Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 23

Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 23
Fig. 3. The esophagus after having been dissected out. The tumour is to the right. kennum og fyrr höföu hrjáð hann. Var það vægt í fyrstu en jókst smám saman. Hann viöhafði sömu ráð og áður til að koma matnum niður. Stundum fékk hann mæöisköst þessu samfara, en þó aldrei líkt kasti því sem leiddi til innlagnarinnará hjarta- deild. Annað í heilsufarssögu kemur málinu lítið við. Ellisykursýki grein- ist 1982 og var meðhöndluð með Diabinese. Að öðru leyti hraustur. Rannsóknir Snúum okkur aftur að innlögn á hjartadeild 1983. Daginn eftir var maðurinn rannsakaður m. t. t. þessa stóra túmors sem sást hægra megin við hjartað og afhólíaða loftrúmsins. Fengin var tölvusneiöing af thorax. Hún sýndi sama loftrúmið og sést hafði á yfirlitsmynd og kom nú greinilega franr að það var aftan við barkann. Neðan til gekk svo meðal- þykkt æxli til hægri og aftur frá loft- rúminu. Sterkur grunur lék á að hér væri um þanið vélinda að ræða. Pví var tekin röntgenmynd af vélindanu með skuggaefni (mynd 2). Sýndi hún. svo ekki varð um villst, að maðurinn kyngdi skuggaefninu beint niður í „loftrúmið", þ. e. vélindað. Skugga- efnið safnaðist svo í fyrirferðaraukn- inguna. Nú lá Ijóst fyrir að hér hafði verið um þanið vélinda að ræða sem þrýsti á barkann og olli andnauð. Eftir var að skýra fyrirferðina í hægra thorax- helmingi. Helst datt mönnum í hug að það væri maginn sem hefði dregist upp fyrir þind. Svo reyndist þó ekki vera. Eftir 35 klukkutíma hafði nægilegt skuggaefni „lekið niður fyrir þind" til að sjá mátti með vissu að maginn sat á sínum stað. Það er margfalt lengri tími en venjulega tekur vökva að fara úr vélinda niður í maga. LÆKNANEMINN - 36. árg. Þetta hlaut því að vera æxli í vél- inda. Af myndinni var ekki gott að dæma hvað væri æxli og hvað groms, vökvi og skuggaefni. Því var speglað ofan í vélindað með sveigjanlegu fíberskópi. Þá kom í Ijós æxli, 35 cm frá efra tanngarði. Vélindað var afar vítt. Tekið var sýni og sent meinfróð- um. Greiningin var því: a) Achalasia oesophagi, b) Carcinoma adenocysticunr, skv. PAD svari. Almennar rannsóknir voru eðli- legar og sykursýkinni vel í horfinu haldið. Meðferð Maðurinn var nú fluttur á brjósthols- skurðdeild því að við þessu þurfti að gera aðgerð. Sterkar líkur voru á að hægt væri að Iækna sjúkdóminn, því engin merki um eitlastækkanir eða annað útsæði var að sjá. Reyndar var ekki gerð mediastinoscopia, því að það hefði verið óþarfa álag fyrir sjúkling sem þurfti í brjóstholsaðgerð hvort eð var (í öllu falli pallíatíft). Maðurinn var búinn vel undir að- gerðina. Hann fastaði í nokkra daga og nærðist gegn um æð. Úr vélindanu var skolað og sogað með sondu. sem hann síðan hafði í 3 daga. Central- venukaþeder var settur í hann. I svæfingu var síðan gerð aðgerð sem hér verður lýst í stuttu máli: 1. I gegnunt langan miðlínuskurð ofan við nafla var maginn útbúinn þannig, að teygja mætti hann upp í thorax. Var það gert með því að losa um magann á báðum hliðum, allt frá hiatus oesophagi niður að pylorus. Vandlega var passað upp á að skemma ekki a. gastroepiploica dxt., til að maginn héldi nægri næringu. Aðrar æðar, stórar og smáar, voru undirbundnar og heftaðar. Miltað var tekið til að betur mætti komast að öðrum líffærum, en það var allstórt. Engir stækkaðir eitlar fundust og lifr- in var alveg eðlileg. 2. Pyloroplastic vargerð, þ. e. pyl- orus víkkaður út, til að magainnihald gengi örugglega niður í framtíðinni. Einnig var losað um skeifugörnina til að teygja mætti magann lengra upp. Þetta er kallað Cocchers manéuvre. 3. í gegn um hægri thoracotomíu í 5. rifjabili var vélindað ásamt æxlinu vendilega krufið frá mediastinum. Til þess þurfti að fella hægra lunga saman. Einnig þurfti að undirbinda 21

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.