Bændablaðið - 07.09.2023, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 07.09.2023, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2023 FRÉTTIR 9. – 23. apríl 2024 Fararstjórn: Hólmfríður Bjarnadóttir Verð 629.700 kr. á mann í tvíbýli Bókaðu núna á bændaferðir.is Ævintýraleg ferð til konungsríkisins Marokkó, sem kynnir okkur hrífandi sögu og töfrandi menningarheim landsins. Við upplifum miklar andstæður, fagrar strendur, pálmatré, eyðimerkur og stórbrotin fjöll og heimsækjum heillandi þorp þar sem stundum virðist sem daglegt líf hafi staðið í stað í gegnum aldirnar. Konunglega Marokkó Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2 108 Reykjavík Býflugur: Hunangsuppskera mjög góð Fjöldi félagsmanna er um 120 ræktendur sem eru staðsettir víðs vegar um landið þótt langmestur fjöldi sé á suðvesturhorninu. Egill Rafn Sigurgeirsson, formaður býflugnaræktenda, telur fjölda ræktenda hafa verið svipaðan undanfarin ár en sjálfur byrjaði hann býflugnarækt árið 1998 á Íslandi. „Ég kom heim frá Svíþjóð árið 1998 með býflugur og hélt hérlendis býræktarnámskeið ári seinna. Það var svo um 2011 að ræktun býflugna hérlendis tók verulegan kipp og hef ég kennt um 220 manns býflugnarækt.“ Egill segir að helsta ástæða þess að býflugnarækt á Íslandi sé ekki viðameiri sé vöntun á býflugum. Íslenskt veðurfar spili líka stórt hlutverk þar sem mikilvægt er fyrir býflugnabúin að þau hafi gott skjól og þurfi að standa af sér íslenskar lægðir og umhleypinga. „Það er vöntun á býflugum og því geta ræktendur ekki verið með fleiri bú. Við flytjum inn býflugur frá Álandseyjum og það hefur oftast gengið vel. Í ár urðum við þó fyrir því óhappi að hluti þeirra drapst í flutningum, líklega vegna ofhitnunar í búunum við flutningana eða ónægrar loftræstingar. Hingað til lands komu þó 123 lifandi býflugnaafleggjarar og við eigum von á svipuðu magni á næsta ári.“ Aðaluppskerutími býræktenda fer fram um miðjan ágúst, stundum fyrr hjá stórum búum. „Nú er aðaluppskerutíminn búinn og mér skilst að uppskera sé mjög góð, þökk sé hlýjum júlí og ágúst. Uppskeran er mest í lok sumars því býflugurnar eru fjölmennastar í lok sumars – því fleiri þernur sem sækja blómasafa því meiri verður uppskeran. Nú ætti að vera búið að taka sem mesta hunangið úr búunum og þeim er gefið sykurvatn í staðinn sem fóður fyrir veturinn.“ Egill telur að uppskera hunangs úr sínum búum, sem eru 12 talsins, sé um 50 kíló samtals. /ÞÁG Egill Rafn Sigurgeirsson, formaður býflugnaræktenda, segir vöntun á býflugum og því geti ræktendur ekki verið með fleiri bú. Mynd / Aðsend Óvissa er um framtíð einu matvöru- verslunarinnar á Hellu. Guðrún Elín Pálsdóttir, formaður Verkalýðsfélags Suðurlands, mætti á síðasta fund byggðarráðs Rangár- þings ytra til að ræða um þróun á matvælaverði í versluninni á Hellu, sem er Kjörbúðin, eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að krefja Festi hf. um sölu á verslun sinni á Hellu. „Íbúar kvarta mikið undan háu vöruverði í einu matvöruversluninni á Hellu. Þar var áður Kjarvalsbúð en þeim var gert að láta eftir reksturinn á Hellu þegar Festi keypti N1 en var þá með rekstur bæði á Krónunni og N1 á Hvolsvelli. Samkeppniseftirlitið setti þá skilmála að Festi mætti ekki líka reka matvöruverslun á Hellu heldur þyrfti annan aðila til að tryggja samkeppni. Nú er samkeppni engin þar sem vöruverð er frekar hátt á Hellu nema á grunnvörunni. Íbúar fara því að mestu annað til að versla, “ segir Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, formaður byggðarráðs. „Það hefur ekkert verið rætt um lokun verslunarinnar en við teljum þetta vera forsendubrest og viljum því fá fund með Sam- keppniseftirlitinu til að ræða stöðuna,“ segir Margrét Harpa þegar hún er spurð um mögulega lokun. /MHH Verður versluninni á Hellu lokað? Kjörbúðin á Hellu. Mynd / MHH Matarbúr Krónunnar opnað í tíunda sinn – Samstarfsverkefni með smáframleiðendum Matarbúr Krónunnar var opnað í síðustu viku og stendur fram til 18. september. Um ræðir samstarfsverkefni með Samtökum smáframleiðenda matvæla (SSFM) þar sem íslensk framleiðsla er í hávegum höfð. Matarbúrið verður opið í sex Krónuverslunum; Lindum, Skeifu, Flatahrauni, Mosfellsbæ, Selfossi og Akureyri. Á fjórða tug félagsmanna SSFM verða með á annað hundrað vörur á boðstólum í Matarbúrinu. Bændamarkaður með útiræktuðu grænmeti er haldinn samhliða Matarbúrinu þær helgar þegar ný uppskera er í boði. /smh Fé kemur vænt af fjalli Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bænda- samtökum Íslands, segir að fé sitt komi vænt af fjalli. Bændablaðið náði tali af honum í smalamennsku, en hann er sauðfjárbóndi í Austurhlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og réttar í Biskupstungnaréttum. „Mér sýnist fé hér almennt koma vænt af fjalli, það lítur út fyrir að vera í góðu meðallagi,“ segir Trausti. Hann hafði ekki haft fregnir af fé í öðrum landshlutum en vonaði að sumarið hefði farið vel með fé og það kæmi vel út í öllum landshlutum. Aðspurður hvernig gengi að manna göngurnar sagði hann að það gengi vel. „Það er alltaf ásókn í þetta af fólki sem hefur gaman af að koma og taka þátt í þeirri upplifun sem göngurnar eru, að vera úti í náttúrunni og smala fé heim af fjalli.“ Að sama skapi segir Trausti það alltaf vera jafn vinsælt meðal almennings að mæta í réttir. „Í fyrra var fyrsta árið eftir að Covid- hömlum var aflétt og mæting í réttir meðal almennings var góð. Ég held að það verði lítið gefið eftir í ár. Við vonumst allavega til þess að sem flestir mæti og gleðjist með okkur. Ég óska sauðfjárbændum öllum alls hins besta og vona að sumarið hafi farið vel með féð.“ /ÞAGTrausti Hjálmarsson. Veiðar: Opið fyrir umsóknir um selveiði Opnað hefur verið fyrir umsóknir um leyfi til selveiða til eigin nytja árið 2024. Sótt er um til Fiskistofu og er umsóknarfrestur til 1. október nk. Reglugerð um bann við selveiðum kveður á um að þær eru óheimilar á íslensku forráðasvæði (í sjó, ám og vötnum) nema að fengnu sérstöku leyfi frá Fiskistofu og á það við um veiði á öllum tegundum sela. Hún getur hins vegar veitt leyfi til takmarkaðra veiða á sel til eigin nytja innan netlaga þar sem veiðar hafa verið eða verða stundaðar sem búsílag, þ.e.a.s. búbót. „Fyrir þetta ár var sótt um leyfi til veiða á 41 landsel og 13 útselum og sá fjöldi samþykktur,“ segir Daði Tryggvason hjá Fiskistofu. „Veiðitölur eru ekki komnar inn en þær koma með umsóknum fyrir næsta ár. Síðustu ár hafa verið veiddir töluvert færri selir en sótt er um leyfi fyrir.“ Í umsókn um veiðileyfi þarf að taka fram staðsetningu fyrir- hugaðrar veiði og hvaða aðferð á að nota við veiðina. Öll sala bönnuð Einnig fjölda landsela og/eða útsela sem viðkomandi hyggst veiða. Þá er óskað eftir upplýsingum um selveiðar umsækjanda sl. fimm ár og staðfestingu á eignarheimild eða samningi við eiganda viðkomandi lands. Öll sala og markaðsfærsla á íslenskum sel og selaafurðum er bönnuð. Fiskistofa hefur eftirlit með að veiðar séu í samræmi við lög og reglur og getur gripið til aðgerða ef hún telur ástæðu til. Á válista spendýra Landselur (Phoca vitulina) og útselur (Halichoerus grypus) eru einu tegundir sela sem kæpa á Íslandi og halda til við landið allt árið. Fjórar tegundir koma þó sem flækingar til Íslands endrum og sinnum og eru það vöðuselur, kamp- selur, blöðruselur og hringanóri. Fylgst hefur verið með stofn- stærð sels við landið: landsels frá 1980 og útsels síðan 1982. Árið 2020 var íslenski landsels- stofninn metinn um 10.300 dýr en um 33.000 í upphafi talninga. Nýjasta mat á íslenska útsels- stofninum mun vera frá 2017 og gerði ráð fyrir 6.200 dýrum en var metinn 9.200 dýr 1982 og hefur sveiflast nokkuð innan tímabilsins. Selir eru metnir á válista spendýra, landselur sem tegund í hættu og útselur í nokkurri hættu. Hvorug tegundin er þó á Evrópuválista eða heimsválista, skv. upplýsingum af vef Náttúrufræði stofnunar Íslands. /sá Fiskistofa getur veitt leyfi til takmarkaðra veiða á sel til eigin nytja innan netlaga þar sem veiðar hafa verið eða verða stundaðar sem búsílag. Árleg veiði nemur nokkrum tugum dýra. Mynd / Bbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.