Ferðir


Ferðir - 01.06.1993, Síða 29

Ferðir - 01.06.1993, Síða 29
FERÐI R 29 verið að skoða það, hvernig framtíðarskipulag skuli vera þar af okkar hálfu. Vélsleðamenn eru tilbúnir að vinna með okkur í þeirri uppbyggingu sem þar skal koma. Vegna aukinna vinsælda á gönguferðum, má vel vera að Lambi eða Bræðrafell verði brátt of litlir, og það þurfi að stækka þá. Ég nefni þetta hér til að koma að því að verkefni okkar yrðu æði mikil, ef við ætlum að uppfylla þarfir þeirra sem um landið ferðast. Frá þessari umræðu um það sem gert er til fjalla og að okkar húsnæði hér að Strandgötu 23. Það hefur reynst okkur vel. En reyndin er sú hjá FFA að þegar við fáum betri aðstöðu fyrir okkur, frá herberginu í Skipagötu á 3ju hæð í Drangshúsið og síðan hingað. hefur starfið eflst um leið. Við höfum verið með tvö myndakvöld frá síðasta aðalfundi og eitt kynningarkvöld á ferðaáætl- un okkar og hvað býðst í útbúnaði til útiveru og hvernig við eigum að klæða okkur til útiveru. Við gátum ekki verið með þetta hér, heldur þurftum að fara í annað húsnæði, svo pláss væri fyrir alla. Stjóm FFA hefur því rætt það hvort komið sé að því að athuga unt hent- ugra húsnæði, þar sem við höfum sal fyrir 100 til 120 manns í sætum og líka aðstöðu til að vinna við skálalagfæringar eða lagfæringar við bíla okkar. Við höfum skoðað húsnæði sem Sjöfn á að Hvannavöllum. í heild er það rúmir 800 ferm.. 1 samvinnu við nokkra aðila, væri þetta húsnæði með því besta sem við gætum fengið. Núverandi húsnæði okkar þarf brátt lagfæringar við. Það lekur og er ekki að öllu leyti hentugt fyrir starfsemi okkar. Við ætlum þó ekki að flana að neinu og stofna til skulda sem e.t.v. myndu fara alveg með fjárhag okkar, svo við gætum ekki sinnt því starfi sem félagið er stofnað til. Laugardaginn 13. mars sl. komu á fund til okkar að Strandgötu 23, Halldór Jónsson bæjarstjóri og Sigurður J. Sigurðsson formaður bæjarráðs. Þeim var kynnt starfsemi okkar og sýnt húsnæðið. Við ræddum við þá um húsnæðis- hugmyndir okkar, og nefndum það hvort einhver félagasamtök, sem væru á svipaðri línu og við, væru með viðræður við þá um húsnæðismál. Svo var nú ekki. Næsta mál okkar, til að vita hvað við eigum að gera, er að auglýsa eftir samstarfsaðilum í húsnæðismál. Verði síðan einhver svör við þeirri auglýs- ingu, og húsnæði komi upp á borðið sem rétt væri að skoða, þá verður boðað til félagsfundar hjá FFA, þar sem málin verða kynnt og fá heimild fundarins til að stjórn FFA geti gert tilboð í einhverja eign eða farið í samstarf með ein- hverjum í húsnæðismálum. Kynning á FFA í framhaldsskólum, sem ég nefndi á si'ðast aðalfundi, hefur ekki farið á stað. Nemendafélögum hefur verið skrifað, en sjálft átakið er eftir. Ég vil fyrir hönd stjórnar, þakka öllum þeim sem hafa starfað fyrir FFA, fyrir þeirra framlag til þess að þetta 57. starfsár hafi getað gengið eins vel og öll hin árin. Eins vil ég þakka félögum mínum í stjórn fyrir gott samstarf. Sigurður Jónsson

x

Ferðir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.