Ferðir


Ferðir - 01.06.1993, Page 7

Ferðir - 01.06.1993, Page 7
F E R Ð I R 7 Framleiðsluvörur sögunarmyllunnar. (Ljósm. Magnús Guðmundsson) Sögin sjálf er knúin dísilhreyfli en búnaður til að færa til drumbana og lyfta þeim er enginn og fylgir því þessu starfi ærið erfiði. Hráefnið er á hinn bóginn óþrotlegt, enda vekja hvað mesta undrun og athygli ferða- mannsins hrannir þær af rekaviði sem liggja um allar strendur, víkur og voga, jafnvel stundum spölkom uppi á þurrlendi. Augljóst var að Reykja- fjarðarbændur höfðu aðeins sótt á fjörur hið næsta sér og notuðu litla jarðýtu til að draga drumbana og mun ýtan sú einnig hafa gert flugbraut- ina sem áður er um getið. Að loknum kvöldverð i safnaðist fólk saman í fjöru rétt við tjöldin, gerði bálköst af rekaviðarkeflum, netadræsum og plastrusli, sem nóg var af, og undi við söng og ylinn af bálinu uns gengið var til náða. Sunnudagur 12. júlí. Seinnihluta gærdagsins hafði mátt merkja veðurbreytingu, að heldur væri að létta til, enda mætti mönnum glampandi sólskin og heiður himinn þennan sunnudagsmorgun. Hló fólki því hugur í brjósti, þegar lagt var af stað í gönguferð dagsins og stefnan tekin á Sigluvíkumúp við syðra fjarð-

x

Ferðir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.