Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 34
Evrópskar rannsóknir höfðu áður
beinst að sauðfjármaurtegund einni
er nefnist Ixodes ricinus.
Ef áfram skal haldið með sögu
þeirra 51 Lyme íbúa sem mynduðu
rannsóknarhópinn, mundi einn
þeirra eftir því að hafa verið bitinn af
skordýri skömmu áður en útbrot
komu fram, en þó svo að 25% hóps-
ins hefðu fengið útbrot og Iiðbólgur
var enn ekki sannað að um tengsl
væri að ræða þar á milli.
— Næsta stóra framsóknin í rann-
sóknum á Lyme sjúkdóm var 1977,
og enn voru Steere og félagar þar að
verki.
Rannsókn þeirra félaga fólst í því
að skoðaðir voru allir þeir einstakl-
ingar sem náðist í og höfðu sögu um
ECM-húðútbrot og liðbólgur. í því
tilefni var komið á fót eftirlitskerfi
með þátttöku heimilislækna á Lyme
svæðinu, til að ná til sem flestra með
þessi ákveðnu einkenni. Til að
minnka hlutdrægni í mati einkenna,
þá skoðaði einungis einn læknir alla
sjúklingana.
Eftirfarandi rannsóknir voru gerð-
ar:
1) Blóðstatus, sem reyndist vera
eðlilegur.
2) Sökk-mælingar, sem sýndu fram
á lágt gildi.
3) Gigtarpróf, sem reyndust nei-
kvæð.
4) Athugun á serum sjúklinga,
m. t. t. vírusa, mycoplasma og
bacteria sem þekktar voru að því
að geta valdið liðbólgum. Niður-
stöður reyndust vera neikvæðar.
5) Biopsiur úr liðhimnum og húð-
lesionum reyndust eðlilegar.
6) Liðvökvi sýndi hækkun á hvítum
blóðkornum.
Niðurstöður leiddu í Ijós, að af 32
sjúklingum, sem skoðaðir voru,
höfðu 5 sjúklingar einungis húðles-
ionir, 8 einungis liðbólgur, en 19
bæði húð- og liðbólgueinkenni. 4
sjúklinganna höfðu einnig miðtauga-
kerfiseinkenni, og 2 höfðu einkenni
frá hjarta, en þessum einkennum
verður lýst síðar. I þessari rannsókn
fundu Steere og félagar einnig
hækkun á immune-complexum í
blóði sjúklinga, á sama tíma og húð-
útbrot komu fram.
Ef orsakavaldur sjúkdómsins var
maur, hvaða maur þá? Ixodes-ættin
hafði verið tengd þessum ECM-út-
brotum í Svíþjóð á fyrri hluta aldar-
innar.
Árið 1978 var safnað saman upp-
lýsingum hvaðanæva að í U.S.A. um
tilfelli sem líktust ECM-útbrotum,
og þessi tilfelli borin saman við land-
fræðilega dreifingu á Ixodes ættinni.
Dreifing tilfella kom best heim og
saman við dreifingu á þremur skyld-
um Ixodes-maurum: Ixodes damm-
ini, I. scapularis og I. pacificus.
Dreifing tilfella var einkum bund-
in við 3 svæði:
1) Norðausturströnd Bandaríkj-
anna, sérstaklega Connecticut-
fylki.
2) Miðvesturríkin, sérstaklega Wis-
consin.
3) Norðurhluta Kaliforniu-fylkis og
Oregon.
Árið 1979 var stigið stórt skref í
etiologiskri leit sjúkdómsins, þegar
nokkrum sjúklingum tókst að hand-
sama maur á líkama sínum, þar sem
seinna komu fram ECM-húðútbrot.
I öllum þessum tilfellum reyndist um
Ixodes dammini að ræða. Fóru menn
n ú að velta fyrir sér hvað það væri við
þennan maur sem ylli einkennum, ef
maurinn var á annað borð sökudólg-
urinn. Tvennt kom til greina:
1) Framandi mótefnisvaka svörun.
2) Sýkingarmiðill.
Maður nokkur að nafni Willy
Burgdorfer hafði staðið fyrir allsér-
stakri tilraun á miðjum 6. áratugnum
í Evrópu, þar sem ECM-útbrotum
var smitað frá manni til manns.
Gerðist það með því að extracti úr
húðlesionum var sprautað í húð heil-
brigðs manns og komu þá fram svip-
uð útbrot. Hr. Burgdorfer var nú
kallaður vestur um haf til starfa með
Steere og félögum.
Læknar höfðu greint frá því að
Penicillin og Tetracyclin hefðu slegið
á einkenni Lyme-sjúkdómsins. 1980
gáfu Steere og félagar 113 sjúkling-
um með ECM-útbrot áðurnefnd lyf
og kom í Ijós að tími húðútbrota og
liðbólgna styttist verulega miðað við
control-hóp. Studdi þetta eindregið
að bakteria væri orsakavaldur þessa
sjúkdóms.
1982 var loks stigið fullnaðarskref
í því að sanna etiologiu sjúkdómsins
þegar Steere, Burgdorfer og sam-
starfsfólk fundu Spirochetur í 20-
60% af rannsökuðum Ixodes damm-
ini maurum. Sýnt var fram á, með
immunofluorescence-aðferð að
sjúklingar með ECM-húðútbrot
höfðu mótefni gegn þessum spiroc-
hetum. Þetta benti mjög sterklega til
að Lyme-sjúkdómi væri valdið af I.
dammini spirochetum, en til þess að
hefja þau orsakatengsl yfir allan vafa,
þurfti að fullnægja kröfum Koch’s
sem eru eftirfarandi:
1) Að finna sýkil í sjúklingi.
2) Að rækta sýkil.
3) Að sýkja aftur og fá fram sams-
konar einkenni og áður.
4) Að rækta aftur úr sjúklingi.
1982 tókst að rækta I. dammini
spirochetuna úr 5 sjúklingum með
Lyme-sjúkdóm, 3 tilfelli ræktuðust
úr blóði, 1 úr húðlesion og 1 úr
mænuvökva. Hér hafði tekist að
uppfylla 1. og 2. kröfu Koch’s.
Síðan var I. dammini maurinn Iát-
inn bíta kanínur og viti menn, kanín-
urnar fengu ECM-húðútbrot eftir
bitin. Hér hafði 3. krafa Koch’s
óbeint verið sönnuð, en ekki þótti
hættandi á að nota menn sem til-
32
LÆKNANEMINN - 36. árg.