Bændablaðið - 07.09.2023, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 07.09.2023, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2023 Veðurfar leikur eitt stærsta hlutverkið í kornrækt og því er ekki hægt að stýra, ekki frekar en annars staðar, en hér er allra veðra von allan ársins hring. Norðlæg lega landsins gerir það að verkum að sumrin eru stutt og hitastigið svalt. Hérlendis höfum við þó töluvert af landi og vatni, sem er takmarkandi þáttur víðs vegar annars staðar í heiminum. Innflutningur á byggi og hveiti árið 2022 var um 60 þúsund tonn, sem mögulega væri hægt að rækta hérlendis og anna þar með eftirspurn markaðarins, að því gefnu að íslenskt korn verði samkeppnishæft í verði og gæðum. Að ekki sé talað um ávinning þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og ná markmiðum um kolefnishlutleysi, að minnsta kosti að minnka kolefnisspor, með því að rækta vöruna hérlendis sem næst neytandanum þar sem yfirvofandi loftslagsvá og hamfarahlýnun skal ekki taka af léttúð. Kornrækt eykur fæðuöryggi Til að íslenskt korn geti tekið við af innfluttu korni þarf hins vegar fyrst að þróa og skapa umgjörð fyrir innlendan kornmarkað. Bændur hafa kallað eftir einhvers konar tryggingakerfi svo kornræktin verði áhættunnar virði. Það er til mikils að vinna ef vel tekst til, m.a. að auka fæðuöryggi, tryggja sjálfbærni og efla íslenskan landbúnað. Skýrslan „Bleikir akrar – aðgerða- áætlun um aukna kornrækt“ er afurð starfshóps matvælaráðherra sem var útgefin fyrr á árinu. Þar er tekið fram að kornrækt hefur verið stunduð hérlendis frá landnámi, þó með mislöngum hléum, en frá árinu 1990 tók kornrækt verulega að aukast sem náði hámarki kringum 2010. Þá fór örlítið að halla undan fæti en hefur svo farið vaxandi á nýjan leik. Síðastliðin ár hefur uppskera aukist og er nú um 10.000 tonn, mestmegnis bygg. Talið er að um 300 bændur standi að kornrækt hérlendis. Það korn sem ræktað er fer mest til fóðrunar eigin skepna heima á bæjum. Áætlanir segja til um að á næstu 20 árum geti markaður fyrir bygg og hveiti hérlendis farið yfir 100.000 tonn, sem sagt tífaldast að stærð. Aðkoma stjórnvalda Einstaklingsframtak bænda hefur vegið þungt í kornrækt hérlendis en ríkið hefur hingað til lítið komið að stuðningi við greinina, sem er sérstakt í ljósi þess að um 25% af orkuneyslu mannsins kemur frá korntegundum. En nú kveður við nýjan tón hjá stjórnvöldum og eflaust hafa þættir eins og heimsfaraldur kórónuveiru, stríðsátök í heiminum og loftslagsvá ýtt við ráðamönnum því samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verða tveir milljarðar, á árunum 2024–2028, nýttir til þess að hrinda aðgerðaáætlun um aukna kornrækt í framkvæmd. Nú eru einungis fjórir mánuðir eftir af árinu, eða þangað til þessir fjármunir, eða hluti þeirra, eiga að koma inn í greinina. Leitað var eftir svörum um ráðstöfun þessara fjármuna til korn- ræktar á Íslandi hjá matvæla- ráðuneytinu en ekki fengust svör í tæka tíð fyrir prentun. Álit sérfræðinga Hrannar Smári Hilmarsson starfar sem tilraunastjóri Jarðræktar- miðstöðvar Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) og er einn höfunda skýrslunnar Bleikir akrar. „Fyrsta forgangsmál kornræktar á Íslandi er að það þarf að kynbæta korn. Allt annað verður til einskis ef ekki verða til kynbætur á korni, eins og annars staðar í heiminum.“ Hrannar segir kynbætur á korni hafa legið í dvala hérlendis, alveg síðan kynbótaverkefni Jónatans Hermannssonar lögðust af fyrir mörgum árum og í samanburði við nágrannalönd okkar erum við langt á eftir í plöntukynbótum. „Á þessari öld hefur þróun í plöntukynbótum verið gríðarlega hröð sem við höfum algjörlega farið á mis við. Þegar kornkynbætur hérlendis hefðu átt að eflast lögðust þær nánast af.“ Hrannar telur ástæðuna hafa verið skipulagsleysi og skort á fjármagni. Hann bendir jafnframt á að erlendis eru einkarekin fyrirtæki sem starfa að plöntukynbótum en slíkt er ekki raunhæft hérlendis. Það hafi svo ekki verið fyrr en ráðherra matvæla, Svandís Svavarsdóttir, skipaði starfshóp sem skrifaði áðurnefnda skýrslu, Bleikir akrar, að hjólin fóru að snúast á nýjan leik. Hrannar fagnar því hversu vel ráðherra hefur tekið í skýrsluna og að hún sýni það í verki en áætluð er tveggja milljarða innspýting í greinina næstu fjögur ár, 2024 til 2028. FRÉTTASKÝRING ÚRVAL ÚTSÝN 585 4000 WWW.UU.ISINFO@UU.IS *Verð á mann m.v. 2 fullorðna. Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvalla- gjöld og skattar, gisting með morgunverði, ferðataska og handfarangur. Keflavík Agadir Agadir Keflavík 09:00 15:00 19:15 22:30FRÁBÆRIR FLUGTÍMAR TAKMARKAÐUR SÆTAFJÖLDI! GISTING MEÐ MORGUNVERÐI AGADIR, MAROKKÓ BEINT FLUG OG ÍSLENSK FARARSTJÓRN verð frá 149.900 KR.* 31. OKTÓBER - 8. NÓVEMBER 8 DAGAR Kornrækt: Í sókn eftir erfiðleika – Hefur þessum málaflokki verið sinnt með fullnægjandi hætti? Kornrækt hefur verið stunduð hérlendis frá landnámi, þó með mislöngum hléum, en frá árinu 1990 tók kornrækt verulega að aukast sem náði hámarki kringum 2010. Myndir / Hrannar Smári Hilmarsson Kornrækt virðist vera í sókn á nýjan leik og hefur ákvörðun stjórnvalda að setja töluvert fjármagn inn í greinina hjálpað mikið til. Starfshópur á vegum matvælaráðuneytis framkvæmdi ítarlega úttekt á stöðu kornræktar á Íslandi sem leiddi til umbreytinga. Þórdís Anna Gylfadóttir thordisannag@gmail.com Fyrsta forgangs- mál kornræktar á Íslandi er að það þarf að kynbæta korn. Allt annað verður til einskis ef ekki verða til kynbætur á korni, eins og annarsstaðar í heiminum...“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.