Ferðir


Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 35

Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 35
F E R Ð I R 35 Skýrsla Ferðanefndar Ferðafélags Akureyrar Starf ferðanefndar var með líku sniði og áður. Nefndin fór að funda er líða tók á marsmánuð til að koma á fyrstu ferðum. Á áætlun voru 23 ferðir en farnar 18. Þátttaka var sæmilega góð, þátttakendur 333. Eins og árið áður var þátt- taka best í gönguferðum og aukning þar sem fyrr. Nokkuð vel gekk að fá far- arstjóra og kokka. Leifur Brynjólfsson var á skrifstofu félagsins júní, júlí og ágúst og reyndist vinna hans vel og létti mikið undir með ferðanefnd. Sett var saman áætlun í haust sem þið eruð væntanlega búin að fá og er það von okkar, að eitthvað sé þar við allra hæfi. Nú þegar gönguáhugi hefur aukist þá hefur meira verið spurt um léttar gönguferðir, því fólk þolir erfiðar göngur misjafnlega vel og við teljum okkur hafa komið til móts við fleiri en oft áður. Það eru t.d. á áætlun nokkuð langar gönguferðir en léttar, mest gengið um jafnt land. Við í ferðanefnd FFA árið 1992 viljum þakka öllu því fólki er vann að ferðum með okkur og sérstaklega Leifi Brynjólfssyni fyrir gott samstarf á skrifstofunni. Nú læt ég af störfum í ferðanefnd og þakka ég samstarfsfólki mínu í nefnd- inni sérstaklega fyrir allt starfið, því eins og þeir vita er í þessari nefnd hafa setið, er það mjög mikið starf sem leysa þarf af hendi og allt gert í sjálfboða- vinnu. Farnar ferðir 1992. I. 28. mars: Þorvaldsdalur. Fararstjóri Ingvar Garðarsson. Þátttakendur 4. 2. 4. apríl: Strýta, Blátindur. Fararstjóri Ingvar Teitsson. Þátttakendur 9. 3. 11. apríl: Lambi. Fararstjóri Ingvar Teitsson. Þátttakendur 9. 4. 1. maí: Súlur. Fararstjóri Þór Þorvaldsson. Þátttakendur 17. 5. 9. maí: Kaldbakur. Fararstjóri Jón D. Ármannsson. Þátttakendur 12. 6. 28. maí: Drangey. Fararstjóri Guðmundur Gunnarsson. Þátttakendur 28. 7. 30. maí: Fjöruferð. Fararstjóri Sigrún Birna Sigtryggsd. Þátttakendur 9. 8. 6. júní: Blámannshattur. Fararstjóri Þór Þorvaldsson. Þátttakendur 11. 9. 13. júní: Laxárdalur í S.-Þing. Fararstjóri Bragi Sigurjónsson. Þátttak- endur 43. 10. 20. júní: Múlakolla. Fararstjóri Gunnar Halldórsson^Þátttakendur 14. II. 20. júnt': Jónsmessuferð í Fnjóskadal. Þátttakendur 40. Fararstjóri Fjóla Helgadóttir. Kokkur Guðrún Friðriksdóttir. 12. 9.-12. júlí: Vopnafjörður, Langanes, Melrakkaslétta. Fararstjóri Ragn- hildur Bragadóttir. Leiðsögumaður Arnbjörg Jóhannesdóttir. Kokkur Vildís Jónsdóttir. Þátttakendur 30.

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.