Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 31

Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 31
TAFLA II: SJÚKDÓMUR ALDUR KARLAR KONUR 0-12 ára Meniskus lat. Meniskus lat. discoides. discoides. Genu valgum. Genu valgum. 12-18 ára Osteochondritis. Luxatio patellae Dissicans. recurrens. Mb. osgood-schlatter. Mb. osgood-schlatter. 18-30 ára Liðþófaáverkar. Liðbandaáverkar. Liðbandaáverkar. Liðþófaáverkar. Chondromalacia patellae. Lux. patellae recurrens. Iktsýki. Iktsýki. 40-55 ára Hrörnunarbreytingar Hrörnunarbreytingar í liðþófum. í liðþófum. eldri en 55 ára Slitgigt. Slitgigt. inn eöa báðir hlutar. Sé hnéð óstöð- ugt innanvert í fullri réttingu eru bæði innra hliðarband og fremra krossband rifin. b) Lateral óstöðugleiki. Þetta er merki um áverka á ytra hliðarband. Sé hnéð óstöðugt utanvert (lat.) í vægri beygju (20-30°) er ytra hlið- arband rifið. Sé hnéð óstöðugt í fullri réttingu er fremra krossband einnig rifið. Krossböndin hindra að sköflung- urinn hreyfist fram eða aftur á miðað við lærlegginn. Geti hins vegar sköfl- ungur hreyfst á slíkan hátt er talað um fremri eða aftari skúffuhreyf- ingu. Fremri skúffuhreyfing er þegar sköflungur gengur fram og aftari skúffuhreyfing er ef sköflungur gengur aftur miðað við lærlegginn. Skúffuhreyfingin er prófuð annars vegar með hnéð í 10—20° beygju (Lachmans próf) og hins vegar í 90° beygju. Skúffuhreyfingin er prófuð með fótlegginn í innsnúningi og út- snúningi og miðlægri stöðu. c) Fremri skúffuhreyfing. Merki um áverka á fremra krossband. Fremri skúffuhreyfingu er hægt að prófa með hnéð í 90° beygju. Lachmans próf þá er fremri skúffuhreyfing prófuð í 10-20° beygju. Jákvætt Lachmans próf er merki um áverka á fremra kross- band. Það er talið nokkuð næmara próf en stöðugleikaprófunin við 90° beygju. d) Aftari skúffuhreyfing. Merki um áverka á aftara krossband. Stundum sést aftari skúffa best með því að bera saman tuberositas tibiae séð frá hlið. 4. Hreyfiferill Eðlilegur hreyfiferill hnés er 0-140°. Snúningshreyfing vex með vaxandi beygju og er mest við ca. 60° beygju. a) Yfirrétting (hyperextension). Yfirrétting meiri en örfáar gráður er óft merki um slit á aftara krossbandi. LÆKNANEMINN - 36. árg. b) Réttihindrun (extensions defekt). Oft kallað ,,læsing“. Yfirleitt merki um liðþófaáverka eða liðmús. 5. Snúningspróf a) McMurray próf. Sjúklingur er liggjandi á baki, fæti snúið inn á við eða út á við um leið og hnéð er rétt. Jákvætt próf, með verk og smell yfir ytra eða innra liðbil er einkenni um liðþófaáverka. b) Apley’s próf. Sjúklingur er liggj- andi á grúfu og hné beygt í 90°. Fæti snúið inn á við eða út á við og þrýst niður á við um leið. Jákvætt próf með verk eða smell yfir ytra eða innra liðbili er merki um liðþófaáverka. Aðrar rannsóknir 1. Röntgen. Er fyrst og fremst til að greina brot. Til fullkominnar röntgenrann- sóknar þarf myndir framanfrá, frá hlið, skámyndir og mynd af hnéskel. Oft er nauðsynlegt að mynda mjaðmarliðinn sé grunur um að ein- kennin eigi upptök sín þar. 2. Röntgenrannsókn með skugga- efni (arthography). Hnéliðurinn er fylltur af vatnsleysanlegu skuggaefni. Röntgenmyndir eru síðan teknar í mismunandi stefnum. Þessi rann- sókn hefur fyrst og fremst gildi í sam- bandi við greiningu á liðþófaáverk- um en má einnig nota til greiningar á krossbandaáverkum og Baker cystu. Aðferðin er fremur ónákvæm og er mun lakari greiningaraðferð en lið- speglun og hefur nú lítið gildi við greiningu á bráðum hnéáverkum. 3. Skann (scintigraphy). Venjulega er notað technetium 99, gefið í æð. Efnið er geislavirkt og sest í svæði með aukinni blóðrás. Upp- taka efnisins er numin af sérstöku tæki þar sem greind er mismunandi 29

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.