Bændablaðið - 07.09.2023, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2023
Alls hófu 128 nemendur nám í
Menntaskólanum á Laugarvatni
nýverið og dvelja allir á heimavist
skólans. Starfsmenn eru 34.
Ekki var hægt að taka á móti
öllum nemendum í vor sem sóttu
um inngöngu í skólann. Af þessum
128 nemendum er 54 nýnemar.
Jafnt hlutfall kynjanna
„Kynjahlutfallið hefur undan
farin ár sigið í þá áttina að
kvenkynsnemendur eru í tölu
verðum meirihluta. Það eru því
ánægjulegar fréttir að nánast jafnt
hlutfall er af stúlkum og piltum í
nýnemahópnum okkar nú í haust.
Ég tek þó fram að ML gefur
nemendum sínum rými til að
skilgreina kyn sitt í fleiri flokka en
kk og kvk en það er mikilvægt að
nemendahópurinn sé fjölbreyttur og
gott að hér sé jafnvægi á milli kynja.
Um leið og við gleðjumst yfir
því að strákar séu nú 40% nemenda
skólans þá reynum við að rýna
í hvað það er sem veldur aukinni
aðsókn þeirra,“ segir Jóna Katrín
Hilmarsdóttir skólameistari.
Skólinn byrjar 8.30
Síðasta haust var sú breyting
gerð á skólanum að skólabyrjun
á morgnana var seinkað. „Já, í
stað þess að hefja kennslu kl. 8.15
byrjum við nú 8.30.
Óformlegar kannanir meðal
starfsfólks benda til þess að eftir
þessa breytingu sé spennustigið
lægra á morgnana á heimilum þar
sem koma þarf börnum í skóla og
leikskóla og því er streitan minni.
Nemendur ML hafa ekki hallmælt
fyrirkomulaginu og ná vonandi
betri svefni. Ekki er hægt að draga
ályktanir um að námsárangur hafi
batnað í kjölfarið fyrr en að lengri
tíma liðnum. Við gerum ráð fyrir
því að halda þessu skipulagi áfram,“
segir Jóna Katrín.
Ávaxtastund í vetur
Í skólanum er rekið mötuneyti
þar sem nemendur fá morgunmat,
hádegismat, síðdegissnarl og
kvöldmat og lögð áhersla á að um
næringarríkt fæði sé að ræða.
„Til þess að ýta undir að
nemendur næri sig fyrir hádegið
verðum við með ávaxtastund í vetur
en í frímínútum rétt fyrir kl. 10 á
morgnana geta nemendur nálgast
ávexti til að fleyta sér fram að
hádegismat og vonandi nýtist það
einhverjum.
Því það er ekki bara mikilvægt
að nærast á morgnana heldur
þarf næringin að vera holl,“ segir
skólameistarinn að endingu. /MHH
FRÉTTIR
Smalahundafélag Íslands:
Maríus Snær sigursæll í
báðum keppnisflokkunum
Maríus Snær Halldórsson sigraði
í A-flokki í Lands keppni Smala-
hundafélags Íslands með hundinn
Rosa frá Ketilsstöðum. Elísabet
Gunnarsdóttir varð önnur með
hundinn Ripley frá Írlandi.
Svo skemmtilega vill til að þau
Rosi og Ripley eru mæðgin.
Í þriðja sæti í Aflokknum urðu
Krzysztof Krawczyk og hundurinn
Oreó frá Hallgilsstöðum.
Keppnin var haldin í Mýrdal
í Kolbeinsstaðahreppi helgina
19.–20. ágúst.
Að sögn Hrafnhildar Tíbrár
Halldórs dóttur, ritara Smala
hundafélagsins, lék veðrið við
keppendur og gesti á mótinu á
laugardeginum. „Lognið flýtti sér
helst til mikið seinni daginn og
var ákveðið að snúa brautinni til
hagræðingar fyrir keppendur og
áhorfendur,“ segir hún.
Samstarf smalahundadeilda
Mótið var haldið í samstarfi við
Smalahundadeild Snæfellsness
og Hnappadals og var keppt í
tveimur flokkum, Aflokki og
Unghundaflokki. Alls voru 14
hundar skráðir til leiks, flestir
keppendur í Aflokki.
Hrafnhildur segir að í Aflokki
séu hundar sem komnir eru með
talsverða reynslu og þurfa hundarnir
að leysa verkefni í krefjandi
aðstæðum með fyrirmælum frá
þjálfara sínum. „Þjálfarinn verður
að standa á sínum upphafsstað frá
því hann sendir hund af stað og þar
til hundurinn hefur klárað að sækja
kindurnar í um 400 metra fjarlægð,
reka kindurnar í gegnum þrjú hlið.
En þá kemur hann með hópinn í
svokallaðan skiptihring þar sem
hundur og þjálfari hjálpast að við
að skilja tvær kindur frá hópnum
áður en hann er rekinn í litla rétt.
Rúsínan í pylsuendanum er síðan ef
hundinum tekst að taka eina merkta
kind úr hópnum í skiptihringnum.“
Frábærir taktar
Að sögn Hrafnhildar sýndu þau
Maríus Snær og Elísabet frábæra
takta báða dagana með hunda
sína Rosa og Ripley. Maríus vann
Unghundaflokkinn, auk Aflokks.
„Þessi pör höfðu þegar unnið sér inn
rétt til að fara út á Heimsmeistaramót
International Sheepdog Society
fyrir hönd Smalahundafélagsins en
það verður haldið dagana 13.–16.
september næstkomandi og við
óskum þeim velfarnaðar á því móti.
Við fengum skoskan dómara, Ian
Brownlie, til að dæma í keppninni.
Með honum í för var eiginkona
hans, Jennifer Murtagh, sem ritari
og þökkum við þeim kærlega fyrir
aðstoðina.
Við þökkum Líflandi líka
kærlega, sem styrkti mótshaldið
með veglegum vinningum,“ segir
Hrafnhildur. /smh
Elísabet Gunnarsdóttir, Maríus Snær Halldórsson og Krzysztof Krawczyk. Myndir / Smalahundafélag Íslands
Hundarnir leysa verkefni í krefjandi aðstæðum með fyrirmælum frá þjálfara.
Í vetur stunda 128 nemendur nám við skólann og dvelja allir á heimavistinni.
Mynd / MHH
Sveppur af ættkvíslinni Rhizo-
pogon fannst nýlega á Íslandi en
hann hefur ekki verið skráður
áður hér á landi.
Sveppurinn fannst í Nausta
borgum við Akureyri og vex á
mel þar sem tré hafa verið gróður
sett. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir,
sveppafræðingur hjá Náttúru
fræðistofnun, hefur greint sveppinn
og virðist hann nýr landnemi á
Íslandi. Er hann líkur trufflusvepp
í útliti, gulbrúnn, óreglulega kúlu
laga og vex hálfgrafinn í jörð.
Sveppurinn er ekki ætur.
Rhizopogonsveppir eru algengir
erlendis, einkum nálægt furum og
eru taldir gegna mikilvægu hlutverki
í vistfræði barrskóga.
Sveppurinn er m.a. settur í
sérstakar blöndur til að mynda
svepparætur á ungum trjáplöntum.
Rhizopogontegundir hafa
verið notaðar við endurheimt skóga
í kjölfar rasks af náttúrulegum
eða manna völdum og eru taldar
gegna mikilvægu hlutverki við að
auðvelda jarðvegsbindingu kolefnis
í sveppaskógum.
Greint var frá fundinum í
Facebookhóp Guðríðar Gyðu: Funga
Íslandssveppir ætir eður ei. /sá
Nýr sveppur af Rhizopogon-ættkvísl fannst nýlega í Eyjafirði.
Mynd / Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir
Lífríki:
Nýr landnemi úr svepparíkinu
Menntaskólinn á Laugarvatni:
Jafnt kynjahlutfall nemenda
Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skóla meistari
Menntaskólans á Laugarvatni.
Mynd / Aðsend
Pantaðu varahluti fyrir Honda fjórhjólið tímanlega
í síma 590 2150 eða á varahlutir@askja.is.
Add a heading
Er hjólið klárt fyrir
göngurnar í haust?