfir.
Liðástunga
Fullkomið hreinlæti er nauðsynlegt.
Rannsókn á liðvökva getur gefið
mjög mikilvægar upplýsingar (sjá
töflu I).
Blæðing (haemarthrosis) bendir á
alvarlegan áverka á liðnum. Oftast er
um að ræða áverka á krossbönd, lið-
poka eða liðþófa. Fitublandað blóð
bendir á brot inn í liðinn.
Eftirfarandi próf og athuganir eru
gerðar á liðvökvanum:
a) útlit og gerð liðvökva (Iitur,
grugg, þykkto. fl.)
b) ræktun (alm. sýklaræktun og
berklaræktun ef einkenni benda
til sýkingar.
c) liðvökvi til smásjárskoðunar
d) sykurþéttni í liðvökva, borin
saman við blóðsykurþéttni
e) kristallar í liðvökva, skoðað í
polariseruðu Ijósi
f) frumutalning, deilitalning.
Þetta eru grunnrannsóknir og fleiri
rannsóknir má gera ef ástæða þykir.
Aldur
Aldur skiptir verulegu máli. Gera má
ráð fyrir mismunandi sjúkdómum á
mismunandi aldursskeiðum - sjá
töflull.
30
HEIMILDIR:
1. Outline of Orthopaedics; 8th ed.
John Crawford Adams. Churchill,
Livingstone, London; 1977.
2. Outline of Fractures; 7th ed. John
Crawford Adams. Churchill, Living-
stone, London; 1978.
3. System of Orthopedics and Fract-
ures, 5. ed. A. Graham Apley. Batt-
erworth, London; 1977.
4. Textbook of Disorders and Injuries
of the Musculo-Sceletal System.
Robert B. Salter. The Williams And
Wilkins Co. Baltimore; 1970.
5. Manual of Acute Orthopaedic
Therapeutics. Larry D. Iversen, D.
Kay Clawson. Little, Brown and
Company, Boston; 1977.
6. Fractures in Children. Walter
Blount. Krigger, New York; 1972.
7. Clinical Orthopaedic Examination.
R. Mcrae. Churchill, Livingstone.
Edinburgh; 1976.
8. Skador inom idrotten. Lars Peter-
son, Per Renström. Tidens förlag;
1977.
9. Ortopedisk kirurgi; 3. ed. Göran
Bauer. Studentlitteratur, 1979.
10. Treatment of meniscus lesions in the
knee, a selective approach. Per
Hamberg. Linköping University
Medical Diss., nr. 156; Linköping
1983.
LÆKNANEMINN 1-*/iM,- 36. árg.