Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 39

Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 39
Línuritið sýnir hlutfall atriða við eldhússtörf sem var ábótavant. Hver punktur sýnir frammistöðu þann dag vikunnar sem vist- maður átti að sinna eldhússtörfum. einkum þegar um skörun er að ræða, en í þessari rannsókn var ekki þörf á slíku þar eð áhrif meðferðar orkuðu varla tvímælis eins og sést á mynd 1.1 þriðja lagi er hægt að vinna kerfis- bundið að því að mæla þá þætti sem valda óstöðugleika. Slíkt krefst þó venjulega meiri tíma en gefst í hag- nýtu starfi. Hins vegar geta óform- legar athuganir gefið vísbendingu um þætti í umhverfinu sem valda ójafn- vægi og hafa áhrif á atferlið, en á þann hátt fást upplýsingar sem nota má í meðferðinni. Hér að ofan hefur verið greint frá fyrstu tveimur hlutum rannsóknar- sniðsins, en eins og sjá má á myndum 1 og 2 skiptist rannsóknin í þrjá hluta. Þetta er svokallaða ABA snið og er dæmi um eitt af mörgum ein- staklingsrannsóknarsniðum. A mynd 3 er um AB sniö að ræða. Petta er rannsóknarsnið er nokkrum tak- mörkunum háð (Hersen & Barlow 1976); þá liggja t.a.m. ekki upplýs- ingar fyrir um hvernig atferlið hefði þróast ef engin meðferð hefði komið til sögu. Líkur geta verið á að breyt- ingar í B hluta hefðu orðið hvort sem meðferð hefði verið beitt eða ekki. Breytingar geta og verið til komnar vegna fylgni við einhvern tilviljunar- kenndan atburð. í Ijósi þessa er erfitt að staðhæfa nokkuð um stýriáhrif frumbreytunnar (independent vari- able). ABA mynstrið kemur til móts við þessa annmarka með því að end- urtaka grunnlínu að meðferð lok- inni. Helsti kosturþessa rannsóknar- sniðs er sá að hægt er að draga þá ályktun að meðferðin hafi leitt til bata ef afturför á sér stað á seinna grunnlínustigi. Þó að ABA snið hafi aðferðar- fræðilega marga kosti er á því ann- marki frá klínísku sjónarmiði að það endar á grunnlínu (A) og gefur skjól- stæðingnum ekki kost á að njóta meðferðarinnar til fullnustu. ABAB s'nið kemur hins vegar til móts við þessa gagnrýni þar sem það endar á meðferð (sjá Hersen & Barlow 1976; Kazdin 1978). Barlow & Hersen (1973) leggja áherslu á að hafa öll stig rannsóknar sem jöfnust að lengd svo auðveldara sé að ganga úr skugga um áhrif með- ferðar. Kazdin (1978) bendir hins vegar á að ekki sé auðvelt að ákveða fyrirfram hve löng hin ýmsu stig eigi að vera. Ástæðan er sú, að nauðsyn- Iegt er að skoða niðurstöður athug- anna og ákveða í ljósi þeirra hvort upplýsingarnar séu næganlegar til að spá fyrír um framistöðu í þeim hluta sem á eftir fylgir. Á myndum 1 og 2 sést að B stig er tiltölulega langt. Ástæðan er sú að meðferð byggðist upp á því að gera síauknar kröfur til vistmanns og draga síðan smám saman úr fjölda þeirra tákna sem hann fékk fyrir að framkvæma ýmis æskileg atriði. Varðandi borðsiði, var meðferð ekki hætt fyrr en vistmaðurinn var farinn að borða óaðfinnanlega án þess að fá tákn fyrir. Pessu var á annan veg farið varðandi klæðaburð, þar sem LÆKNANEMINN - 36. árg. 37

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.