Bændablaðið - 07.09.2023, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 07.09.2023, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2023 LÍF&STARF „Ég stend með sveitinni, hún er minn heimur“ – Verk Ísleifs Sesselíusar Konráðssonar sýnd á Drangsnesi Verk eins helsta naívista þjóðar- innar eru um þessar mundir til sýnis á gamla bókasafninu á Drangs- nesi við Steingrímsfjörð. Ísleifur Sesselíus Konráðsson var alþýðulistamaður, fæddur á Stað í Steingrímsfirði árið 1889. Ungur vann hann ýmis störf til sjós og lands en fór til Danmerkur um þrítugt og starfaði m.a. á Hovedbanegaarden, í Tívolí og á Dyrehavsbakken í um hálfan annan áratug. Hann hafði áhuga á myndlist og sagan segir að hann hafi einhverju sinni hitt Kjarval og sá síðarnefndi hvatt hann til að kaupa sér liti og léreft og hefjast handa. Ekki er vitað til að Ísleifur hafi hlotið leiðsögn í málaralist. Hann var einfari í íslenskri myndlist, sjálflærður og kom sér á efri árum upp eigin myndveröld, handan við sögu og tíma, eins og Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur segir í hugleiðingu um verk hans. Myndir hans eru málaðar hnausþykkum litum og sýna gjarnan landslag, ekki endilega raunverulegt heldur eins og það er í hugskoti listamannsins, gróður, fuglalíf og kennileiti. Hvítt rósatraf „Í myndum Ísleifs víkur eltingaleikur við staðreyndir alltaf fyrir lönguninni til að „hafa líf í náttúrunni“, eins og hann segir í viðtali við Matthías Johannessen [Morgunblaðið, 1962, innsk.blm.]. Og náttúran í verkum hans er sannarlega sneisafull af lifandi verum (þó ekki mannverum, við þær réði hann sennilega ekki): hestum, kindum, hreindýrum, hvítabjörnum og umfram allt fuglum,“ skrifar Aðalsteinn. Listamaðurinn taldi náttúruna fulla af vættum og ástæðu þess að menn sæju ekki t.a.m. huldufólk vera þá að „filman í skynjun okkar sé undirlýst“. Hann sá aldrei huldufólk sjálfur en bað fólk um að raska ekki ró þess þar sem verk hans voru sýnd. Í fyrrnefndu viðtali við Matthías sagðist Ísleifur aldrei mála sólsetur því hann vildi hafa tröll í myndum sínum og þau væru aðeins á ferli um nætur. Hann hafði litlar mætur á borginni, þar sem engar væru vættirnar, en þær tengdust landinu í sinni hreinustu og tærustu mynd. Skýin voru í hans huga ein tærasta ímynd fegurðar og kallaði Ísleifur þau „hvítt rósatraf“. Í verkum hans er alltaf veðurblíða enda gætti hann þess að ekki „laumaðist nein vitleysa inn í myndirnar“. Ísleifur sagði enn fremur í viðtalinu að hauststjörnurnar væru óvenju fallegar við Steingrímsfjörð, sumarnæturnar heiðar og bjartar og að þær færu svo vel við kletta og grænar lautir að ómögulegt sé að fyrirgefa nokkrum manni sem lætur sér sæma að eyða slíkri fegurð til einskis. Á slíkum stað sé ekki hægt að komast hjá því að vera ástfanginn. Búsæld og fegurð haldast í hendur Í samantekt Ólafs J. Engilbertssonar um Ísleif segir að í huga listamannsins hafi mestu hamingjustundir hans verið að sitja yfir ánum fyrir norðan og gleyma sér með þeim og því til áréttingar segir Ísleifur í fyrrnefndu viðtali: „Nú flykkjast allir til Reykjavíkur og halda að þar séu fallegar lautir og grasivaxnir balar, en það er ekki hægt að bera það saman við Steingrímsfjörð. Ég stend með sveitinni, hún er minn heimur. Ég hef tekið sveitina með mér, hvert sem ég hef farið. Ég hef aldrei vogað mér lengra en svo að ég gæti tekið æskustöðvarnar með mér.“ Steingrímur lést árið 1972 og hvílir í Drangsneskirkjugarði. Björn Th. Björnsson listfræðingur skipulagði útför hans fyrir hönd vina listamannsins. Hafði Björn ritað í sýningarskrá fyrstu sýningar Ísleifs, í Bogasal árið 1962, að myndveröld hans ætti rætur í íslenskri bændamenningu „... þar sem búsæld og fegurð haldast jafnan í hendur og hrikaleikinn er sem oftast í bland við einhverjar duldar vættir“. Það er Steingrímur listafélag sem stendur að sýningunni og standa þar að baki þær Ásta Þórisdóttir, Didda H. Leaman, Inga Þórey Jóhannsdóttir og Þórunn Björnsdóttir. Þær segja verk Ísleifs hafa ratað víða en ekki verið til nein heildarskrá um þau fram að þessu. Því er óskað eftir upplýsingum frá fólki um hvað eina sem tengist Ísleifi, svo sem ljósmyndum af verkum hans og honum sjálfum auk upplýsinga um t.d. ljóð hans og muni. Aðstandendur sýningarinnar bjóða upp á vinnustofur fyrir grunnskólanemendur á svæðinu í tengslum við sýninguna. Hún ber heitið Ísleifur á heimaslóð og verður opin til 17. september nk. Götuskráð, hvít númer Krókur, dráttargeta 680 kg Ultramatic sjálfskipting 10 ára ábyrgð á reim, 5 ára ábyrgð á hjóli Hátt og lágt drif og driflæsingar Einungis 307 kg með bensíni og olíum Warn spil að framan Rafmagnsstýri Þrautreynd við íslenskar aðstæður — verð frá 2.560.000 kr. Mikið úrval aukahluta í boði s.s. aukasæti og fótstig, framrúða, töskur omfl. YAMAHA GRIZZLY EPS FJÓRHJÓL — klár til afgreiðslu! Yamaha á Íslandi Kletthálsi 3, 110 Reykjavík S 540 4980 | www.yamaha.is Umboðsaðili Steinunn Ásmundsdóttir steinunn@bondi.is Grímsey á Steingrímsfirði. Drangar. Rauðisandur.Kaldrananes. Verk Ísleifs Konráðssonar eru sýnd í gamla bókasafninu á Drangsnesi í Strandasýslu. Myndir / Steingrímur listafélag Ísleifur Sesselíus Konráðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.