Bændablaðið - 07.09.2023, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 07.09.2023, Blaðsíða 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2023 LANDGRÆÐSLA Miklar breytingar hafa orðið á vistkerfum Íslands frá land- námi sem er reyndar í takt við náttúrusögu flestra landa. Við upphaf landnáms var ásýnd landsins ólík því sem nú er. M e ð a l annars er talið að birkiskógar hafi þakið um fjórðung landsins en n ú v e r a n d i ú t b r e i ð s l a þeirra er aðeins 1,5%. Birki er eina innlenda trjátegundin sem myndað hefur skóga hér frá lokum síðustu ísaldar og eru því birkiskógar einu náttúrulegu skógarnir okkar og njóta þeir sérstakrar verndar í lögum um náttúruvernd. Á síðari árum hefur aukin áhersla verið á vernd og endurheimt birkiskóga í stefnumótun ríkisins, m.a. í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og nýrri stefnu og aðgerðaáætlun um landgræðslu og skógrækt, Land og líf. Auk þess hafa stjórnvöld sett það markmið í tengslum við hið alþjóðlega Bonn ákall (Bonn Challenge) að árið 2030 verði búið að leggja drög að því að birkiskógar vaxi á 5% landsins. Því markmiði verður einungið náð með því að nýta á markvissan hátt getu birkisins til sjálfgræðslu. Mikil aukning á útbreiðslu birkis á Skeiðarársandi og víðar um land á síðari árum benda þó til þess að það geti verið raunhæft ef rétt er að málum staðið. Til að vel takist til við endur- heimt vistkerfa er mikilvægt að byggt sé á vísindalegri þekkingu. Árið 2021 fékk rannsóknaverkefnið Endurheimt birkivistkerfa á 21. öld – áskoranir, leiðir og ávinningur (BirkiVist) styrk frá Markáætlun um samfélagslegar áskoranir en verkefnið er samstarfsverkefni margra háskóla, stofnana og félagasamtaka. Tilgangur verkefnisins er að tryggja að aðgerðir við endurheimt birkivistkerfa séu byggðar á bestu fáanlegu þekkingu hverju sinni og að auka skilvirkni við endurheimt birkivistkerfa á Íslandi með áherslu á sjálfgræðslu. Verkefnið fjallar bæði um vistfræðilegar og félagslegar áskoranir og tækifæri, auk þess að meta mögulegan ávinning endurheimtarinnar fyrir líffræðilega fjölbreytni, loftslag og mannlíf. Gamlir birkiskógar og -lundir sem finnast víða um land gegna lykilhlutverki við endurheimt birkivistkerfanna; þaðan getur birkið dreift sér og þeir geyma einnig erfðaauðlindir úr birkiskógum fortíðarinnar. Þegar ýtt er undir sjálfgræðslu þarf að huga annars vegar að því hvort og þá hvar frædreifing eigi sér stað og hins vegar hvort aðstæður á yfirborði séu þannig að fræ geti spírað og planta vaxið þar upp (örugg set). Ef þessir þættir eru til staðar, fræframboð og örugg set, ætti birki að geta numið land nema að landnýting, s.s. sauðfjárbeit, geti hamlað landnámi þess. Í BirkiVist verða þróuð líkön sem ætluð eru að aðstoða við ákvarðanir um hvort og þá hvaða inngrip þurfi til að stuðla að sjálfgræðslu birkis á hverjum stað, til að ná sem mestum árangri með sem minnstum inngripum. Líkönin nota m.a. gögn um hvar er að finna birki sem geti verið fræuppspretta fyrir það svæði sem unnið er að endurheimt á, auk upplýsinga um útbreiðslu vistgerða. Einkum er byggt á kort- lagningu Skógræktarinnar yfir útbreiðslu birkiskóga á Íslandi (sjá skóglendisvefsjá fyrir náttúrulegt birki á vefsíðu Skógræktarinnar, www.skogur.is) sem miðar við að lágmarki 0,5 ha svæði þar sem krónuþekja nær 10%. Birkilundir sem ekki ná þeim lágmörkum geta líka verið fræuppspretta og því er mikilvægt að hafa einnig upplýsingar um þá. Því leitum við til almennings um að aðstoða við þá skráningu ef einhverjir vita um litla birkilundi eða rekast á þá á ferðum sínum um landið. Einungis þarf að taka mynd af lundinum á símann sinn og passa að kveikt sé á staðsetningu (gps) þannig að hún komi fram í myndaupplýsingunum. Skráningarform hefur verið útbúið á vefnum (https://birkivist.is/ utbreidsla-birkis/) þar sem hægt er að hlaða inn viðkomandi mynd og annað sem við á. Við erum þakklát fyrir alla hjálp sem við fáum í þessu verkefni. Kristín Svavarsdóttir, vistfræðingur hjá Landgræðslunni. Birkivistkerfi og endurheimt þeirra Birkilundur í brattri fjallshlíð. Gróskumikill skógarbotn. Kristín Svavarsdóttir. RÁÐGJAFARMIÐSTÖÐ LANDBÚNAÐARINS Ný naut til notkunar í september 2023 Erfðamat er nú keyrt á um mánaðar fresti og í sam ræmi við það getur mat einstakra gripa tekið breytingum mjög ört miðað við það sem áður var. Breytingar milli keyrslna eru þó sjaldnast miklar og þau naut sem hafa verið í notkun undanfarin misseri hafa staðið við fyrra mat. Eigi að síður ákvað fagráð í nautgriparækt á fundi sínum í lok ágúst að gera breytingar á nautum í notkun. Þannig verða 19 naut í notkun næstu vikurnar í stað 17 áður. Úr notkun verða teknir Títan 17036, Tindur 19025 og Bersi 20004, en notkun þeirra hefur minnkað mikið. Þeirra í stað koma ung naut sem eru fædd 2022, naut sem eru mjög há í mati og miklar væntingar því gerðar til. Hér á eftir fer stutt umsögn um hvers megi vænta af þeim. Vorsi 22002 frá Vorsabæ í Landeyjum, faðir er Knöttur 16006 og móðurfaðir Skellur 11054. Samkvæmt erfðamati eiga dætur Vorsa að verða mjólkurlagnar kýr með hátt fituhlutfall í mjólk og próteinhlutfall nærri meðallagi. Júgurgerð um meðallag þar sem styrkurinn liggur í áberandi júgurbandi, spenar hæfilegir að stærð og mjaltir og skap úrvalsgott hvoru tveggja. Heildareinkunn 111. Svarfdal 22006 frá Göngu- stöðum í Svarfaðardal undan Tanna 15065 og móðurfaðir er Lögur 07047. Erfðamat Svarfdals segir að dætur hans verði í meðallagi mjólkurlagnar með hátt fituhlutfall í mjólk og próteinhlutfall nærri meðallagi. Júgurgerðin frábær með mikilli festu og þau mjög vel borin. Spenar væntanlega í grennri kantinum en ákaflega vel settir. Vænta má meðalgóðra mjalta og góðs skapar. Heildareinkunn 112. Hnallur 22008 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi, faðir er Skírnir 16018 og móðurfaðir Dropi 10077. Erfðamatið gefur til kynna að dætur Hnalls verði mjög mjólkurlagnar kýr með hlutföll verðefna í mjólk nærri meðallagi. Júgurgerð ætti að verða mjög góð, mikil festa og þau vel borin. Spenar verða í nettari kantinum, mjaltir og skap mjög gott hvoru tveggja. Heildareinkunn 111. Kajak 22009 frá Þorgautsstöðum í Hvítársíðu, faðir er Róður 16019 og móðurfaðir Bambi 08049. Samkvæmt erfðamati verða dætur Kajaks mjólkurlagnar kýr með hlutföll verðefna í mjólk í góðu meðallagi. Júgurgerðin ákaflega góð, mikil festa, áberandi júgurband og þau vel borin. Spenar fremur nettir en ákaflega vel settir. Mjaltir og skap mjög gott hvoru tveggja. Heildareinkunn 112. Ægir 22010 frá Hlemmiskeiði 2 á Skeiðum, undan Tanna 15065 og móðurfaðir er Stáli 14050. Erfðamat Ægis segir að dætur Guðmundur Jóhannesson ráðunautur í nautgriparækt mundi@rml.is Vorsi 22002 frá Vorsabæ. Hnallur 22008 frá Birtingaholti IV. Ægir 22010 frá Hlemmiskeiði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.