Ferðir


Ferðir - 01.06.1993, Page 14

Ferðir - 01.06.1993, Page 14
14 F E R Ð I R ViS yfirgefmn toifœmhíl á jökuleyrum i ReykjafirSi. (Ljósm Mayynis Guðnmndsson) dagur ferðarinnar hingað til var á enda, tilkynnti Gísli leiðsögumaður að seint skyldi risið úr rekkju næsta morgun, grautur ekki fyrr en kl. 10. Þriðjudagur 14. júlí. Fyrirmælum Gísla var hlýtt og tóku menn lífinu með ró um morguninn. Um kl. eitt var þó harðsnúinn hópur, 8 saman, karlar og konur, enn á ný búinn til ferðar með bakpoka og tjöld. Hugmyndin var að þreyta göngu norður til Furufjarðar og gista þar næstu nótt. Sá sem þetta ritar var ekki þarna í för og verða því ekki sögð tíðindi af ferð áttmenninga þennan dag. Gísli leiðsögumaður varð eftir og nokkru síðar lagði hann af stað nteð meirihluta eftirlegukindanna í létt labb inneftir undirlendinu í Reykjafirði á átt að Drangajökli. Lötraði fólk þetta hið rólegasta, rabbaði saman og stansaði oft. Skoðaðir voru jökulgarðar sem sýna legu Dranga- jökuls fyrr á öldum og jeppi einn, er stóð einn og yfirgefinn á sléttum eyrum um það bil miðja vegu á leið göngumanna. Hann varð þarna eftir af leiðangri jeppamanna frá Hólmavík, sem á nýliðnum vetri höfðu brugðið sér í Reykjafjörð af Steingrímsfjarðarheiði yfir Drangajökul. A

x

Ferðir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.