Bændablaðið - 07.09.2023, Blaðsíða 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2023
í Rússlandi hefur tekið miklum
breytingum. Um miðja síðustu öld
var viðurinn bundinn saman í fleka
og honum fleytt niður árnar (norður
að Íshafi) að næstu sögunarmyllu
eða uppskipunarhöfn, þá tapaðist
mikið af við út í Íshafið. Í
kringum 1990 var byrjað að setja
viðinn á pramma og draga með
dráttarskipum niður árnar. Frá því
í kringum 1950 hefur skógarhögg
í Rússlandi aðallega farið fram á
vatnasvæði Yenisey-fljóts í Síberíu
og í Evrópuhluta Rússlands.“
Ólafur segir að önnur ástæða
fyrir minni reka við strendur Íslands
sé að hafís norðurskautsins fari
sífellt minnkandi vegna hlýnunar
loftslags og sjávar. „Viður getur
ekki flotið á opnu hafi nema í
takmarkaðan tíma en timbrið verður
þá vatnsósa og sekkur. Eftir því sem
hafísinn minnkar þarf viðurinn að
fljóta lengur á opnu hafi. Forsenda
þess að viðurinn nái til Íslands
er að hann sé sem lengstan tíma
frosinn fastur í hafísinn. Þegar
viðurinn berst inn í Íshafið frá ánum
í Rússlandi frýs hann fastur í ísinn
og ferðast með honum þar til hann
bráðnar en það gerist þegar ísinn
berst inn í Atlantshafið með Austur-
Grænlandsstraumnum,“ segir hann.
Árið 1993 birti Ólafur
greinina Uppruni rekaviðar
við Íslandsstrendur; tímatals-
árhringjafræðileg rannsókn (Origin
of the driftwood on the coasts of
Iceland; A dendrochronological
study, Jökull, no 43, 1993./Flottími).
Þar segir: „Við frá fjarlægum
löndum rekur sífellt að ströndum
landsins. Útbreiðsla hans er
breytileg en segja má að finna megi
rekavið með fram allri strandlengju
landsins.“ Fram kemur að tímatals-
árhringjarannsóknir hafi lengi
verið notaðar til að áætla uppruna
rekaviðar. Í niðurstöðum Ólafs
segir að rekaviður sem falli til
við strendur Íslands samanstandi
einkum af furu og greni; söguðum
trjábolum. Stór hluti af rekanum sé
þó lerki af náttúrulegum uppruna
sem hafi rofist úr bökkum fljóta
í Austur-Síberíu. „Í okkar fyrstu
rannsóknum á reka við Ísland
fundum við ekki reka frá Alaska
né Kanada,“ segir Ólafur og heldur
áfram: „Síðar fundum við greni sem
komið hafði frá Mackenzie-fljóti í
Kanada og frá Yukon í Alaska en
mjög sjaldgæft.“
Ekki hefur verið áætlað hversu
mikill reki berst til landsins á
hverjum tíma, að sögn Ólafs.
Rekinn var lífsbjörg
Reki hefur þekkst frá öndverðu.
Fornmenn nýttu rekavið á
Íslandsströndum og hefur hann
væntanlega bjargað þeim mörgum
frá bráðum bana vegna kulda og
vosbúðar og nýst sem eldsmatur
og til skálabygginga. Í þá tíð var
láglendið þakið birkiskógi en
skógarhögg til eldiviðar og einnig
beit gekk fljótt á hann. Þá varð
rekaviðurinn mikilvægasta efnið
fyrir hús, báta brýr, landbúnaðartæki
og búsáhöld.
Elsta kerfisbundna rannsókn á
hérlendum reka var gerð um 1780 af
Olaviusi þegar hann ferðaðist fyrir
hönd dönsku krúnunnar um landið
til að kanna efnahag landsmanna.
Hann lýsti gerð rekaviðar, magni,
notagildi og uppruna.
Dr. Ivar Samset, fv. prófessor
við norska landbúnaðarháskólann í
Ási, gerði árið 1990 magnmælingar
á reka í Skjaldbjarnarvík. Árlegt
viðarmagn reyndist að meðaltali
38 rúmmetrar á hvern hektara
fjörunnar. Af rekaviðnum reyndust
42% vera lengri en 3 metrar, 23%
gildari en 20 cm og 70% stærri en
0,1 rúmmetri. „Það eru ekki margir
skógarteigar í Noregi sem státa af
slíku viðarmagni,“ skrifaði Samset.
Elsta tré sem hann aldursgreindi
eftir árhringjum var 365 ára
gamalt lerkitré á Gálmaströnd í
Steingrímsfirði, en fjöldi trjáa var
200–300 ára gamall.
Fyrr á tíð merktu þeir sem áttu
rekafjörur gjarnan reka sinn með
persónulegu marki og varð þá
óhægara um vik að stela rekavið úr
fjörum annarra.
Fjöldinn allur af íslenskum
örnefnum bera vott um rekavið,
svo sem Reki, Rekavík, Rekavatn,
Rekaá og mögulega Keflavík og
Bolungarvík, svo eitthvað sé nefnt.
Þá eru allmörg rekaviðartengd orð í
málinu, eins og til dæmis keflareki,
plankareki, raftur, rekafjara,
rekaítak, rekapláss og jafnvel
vogrek. /sá
Úr Finnafirði. Hér má sjá dæmi um
hvernig bóndinn á Felli hefur nýtt
reka sinn til uppbyggingar á aðstöðu
fyrir sjósundgesti. Mynd / R.S.
Haukur og Kiddi
eru ekki róbótar
Hringdu í vini og fáðu tilboð hjá fyrirtækjaþjónustu Olís,
í síma 515 1100, eða á olis.is.
Fyrirtækjaþjónusta Olís
Alvöru fólk með alvöru þekkingu og reynslu
Þeir eru alvöru sérfræðingar með áratuga reynslu og
vita allt um smurolíur á landbúnaðartæki jafnt sem
skipaflotann.
VIÐ YFIRFÆRUM
EFNIÐ Á STAFRÆNT FORM
• Á DVD DISKA
• MINNISLYKLA
• STÆRRI MINNISDRIF
FULLKOMINN TÆKJABÚNAÐUR
MUNU GLATAST!
MINNINGAR ÞÍNAR
SPÓLUR ERU AÐ NÁLGAST ÞAÐ SÍÐASTA
Trönuhraun 1, 220 Hafnarfirði. Sími 534 0400
myndform@myndform.is
FÓÐUR TIL FRAMTÍÐAR
Fóðurráðgjöf og heysýnataka
EFTIRLIT &
EFTIRFYLGNI
FRÁBÆR
ÁRANGUR
FAGLEG
RÁÐGJÖF
NÁIÐ
SAMSTARF
Landstólpi býður upp á heysýnatöku ásamt fóðuráætlanagerð
og ráðgjöf varðandi val á kjarnfóðri. Við viljum ekki einungis
bjóða upp á gott fóður og góða ráðgjöf heldur viljum við einnig
upplýsa þig, hvetja og kveikja áhuga.
Ekki hika við að hafa samband við fóðurráðgjafa okkar í síma
480 5600 eða senda póst á netfangið landstolpi@landstolpi.is