Bændablaðið - 07.09.2023, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2023
UTAN ÚR HEIMI
Suzuki á Íslandi
Skeifunni 17
Sími 568 5100
www.suzuki.is
LÁTTU EKKERT STOPPA ÞIG!
Suzuki fjórhjól eru með power stýri og 100% driflæsingu.
Þau eru létt, lipur og meðfærilegTraust, ódýr í rekstri
og þægileg í notkun.
S UZUK I FJÓRHJÓL
KINGQUAD 750AXI 4X4
VERÐ KR. 2.590.000
FAO:
Málþing um matvæli
á heimsvísu
Ár hvert heldur Matvæla- og
landbúnaðarstofnun Sameinuðu
þjóðanna (FAO) málþing um
matvæli á heimsvísu (e. World
Food Forum - WFF). Þingið
fer fram 16.–20. október í
höfuðstöðvum FAO í Róm, Ítalíu,
en þingið fer einnig fram rafrænt.
Aðalumræðuefni þingsins verður
um það hvernig hægt sé að gera
ræktun og framleiðslu í landbúnaði og
matvælaiðnaði (e. agrifood systems)
hagkvæmari og umhverfisvænni
til að draga úr mengun og losun
gróðurhúsalofttegunda.
Leitað leiða
Umræðuefnið er gríðarstórt og tekur
til allra þeirra þátta sem ná frá því
að matvæli eru ræktuð þar til þau
eru komin á borð neytenda. Þar má
t.d. telja upp þætti líkt og ræktun,
framleiðslu, geymslu, samsöfnun,
meðhöndlun eftir uppskeru, flutning,
vinnslu, dreifingu, markaðssetningu,
förgun og neyslu. Átt er við öll þau
matvæli sem eru ætluð til manneldis,
hvort sem þau eiga upptök sín í
gróðurhúsum eða landi, búfjárrækt,
skógrækt, sjávarútvegi eða fiskeldi.
Leitað verður leiða til að flýta
fyrir aðkallandi loftslagsaðgerðum
sem tengjast ofantöldum málefnum
en talið er að vegna þeirra sé
tilkomin þriðjungur þeirra
gróðurhúsalofttegunda sem eru af
manna völdum, 90% af eyðingu
skóga á heimsvísu, 70% af notkun
vatns á heimsvísu og fækkunar
á líffræðilegum fjölbreytileika á
landi. Talið er að það sé hægt að
breyta þessu og ætti að vera ein
af aðaláherslunum í baráttunni við
loftslagsmál.
Matvælum fargað
Matur er líka stærsti einstaki
efnisflokkurinn sem fargað er á
urðunarstöðum á heimsvísu og
árlega er talið að þeim matvælum
sem er sóað eða hent nægi til þess að
fæða 1,3 milljarða manna. Á sama
tíma er talið að um 735 milljónir
manna á heimsvísu hafi lifað við
hungursneyð árið 2022, sem er
aukning um 122 milljónir manna
frá árinu 2019.
Í ár verður ungu kynslóðinni
sérstaklega boðið til þátttöku þar
sem mikilvægt er að tengja saman
og auka samstarf núverandi og
næstu kynslóða í baráttunni við
loftslagsmál. Einnig til þess að
nýta samanlagða hugvitssemi þeirra
í vísindum, tækni og nýsköpun og
greina fjárfestingartækifæri innan
matvæla og landbúnaðar. Auk
ungu kynslóðarinnar eru boðnir til
þingsins bændur, smáframleiðendur,
frumbyggjar, stjórnmálamenn,
fjárfestar í landbúnaði og
vísindamenn – öll með sama
markmið, að komast nær fæðuöryggi
og nálgast betri framtíð matvæla fyrir
alla á umhverfisvænan hátt.
/ÞAG
Talið er að þeim matvælum sem er sóað eða hent gæti nægt til þess að fæða
1,3 milljarða manna. Mynd / Unsplash - Roman Mykhalchuk
Ræktun:
Prosecco-freyðivín
í útrýmingarhættu
– Veðuröfgum og álagi eftirspurnarinnar um að kenna
Undanfarin ár hefur það færst í
vöxt að drónar séu nýttir til ýmissa
verka í landbúnaði í þeim tilgangi
að spara tíma og vinnu ásamt því
að auka sjálfvirkni.
Á vef breska blaðsins Farmers
weekly má lesa um tilraunir og
reynslusögur breskra bænda við
notkun dróna við sáningu, úðun og
áburðardreifingu í kornrækt.
Drónarnir hafa nýst þeim vel
í ýmis verk, t.d. að fylgjast með
vaxtarhraða, rakastigi og framgangi
uppskeru á ökrum þeirra sem sumir
hverjir eru fleiri hundruð hektarar að
stærð. Slíkt eftirlit hefur áður tekið
þá nokkra daga í vinnu sem þeir
vinna nú á nokkrum klukkustundum.
Með slíku eftirliti er auðveldara að
ákvarða magn áburðargjafar og hvort,
þá hversu mikið, þarf að vökva. Sumir
hafa einnig nýtt drónana til dreifingar
á áburði og til vökvunar á einstaka
svæðum, sérstaklega svæðum sem eru
erfið yfirferðar.
Nýtast vel á slæmu undirlagi
Drónarnir nýtast sérstaklega vel þegar
undirlag er ekki gott, t.d. jarðvegur er
blautur og viðkvæmur. Þeir sem hafa
prófað notkun dróna við sáningu telja
kostina vera tímasparnað auk þess
sem auðveldara er að komast um án
þess að eiga á hættu að skemma eða
eyðileggja landið þegar ekið er um á
þungum tækjum. Að ótöldum sparnaði
í eldsneytiskostnaði.
Drónarnir störfuðu á meðalhraða
7,7 m/sek og höfðu allt að 25 kg
burðargetu. Við bestu mögulegu
aðstæður, þá sérstaklega þegar
vindhraði er ekki of mikill, geta
drónarnir náð allt að 12 m/sek í hraða.
Það gæti jafngilt sáningu á 20 ha landi
á einni klukkustund.
Einfaldir í notkun
Drónarnir eru fáanlegir í mismunandi
stærðum með mismikilli burðargetu.
Þeir eru tiltölulega einfaldir í notkun
og er stjórnað með smáforriti í farsíma
eða spjaldtölvu. Í ljósi þess hversu
vinsælir drónarnir hafa orðið við störf
í landbúnaði hefur landbúnaðarháskóli
í Bretlandi hafið kennslu við skólann
á notkun dróna í landbúnaði.
Gallarnir eru hins vegar þeir að
lög og reglugerðir stjórnvalda um
notkun dróna í landbúnaði er langt á
eftir tækninni og hafa breskir bændur
kvartað undan seinagangi stjórnvalda
við að uppfæra reglugerðina svo hægt
sé að nýta tæknina við landbúnaðar-
störf. Takmarkanirnar snúa aðallega
að því með hvaða efni drónarnir mega
fljúga með en nú virðast stjórnvöld
vera í þeirri vinnu að uppfæra
reglugerðirnar í takt við tímann. /ÞAG
Notkun dróna í kornrækt
– Sáning allt að 20 ha/klst.
Freyðivínið Prosecco gæti horfið
vegna loftslagsbreytinga, ef svo fer
fram sem horfir.
Sérfræðingar vara við því að
sum af uppáhaldsvínum Evrópubúa
geti mögulega þurrkast út vegna
loftslagsbreytinga. Eru þar nefnd
til sögunnar Burgundy, Grand Cru
og Cabernet Sauvignon en þó fyrst
og fremst Prosecco sem framleitt er
í fjallavíngörðum Ítalíu og er einn
allra vinsælasti drykkur álfunnar.
Það er hin tortímandi blanda
jarðvegsrýrnunar og veðuröfga sem
er að ganga af Prosecco dauðu og
hefur þau áhrif að vínberjauppskeran
fer stöðugt minnkandi. Í grein á
Euronews segir frá nýrri rannsókn
sem birt var í iScience-tímaritinu
í júlí og er niðurstaða hennar að
Prosecco-uppskeran sé viðkvæm
og í hættu. Segir dr. Paolo Tarolli
hjá Padova-háskóla á Ítalíu að
hættan sé ekki aðeins að
tapa landbúnaðarafurð
eða verða vitni að
landslagsbreytingum,
heldur hafi þetta neikvæð
áhrif á staðbundin
hagkerfi. „Hætta er á
að við glötum sögu
heilu samfélaganna og
menningarrótum þeirra,“
segir Tarolli í greininni.
Misjöfn og oft
og tíðum mjög vond
veður hafa gert
vínframleiðendum erfitt
um vik. Geysimiklar
og oft mjög skyndilegar
rigningar hafa í för með sér
jarðvegseyðingu þegar jarðvegi
brekkna í bröttum vínekrum
Norður-Ítalíu skolar burt. Á
hinn bóginn eru miklir þurrkar
sem gera áveitu mjög erfiða.
Síðasta vor einkenndist
af miklum rigningum
og hagléljum og í kjölfarið kom afar
heitt sumar. Framleiðendur áætla að
þetta óstöðuga veðurfar geti dregið
úr uppskeru ítölsku vínþrúgnanna
um allt að fimmtung.
Vítahringur eftirspurnarinnar
Bragðið af hinu ofurvinsæla
Prosecco er tilkomið vegna
ræktunar þrúgnanna í mikilli hæð
yfir sjávarmáli. Fjallaræktaðar
vínberjaþrúgur eru minni og hafa
hærra hlutfall hýðis og safa sem
gefur þeim sterkara bragð. Þær
fá líka mikla sól og lægra hitastig
vegna hæðar sem kemur í veg fyrir
að þrúgurnar bakist. Sérlega erfitt
þykir þó að rækta í þessum bröttu
brekkum sem hafa sumar hverjar
yfir 30% halla.
Eftirspurn eftir þrúgunum er
gríðarleg og er sögð hafa aukist um
rúmlega 33% á sl. fimm
árum. Til samanburðar
jókst eftirspurn eftir
frönsku kampavíni um
1% á sama tímabili.
Eins og þetta sé
ekki nóg þá segir
Tarolli að lýðfræðilegar
breytingar og fólksflótti
úr dreifbýli hafi
leitt til alvarlegs
vinnuaflsskorts í
fjöllunum sem um
ræðir. Ástandið muni
versna og æ erfiðara
verði að fá fólk til
uppskerustarfa. „Ný kynslóð
er ekki tilbúin til að vinna
við svona erfiðar aðstæður ef
efnahagslegur ávinningur er
óverulegur,“ segir hann.
Ásókn heimsins í Prosecco
hefur þrýst á meiri ræktun í
fjöllunum og sem slík orðið
völd að jarðvegseyðingu.
Fyrir nokkrum árum vann hópur
landfræðinga við Padua-háskóla
rannsókn á jarðvegseyðingu og
framleiðslusjálfbærni Proseccos.
Niðurstaða þeirra var m.a. að allt
að 74% af jarðvegstapi á Veneto-
svæðinu, einkum í suðurhlíðum
fjalllendisins, var beinlínis vegna
Prosecco-framleiðslu eða jafngildi
um fjögur hundruð þúsund tonna
af jarðvegi árlega. Jarðvegurinn er
viðkvæmur og rýr og gróðursetning
vínviðarins veikir hann, auk
þess sem sumir framleiðendanna
nota illgresis- og skordýraeitur
sem dregur enn frekar úr gæðum
moldarinnar og skilar sér út í ár með
tilheyrandi áhrifum á lífríki þeirra.
Þegar veðuröfgar bætast ofan á er
þetta talið tapað spil þrátt fyrir að
framleiðendur hafi reynt að svara
eftirspurn með sívaxandi ræktun
í fjöllunum. Reynt hefur verið að
bregðast við með gróðursetningu
limgerða kringum vínekrur í þeirri
viðleitni að jarðveginum skoli ekki
burt í rigningum.
Hrísgrjón, ólífur og bygg í hættu
Það er ekki aðeins vínberjaræktun
sem á erfitt uppdráttar á tímum
loftslagsvár. Sem dæmi um slíkt innan
Evrópu má nefna að uppskera hefur
minnkað verulega á hrísgrjónum á
Norður-Ítalíu, ólífuolíu á Spáni og
byggi í Bretlandi.
Milliríkjanefnd um loftslags-
breytingar (IPCC) hefur varað við
því að með 1,5 gráða hlýnun muni
um 8% af ræktuðu landi jarðarinnar
verða ónothæft eða óhentugt undir
landbúnað. Samkvæmt skýrslu World
Meterological Organization, sem
birt var í vor, eru taldar 66% líkur
á að árlegur meðalhiti á heimsvísu
fari í 1,5 gráður yfir hitastigi fyrir
iðnbyltingu, á næstu fimm árum. /sá