Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 12
af varúö. Antiliistamin lyf til inntöku
eru stundum notuð, ef einkenni eru
mikil og svara illa augnlyfjum.
Ruutt auga af öðrum orsökum.
Hér verður lauslega minnst á roða í
augum, sem orsakast af bólgu í
augnalokum.
Hvarmabólga (blepharitis) er al-
gengasta orsök þrútinna hvarma og
rauðra augna. Bráð hvarmabólga,
sem orsakast af staphylococcum
(blepharitis ulcerosa), er læknuð með
staðbundnum sýklalyfjum. Hægfara,
Iangvarandi hvarmabólgu (blep-
haritis squamosa, seborroica) er ekki
hægt að lækna, en með réttri með-
ferð unnt að halda niðri þannig að
einkenni verða lítil. Þessi kvilli er
algengur, einkum hjá fólki sem hefur
lítið litarefni í húð. Hún versnar við
alla ertingu svo sem reyk og ryk í
lofti. Aðalatriði meðferðar er að
hreinsa augnalok vel. Auðvelt er að
ná burt hreisturmyndun, sem sest á
augnahárin, með baðmullarpinna,
vættum feitri olíu. Reynslan hefur
sýnt að sýklalyf eru gagnslaus, en all-
góður árangur hefur fengist með
Ungv. zinci ichtammoli a.m. Cusi.
Smyrslið er borið á hvarmana við
augnhárarótina og síðan þurrkað af.
Er þetta gert daglega í 2—3 vikur.
Síðan er oft nægjanlegt að nota það
einu sinni í viku, en stöðugt þarf að
halda augnhvörmum hreinum. Var-
ast skal að nota steralyf í augu þess-
ara sjúklinga. Að vísu er líðanin
betri, en langvarandi steranotkun í
auga getur verið hættuleg fyrir þá,
sem hafa tilhneigingu til gláku.
Vogris (hordeolum externun) og
bólga í trefjaleppskirtlum (Mei-
bomianitis) valda staðbundnum roða
í augum.
Hvítuhýðisbólga (episcleritis) er
oftast samfara gigtarsjúkdómum.
Bólgan er staðbundin og roði yfir
bólguíferðinni, sem er aum viðkomu.
Onot í augum og tárarennsli eru
algeng einkenni. Endurtekin köst
eru algeng og færist bólgan oft úr
stað. Án meðferðar getur bólgan
staðið vikum saman, en hjaðnar fljótt
við sterameðferð. Langvarandi ert-
ing í augnslímhúð veldur roða og
bólgu. Orsakir eru fjölmargar, s. s.
reykur, ryk, kuldi, mikil notkun
ýmissa augndropa, minnkuð tára-
framleiðsla hjá gömlu fólki. Aðal-
atriðið er að uppræta orsök. Gervitár
(oculoguttae viscosae) bætir oft
líðan. Sumir ráðleggja oculoguttae
resorcinoli.
Staðbundin blœðing undir slímhúð
getur komið að því er virðist án
nokkurra orsaka, á hvaða aldri sem
er í vöku eða svefni. Smá æð brestur
og blóðið dreifist undir slímhúðina,
sem er laust bundin yfir augnhvít-
unni. Engin meðferð, og blæðingin
hverfur á 2—3 vikum.
Augnroði samfara
kerfissjúkdómum
Áður hefur verið minnst á bólgu í
æðahimnu og hvítuhýsðisbólgu við
liðagigt hjá ungu fólki og við spondy-
litis ankylopoetica.
Við Reiter’s sjúkdóm er oft slím-
húðarbólga í augum og litubólga
samfara urethritis og liðagigt.
Sjúklingar með keratitis sicca eru
oft með rauð augu vegna slímhúðar-
bólgu, sem fylgir í kjölfar þess að
táraflæði minnkar.
Við útstæðni augna samfara
skjaldvakaeitrun kemur oft roði í
slímhúð.
10
LÆKNANEMINN ‘-4/ise3 - 36. árg.