Ferðir


Ferðir - 01.06.1993, Page 8

Ferðir - 01.06.1993, Page 8
8 F E R Ð I R i Ferðafólkið í Sigluvík sunnudagsmorguninn 12. júlí. Séð norður með Ströndum al/t til Hornbjargs. (Ljósm. Guðmundur Gunnarsson) arhorn Reykjafjarðar. Vaða þurfti ána Reykjafjarðarós, en þess skal get- ið, að ár sem koma úr Drangajökli og falla í firði á Ströndum nefnast ósar og kenndur við firðina. Síðan lá ieiðin um Sigluvík og upp á tjallið Geir- hólm, en fremsti hluti þess er Geirólfsgnúpur sem skiptir löndum milli Strandasýslu að sunnan en Norður-Isafjarðarsýslu að norðan. Þar uppi nutu menn útsýnis sent spannaði allt frá Hornbjargi um víkur, firði og nes á Ströndum suður til Trékyllisvíkur, yfir Húnaflóa til Skaga en fjær rís TröIIaskaginn úr sæ. Auk þess risu.fjöll Vestfjarðakjálkans ef horl't var til vestlægra átta. Þegar fólk hafði glápt nægju sína og miðað myndavélum í allar áttir, var snúið til baka undan brekku og sveigt til vinstri niður í Skjaldabjam- arvík, sem liggur sunnan undir Geirhólminum. Þar er enn eitt eyðibýlið sem var þó í byggð fram um miðja þessa öld. Gróska var mikil í túni og það gullitað af ótal sóleyjum en hús öll fallin. Gísli leiðsögumaður fræddi um sögu staðarins, að landnámsmaðurinn Hella-Björn kom alskjölduðu skipi að landi í Bjarnarfirði, næstum þar sunnan við, en setti bú sitt í vík- inni. Á stríðsárunum rak þar tundurdufl og var ekki undinn bráður bugur að því að eyðileggja það, enda trúlega torsótt að fá sérfræðing til þess. r

x

Ferðir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.