Ferðir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Ferðir - 01.06.1993, Qupperneq 27

Ferðir - 01.06.1993, Qupperneq 27
F E R Ð I R 27 Ársskýrsla stjórnar Ferðafélags Akureyrar 1992 Fundarstjóri góðir í'élagar. Það er meira mál en almennt er haldið af ykkur félagar góðir að koma til starfa í félag sem er búið að vera með öfluga og góða starfsemi í 56 ár. Ég er ekki að segja þetta til að hræða ykkur frá starfi í stjórn FFA, heldur að segja frá því að innan FFA er meira og öflugra starf en ég þckki frá öðrum félögum. Því er það erfitt að koma inn í stjórn og ætla sér að ná yfirsýn yfir þetta mikla starf á einu ári. Starfið er mjög skipulagt og er það því góða fólki að þakka sem vinnur fórnfúst starf í mörg ár, án þess að þiggja laun fyrir. Þetta verðið þið að meta, félagar góðir, þegar þið eruð að gagnrýna þá sem eru í forsvari, í stjórn eða sem formenn nefnda. Þetta 57. starfsár hefur verið gott ár hjá FFA, eins og hin fyrri hafa verið. A síðasta aðalfundi var samþykkt að koma á gönguleiðanefnd, sem hefði það að stefnu að mæla með gönguleiðum, setn FFA gæti boðið uppá í sínum ferð- urn, og koma skálum fyrir við núverandi leiðir eða nýjar. Páll Jónsson, okkar góði og fórnfúsi félagi, var með lykla að tveim skálum, sem félagið keypti af RARIK, þar sem hann vinnur. (Reyndar er rétt að geta þess að Ingólfur rafveitustjóri fékk bakþanka af því að hann hefði líklega selt okkur þessa tvo skúra of dýrt. Ég veit ekki hvort Páll hefur komið því inn hjá honum, en hann gaf okkur einn fbúðarskúr sem sárabót). Ingvar Teitsson er í forsvari fyrir gönguleiðanefnd. Hann og lians félagar í nefndinni ákváðu með samþykki stjórnar FFA, að vinna að því að koma einum þessara skála fyrir í Dyngjufjalladal. Með mikilli vinnu Ingvars, í bréfaskriftum við alla aðila tókst það mál. Brúargerð í Glerárdal, var líka baráttumál þeirrar nefndar. Ég ætla ekki að ræða þetta frekar nú, því Ingvar mun skýra þessi mál í skýrslu sinni hér á eftir. Laugafell, Þorsteinsskáli og Dreki hafa fengið andlitslyftingu á starfsárinu. Það skal þó hér helst nefna Laugafell. Samstafið við vélsleðamenn hefur verið mjög gott, og unnu þeir með okkar félögum mikið starf á starfsárinu, við lag- færingar á skálanum. Þetta kemur nú allt fram í skýrslum hér á eftir. Stjórnin hefur haldið fundi hálfsmánaðarlega og stundum oftar á starfsár- inu. Starf stjórnarinnar sést nú ekki eins vel og þau störf sem unnin eru hjá skálanefndunum. En starfið inn á við og út á við, er í höndum stjórnarinnar. og finnst mér það vera all mikið starf. Mér hefur fundist mjög gott að vinna með því fólki sem þið hafiö kosið í stjórn. FFA náði samningi við Byggingarvörudeild KEA að fá afslátt á efni sem

x

Ferðir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.