Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 40

Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 40
framfarirnar Ieyfðu ekki að hætta að veita tákn. Hugsanlegar ástæður þess verða ræddar nánar hér á eftir. Þegar framfarir stöðnuðu var ákveðið að breyta meðferðinni að undangeng- inni nýrri grunnlínuathugun. Niðurstöður og umræða Eins og áður er greint frá, var vist- maðurinn búinn undir meðferðina með viðtölum og æfingum. Þetta gerði hann eftirvæntingarfullan og jákvæðan gagnvart meðferðinni. Hann tók meðferðinni sem skemmti- legum leik sem hann hafði forréttindi að taka þátt í. í upphafi bar lítillega á mótmælum, þar eð hann var ósáttur við að þurfa að borga tákn fyrir heimferð. Þegar móðir hans hringdi stuttu seinna og spurði hvort hann hefði „efni“ á að koma í heimsókn, sætti hann sig við „leikreglurnar". Grunnlínuathugun á borðsiðum sýndi að meðaltal óæskilegra atriða var 42,5%. Fyrsta dag meðferðar- innar var strax hægt að sjá borðsiði færast í betra horf og á fimmta degi uppfyllti vistmaðurinn í fyrsta sinn kröfur sem gerðar voru til allra 11 atriðanna. Þetta rennir stoðum undir að ekki hafi verið um kennslu eða þjálfun nýrrar hæfni að ræða, heldur að vistmaðurinn hafi getað borðað eðlilega en látið eigin geðþótta ráða eins og áður er vikið að. Á mynd 1 má sjá að frammistaðan var fremur jöfn meðan á meðferð stóð og því næst óaðfinnanleg, en meðaltal óæskilegra borðsiða var 2,8% í þess- um hluta. Punktalínan nær yfir sum- arfrí vistmanns. Grunnlína sem tekin var eftir að meðferð lauk, sýnir að hegðun hafði versnað nokkuð (x - 10%) en var ekki eins slæm og í fyrri grunnlínu. Samt er hægt að draga þá ályktun að breyting atferlis á B stigi sé fyrir tilstyrk meðferðarinnar. Þess má geta, að grunnlína sem tekin var tæpum fjórum mánuðum seinna, leiddi frekari hrörnun í ljós, en meðaltal óæskilegra atriða var þá komið upp í 20%. Hér er komið inn á vandamál sem varðar hvernig halda má árangri við sem næst í meðferð og áréttar notkun ABAB sniðs en þá lýkur rannsókn á meðferð. Grunnlínuathugun klæðaburðar sýndi að meðaltal óæskilegra atriða var 47%, meðaltalið meðan á með- ferð stóð var 14% og 28% eftir að henni lauk. Framistaða í meðferð klæðaburðar var aðeins slakari en í ljós kom í meðferð á borðsiðum. Hafa ber í huga, að hlutfallareikningi var beitt og vegur því hvert atriði klæðaburðar 14%. Hvað borðsiði varðar vegur hvert atriði 9%. I fyrra tilvikinu var dreifð meiri á meðan meðferð stóð en í hinu síðarnefnda. Nokkrir þættir umhverfisins urðu til að draga úr áhrifum meðferðar eftir fyrstu vikurnar. í upphafi lagði vistmaðurinn sig fram um að vera vel til fara og var þá lítið athugavert við klæðaburð hans, en síðan fór að bera á kæruleysi. Nærtæk skýring var, að táknin hefðu misst gildi sitt því hann fengi of mörg í hlutfalli við verðlag. Hann gat þannig fengið þá stuðn- ingsstyrki sem hann vildi í skiptum fyrir táknin, án þess að þurfa að Ieggja mikið af mörkum. Þar sem framfarir urðu bæði skjótar og miklar í upphafi meðferðar, tókst honum á tiltölulega skömmum tíma að vinna sér inn og sanka að sér mörgum tákn- um, áður en brugðið var við og dreg- ið úr greiðslum og verðlag hækkað. Skömmu eftir að meðferð á klæða- burði hófst og borðsiðum lauk urðu breytingar á starfsliði vegna sumar- leyfa. Ekki er ólíklegt að það hafi átt þátt í að raska meðferð þótt reynt hefði verið eftir föngum að setja nýtt starfsfólk inn í framkvæmd meðferð- arinnar. Meðferð raskaðist þegar starfsfólk leyfði vistmanni að fá alla stuðningsstyrki sem hann vildi, án þess að eiga nægilegan fjölda tákna. í staðinn var það sem upp á vantaði skrifað sem skuld hjá honum. Þegar átti að stöðva þetta hafði vistmaður fengið lánuð fleiri tákn en hann hefði getað unnið sér inn á einni viku. Við þetta misstu táknin áhrifamátt sinn og urðu ekki lengur sú hvatning sem til stóð og afleiðingarnar létu ekki á sér standa eins g sjá má á línuritinu. I meðferð sem þessari er mikilvægt að viðkomandi verði sér ekki úti um stuðningsstyrki án þess að borga fyrir þá. Ýmislegt benti til að geðslag vist- manns og þeir þættir í fari hans sem leitast var við að bæta í meðferðinni fylgdust að. Starfsfólki á deildinni sem hann dvaldi á og á næstu deild varð tíðrætt um að skap hans hefði breyst til hins betra. Engar athuganir voru gerðar á skaphöfn vistmanns þótt vissulega hefði vrið fróðlegt að gera slíka athugun samhliða hinum þáttunum. Breyting á skapi eftir að meðferð hófst kemur ekki á óvart, því þá fékk vistmaðurinn meiri athygli en áður og hún beindist að hinu jákvæða í fari hans. Áður en meðferð hófst fékk vistmaður athygli út á hið neikvæða í fari sínu svo sent athugasemdir og eftirrekstur og Ieiddi slíkt oftast til neikvæðra við- bragða hjá vistmanni. Vistmaðurinn varð á meðan meðferð stóð fúsari til samvinnu við annað vistfólk. Þetta kom t.d fram í því að hann sinnti eldhússtörfum með öðrum, en fram að þessu hafði hann þvertekið fyrir slíkt. Endurtekning á grunnlínu hefði þannig ekki verið gerð undir sömu kringumstæðum og áður og skýrir það hvers vegna AB sniði var beitt (sbr. mynd 3). Þessa rannsókn hefði mátt betr- umbæta á ýmsan hátt s.s með því að ganga úr skugga um áreiðanleika at- hugana, en það er gert með því að bera saman athuganir tveggja ein- staklinga á sama atburðinum í nokk- ur skipti. 38 LÆKNANEMINN 1-*/,983 - 36. árg.

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.