Ferðir


Ferðir - 01.06.1993, Side 3

Ferðir - 01.06.1993, Side 3
FERÐIR BLAÐ FERÐAFÉLAGS AKUREYRAR JÚNÍ 1993-52. ÁRGANGUR GUÐMUNDUR GUNNARSSON: Ferð Ferðafélags Akureyrar í Reykjafjörð norður 10.- 16. júlí 1992 Ferðafélag Akureyrar hafði á áætlun sinni sumarið 1992 ferð í Reykja- fjörð nyrðri á Ströndum. Fyrirkomulag var ineð þeim hætti, að flogið skyldi í leiguflugi með Flugfélagi Norðurlands og lent á flugbraut, sem heimamenn í Reykjafirði höfðu gert sumarið áður. Síðan átti að slá þar tjöldum og fara í dagslangar gönguferðir út frá þeim 11,- 15. júlí og snúa heim aftur 16. júlí. Þótt bújörðin Reykjafjörður sé komin á eyði eru enn á lífi mörg systkini sem ólust þar upp og dvelja gjarnan á sumrum. Þrjú fbúðarhús eru notuð til þessara sumardvala en auk þess standa enn tvö eldri bæjarhús. Ekki má láta þess ógetið, að sundlaug er á staðnum, byggð 1938 en endurbætt síðan og við hana nýlega byggð búningsað- staða. Vonast var til að þátttakendur yrðu um 30 manns og var sá fjöldi tal- inn hæfilegur til að gera tvær ferðir í leiguflugi með fólk og farangur á 19 farþega Twin Otter vélum Þegar til kom urðu ferðalangamir alls 23 og þótti þá í of mikið lagt að fara ferðirnar tvær. Brugðið var á það ráð að biðja hluta af hópnum að taka sér far með áætlunarflugi til Isafjarðar um morguninn, og átti vélin síðan að lenda í Reykjafirði á heimleiðinni og

x

Ferðir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.