Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 37

Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 37
Línuritið sýnir hlutfall þeirra borðsiðaatriða sem var ábótavant. Hver punktur sýnir meðaltal 5 daga. AÐFERÐ Einstaklingurinn og umhverfi hans Sá sem rannsóknin og meðferðin beindist að, er 33 ára karlmaðursem dvelur á deild fyrir vangefna. Þar búa níu einstaklingar sem eru nokkuð vel sjálfbjarga við flestar athafnir dag- legs lífs (A.D.L) og lausir við meiri háttar atferlisvandkvæði. Pótt við- komandi vistmaður hafi að mestu verið fær um að framkvæma þau mörgu atriði sem felast í atferlisþátt- um eða athöfnum daglegs lífs, svo sem borðsiöum, persónulegri hirðu og heimilisstörfum, lét hann eigin geðþótta ráða hvort og hvernig hann sinnti því sem til var ætlast. Viðbrögð hans við athugasemdum starfsfólks voru venjulega að hann reifst og skammaðist heiftarlega eða þóttist ekki heyra þótt á hann væri yrt. Markmið meðferðarinnar var að vistmaðurinn framkvæmdi hinar ýmsu athafnir daglegs lífs á óæskileg- an hátt, en hver atferlisþáttur var brotinn niður í skilgreind atriði. Borðsiðir tóku til 11 atriða t.d.: a) þvær sér um hendur fyrir mat; b) kemur að borða innan 5 mín. frá því að kallað er í mat; c) notar hníf til að skera kjöt eða fisk; d) sullar ekki út fyrir diskinn o.s.frv. Markmiðið hafði bæði gildi fyrir vistmanninn við þær aðstæður sem hann bjó og var skref í þeirri viðleitni að gera hann sjálfstæðari og hæfari til búsetu við aðstæður þar sem minni aðstoð, að- hald og vernd eru veitt. Meðferð Atferlismeðferð var notuð í þessari rannsókn, nánar tiltekið tákna-hag- kerfi. Hún byggir á því að umbuna viðkomandi í kjölfar æskilegs atferlis með táknum (gjarnan táknum sem líkjast peningum). Þessi tákn má síð- án nota í skiptum fyrir eitthvað eftir- LÆKNANEMINN '-4/1M3 - 36. árg. sóknarvert. Hið síðarnefnda kallast stuðningsstyrkir (back-up reinforc- er) og voru í þessari meðferð m.a heimferðir, bíóferðir, kaffi milli mál- tíða, peningar, símhringingar og upplestur úr dagblöðum. Kostir þess að nota tákn eru m.a., að auðvelt er að gefa þau strax og viðkomandi hef- ur hegðað sér vel, þau trufla ekki máltíð, vinnu, leiki eða aðrar athafn- ir hans eins og sælgæti og sígarettur gera. Ahrifamáttur táknanna er óháður ástandi einstaklingsins, s.s. hvort hann er saddur eða svangur. Einnig gefa táknin einstaklingnum möguleika á að skipta gjaldmiðlinum fyrir það sem honum finnst eftir- sóknarverðast í það skiptið. Nokkrum dögum áður en með- ferðin hófst var vistmaðurinn undir- búinn með viðtölum, þar sem honum var gerð grein fyrir í hverju meðferð- in yrði fólgin. Athygli hans var og vakin á því sem hann gæti keypt sér fyrir táknin. Táknin urðu því skilyrði þess að hann fengi ýmislegt sem fram að þessu hafði verið án skilyrða. Hverju viðtali lauk með æfingum þar sem vistmaðurinn fékk sjálfur að reyna það sem rætt hafði verið, en á þennan hátt var líka hægt að ganga úr skugga um að hann hefði öðlast skilning á því sem talað var um. í fyrstu beindist meðferðin aðeins að einum þætti í fari vistmannsins, en eftir að starfsfólk var orðið öruggara í framkvæmd meðferðarinnar var fleiri þáttum bætt við. Þannig voru borðsiðir teknir fyrir fyrst. Þegar þeir voru komnir í gott horf beindist með- ferðin að klæðaburði hans, seinna voru eldhússtörf, þrif og umgengni í herbergi og á baði tekin fyrir. (Ekki verður fjallað um þennan síðast- nefnda þátt hér þar sem meðferð var rétt á byrjunarstigi þegar þetta var skrifað). Forathugun var gerð á atferlisþátt- unum til þess að kanna hve mikið þeim var ábótavant. í ljós kom aö varðandi borðsiðina voru það 11 atriði og aðra þætti voru það 7, 17 og 16 atriði. í meðferðinni var gengið út frá 35

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.