Ferðir


Ferðir - 01.06.1993, Síða 12

Ferðir - 01.06.1993, Síða 12
12 F E R Ð I R Vindbarðir ferðalangar uppi á Hrolleifsborg. Sést yfir Fossheiði út á Húnaflóa. (Ljósm. Guðmundur Gunnarsson) Að því loknu lagði fólk á brattann, upp hlíðina í átt að Miðmunda- horni, hnjúk sem gnæfir þar yfir suðurhlíð dalsins. Sóttist gangan sæmi- lega, enda menn ólúnir og veður gott, sólskin en ekki mjög hlýtt og gönguhraði hóflegur. Nokkurn veginn stenst á endum, að gróið land þrýt- ur og komið er upp á hjalla norðaustanundir Miðmundahorni. Þá er stefna tekin í suðvestur yfir meira og minna stórgrýttar urðir, mela og snjóskafla sem eðlilega aukast eftir því sem hærra dregur. I þeim sáust m.a. för eftir jeppa, er kornu yfir Drangajökul í tilefni af áðumefndri kirkjulegri athöfn í Reykjafirði. Gott skyggni og e.t.v. hvítur jökulskjöldurinn, sem blasir við neðan úr Reykjafirði, hafa trúlega blekkt fjarlægðarskynið, því að mér fannst næst- um með ólíkindum hvað teygðist úr þessari leið, er sýnist ekki ýkjaiöng neðan úr firðinum. Ekki lét fólk þetta mjög á sig fá, en naut veðurblíð- unnar og útsýnis, sem var mikið og fagurt. Einnig voru uppi höfð gaman- mál um einn ferðalanganna, sem tekið hafði sig út úr hópnunt og fór sína eigin leið að Hrolleifsborg beint yfir jökulinn. Sumir völdu honum nafn- bótina, „snjómaðurinn ógurlegi". Eftir því sem hærra dró og nær borg- inni, kólnaði og hvessti. Síðasti áfanginn var jökulbrekka, suðaustan

x

Ferðir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.