Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 22
Fig. 2. An esophagogram with barium swallow, the patient is lying on his back.
var eins og mynd 1 sýnir: a) Stór
fyrirferðaraukning hægra megin í
brjóstholi, útgengin frá hjartaskugga.
Samkvæmt hliðarmynd lá hún aftur á
við. b) Afhólfað Ioftrúm sem svaraði
til mediastinum og náði alveg upp á
háls. Maðurinn var of veikur til að
reisa hann upp svo að hugsanlegt
vökvaborð mætti sjást.
Við innlögn var manninum gefið
súrefni í nös. Blóðgös voru ekki
mæld fyrr en eftir það, en sýndu þá
gott súrefnisástand í blóði.
Á þessu stigi voru eftirtaldar
vinnugreiningar hugsanlegar:
a) Asthma, þó vantaði alveg rhon-
chi, lungnaflaut og lengda útöndun.
b) Aspiratio eða corpus alienum í
öndunarvegum, sbr. sögu um kjöt-
bita sem festist og hugsanlega
achalasia oesophagi.
c) Decompensatio cordis passaði
illa því að ekkert óeðlilegt heyrðist í
lungum og blóðgös voru eðlileg.
d) Tumor mediastini lá nokkuð
ljós fyrir, einhvers konar.
e) Loft í mediastinum, sbr. afhólf-
að loftrúm á röntgenmynd. En alger-
lega vantaði þó brak undir húð á
hálsi til að staðfesta þessa greiningu.
f) Achalasia oesophagi, sem þekkt
er að því að valda aspiratio.
g) Afhólfaða loftrúmið á mynd 1
gat verið vélindað. En það er fádæma
sjaldgæft að loft í vélinda valdi mæði
vegna þrýstings á barkann.
Þegar maðurinn hafði Iegið fyrir
með súrefni í nös nokkra hríð skán-
aði honum. Þá minnkaði fyrirferðar-
aukningin á hálsi. Hann hafðist
sæmilega við til morguns.
Nánari heilsufarssaga
Daginn eftir var líðan mannsins
betri. í>á var farið að grufla í hans
fyrra heilsufari. í ljós kom að hér var
um langa sögu að ræða, eitthvað á
þessa leið:
Um miðjan fimmta áratuginn fór
maðúrinn að verða var viö að matur
gekk ekki nógu greiðlega niður vél-
indað. Þetta var vægt í fyrstu en
ágerðist með árunum. Ekki átti hann
beinlínis erfitt með að kyngja,
a. m. k. ekki fyrstu bitunum. En eftir
að hafa kyngt fann hann þyngsla- eða
þensiutilfinningu fyrir brjósti. Matur
gúlpaðist ekki upp úr honum, en oft
þurfti hann að standa upp frá máltíð.
Hafði hann við þessu ýmis ráð, s. s.
að ganga um gólf, gleypa loft eða
vökva.
Upp úr 1950 var vélindað í honum
víkkað út á þeirri forsendu að hér
væri um achalasia oesophagi að
ræða. Árangur af því varð ekki var-
anlegur. Leið þó og beið og um miðj-
an áttunda áratuginn fara þessi ein-
kenni að há honum verulega. 1976
leggst hann svo inn á Landspítalann.
Sem fyrr greinist hann með achalasia
oesophagi. Síðan gengst hann undir
skurðaðgerð þá, sem kennd er við
Heller. Byggist hún á myotomiu í
þeim hluta vélindans sem er of
þröngur. Vöðvinn er klofinn uppeft-
ir þeim hluta endilöngum og einnig
vel upp og niður fyrir hann. Þetta er
gert í gegn um vinstri thoracotomíu
og er mikil aðgerð. En honum heils-
aðist vel og útskrifaðist 20 dögum
eftir aðgerð.
Af þessu hafði maðurinn góðan
bata í fjögur ár. Hann ,,datt út úr
eftirliti" og var ekkert fylgst með
honum.
Um 1980 fór að bera á sömu ein-
20
LÆKNANEMINN “/■».- 36. árg.