Ferðir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Ferðir - 01.06.1993, Qupperneq 15

Ferðir - 01.06.1993, Qupperneq 15
F E R Ð 1 R 15 heimleiðinni hafði farartækið lent í hremmingum, setið fast uppi á steini og þegar það losnaði úr þeirri prísund, sprakk á einu hjóli þess. Ekkert varahjól var með í ferðinni og þegar svona var komið voru ekki önnur úr- ræði en skilja gripinn eftir. Augljóslega yrði honum ekki aftur komið til síns heima fyrr en aftur vetraði og snjóa festi. Segja mátti að þetta væri nokkurs konar sólarstrandaferð, því að sunnan undir áðurnefndum jökul- görðum naut svo sólarylar, að þeir sem áhuga höfðu gátu fækkað fötum og sett sig í sólbaðsstellingar. Annars skal þess getið, að sólskinsdögum þessum í Reykjafirði fylgdu engan veginn sömu hlýindi og við, er við Eyjafjörð búum, eigum að venjast. Heimkomið í tjöld um kvöldið naut fólk sundlaugarinnar ekki síður en fyrri kvöld. Var það enda sammæli allra, að „toppurinn á tilverunni" þarna í Reykjafirði væri hinn ótakmarkaði aðgangur að lauginni sem greitt hafði verið fyrir um leið og tjaldstæðin. Meðal laugargesta þetta kvöld var austurrísk stúlka, sem komið hafði ein gangandi norðan frá Hombjargsvita. Þar hafði hundur einn tekið slíku ástfóstri við hana, að hann hafði fylgt henni síðan. Hafði það verið henni áhyggjuefni á leiðinni að fæða hundinn af takmörkuðu nesti sínu. Seppi heiðraði svo sundfólkið með nærveru sinni á laugarbarminum þetta kvöld. Fljótlega eftir komuna í tjöldin um kvöldið varð hljóðbært, að þrír karlmenn - fulltrúar Austfirðinga í hópnum - hugðust rísa eldsnemma úr rekkju næsta morgun, ganga í Furufjörð og ná þangað áður en hópurinn, sem þar gisti, sneri til baka. Þegar þetta varð á allra vitorði, hugkvæmdist tveimur til viðbótar að slást í för með þremenningunum, og var sá er þetta ritar annar þeirra. Göngugarpar þessir hugðust búa sig vel undir langan og strangan morgundag með því að ganga snemma til náða og ná þannig sæmilegum nætursvefni. Ekki veit undirritaður, hvernig öðrum vegnaði í þessu efni, en ekki varð honum svefninn vær. Kom tvennt til, vindur gnauðaði og tjaldið barðist, auk þess sem í huga bjó nokkur kvíðablandin spenna, þegar horft var til komandi dags. Miðvikudagur 15. júlí. Félagamir er hugðu á göngu til Furufjarðar risu úr svefnpokum sínum kl. 5 um morguninn og beið þeirra þá hressing í matartjaldinu. Að snæðingi loknum hófst gangan og mætti þeim utandyra vindstrekkingur næsta kaldur svo hitastig hefur varla verið mikið yfir frostmarki. Reykjafjarðar- háls varð þeim enginn þröskuldur og Þaralátursós var stígvélatækur, en f'yrst reyndi á þol þeirra þegar klífa skyldi fjallið milli Þaralátursfjarðar og Furuljarðar upp í Svartaskarð, sem er 393 metra yfir sjó. Hlíðin er í brattara lagi, nokkuð gróin neðan til, en þegar ofar dregur ráða urðir og

x

Ferðir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.