Bændablaðið - 07.09.2023, Side 14

Bændablaðið - 07.09.2023, Side 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2023 Alls hófu 128 nemendur nám í Menntaskólanum á Laugarvatni nýverið og dvelja allir á heimavist skólans. Starfsmenn eru 34. Ekki var hægt að taka á móti öllum nemendum í vor sem sóttu um inngöngu í skólann. Af þessum 128 nemendum er 54 nýnemar. Jafnt hlutfall kynjanna „Kynjahlutfallið hefur undan­ farin ár sigið í þá áttina að kvenkynsnemendur eru í tölu­ verðum meirihluta. Það eru því ánægjulegar fréttir að nánast jafnt hlutfall er af stúlkum og piltum í nýnemahópnum okkar nú í haust. Ég tek þó fram að ML gefur nemendum sínum rými til að skilgreina kyn sitt í fleiri flokka en kk og kvk en það er mikilvægt að nemendahópurinn sé fjölbreyttur og gott að hér sé jafnvægi á milli kynja. Um leið og við gleðjumst yfir því að strákar séu nú 40% nemenda skólans þá reynum við að rýna í hvað það er sem veldur aukinni aðsókn þeirra,“ segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir skólameistari. Skólinn byrjar 8.30 Síðasta haust var sú breyting gerð á skólanum að skólabyrjun á morgnana var seinkað. „Já, í stað þess að hefja kennslu kl. 8.15 byrjum við nú 8.30. Óformlegar kannanir meðal starfsfólks benda til þess að eftir þessa breytingu sé spennustigið lægra á morgnana á heimilum þar sem koma þarf börnum í skóla og leikskóla og því er streitan minni. Nemendur ML hafa ekki hallmælt fyrirkomulaginu og ná vonandi betri svefni. Ekki er hægt að draga ályktanir um að námsárangur hafi batnað í kjölfarið fyrr en að lengri tíma liðnum. Við gerum ráð fyrir því að halda þessu skipulagi áfram,“ segir Jóna Katrín. Ávaxtastund í vetur Í skólanum er rekið mötuneyti þar sem nemendur fá morgunmat, hádegismat, síðdegissnarl og kvöldmat og lögð áhersla á að um næringarríkt fæði sé að ræða. „Til þess að ýta undir að nemendur næri sig fyrir hádegið verðum við með ávaxtastund í vetur en í frímínútum rétt fyrir kl. 10 á morgnana geta nemendur nálgast ávexti til að fleyta sér fram að hádegismat og vonandi nýtist það einhverjum. Því það er ekki bara mikilvægt að nærast á morgnana heldur þarf næringin að vera holl,“ segir skólameistarinn að endingu. /MHH FRÉTTIR Smalahundafélag Íslands: Maríus Snær sigursæll í báðum keppnisflokkunum Maríus Snær Halldórsson sigraði í A-flokki í Lands keppni Smala- hundafélags Íslands með hundinn Rosa frá Ketilsstöðum. Elísabet Gunnarsdóttir varð önnur með hundinn Ripley frá Írlandi. Svo skemmtilega vill til að þau Rosi og Ripley eru mæðgin. Í þriðja sæti í A­flokknum urðu Krzysztof Krawczyk og hundurinn Oreó frá Hallgilsstöðum. Keppnin var haldin í Mýrdal í Kolbeinsstaðahreppi helgina 19.–20. ágúst. Að sögn Hrafnhildar Tíbrár Halldórs dóttur, ritara Smala­ hundafélagsins, lék veðrið við keppendur og gesti á mótinu á laugardeginum. „Lognið flýtti sér helst til mikið seinni daginn og var ákveðið að snúa brautinni til hagræðingar fyrir keppendur og áhorfendur,“ segir hún. Samstarf smalahundadeilda Mótið var haldið í samstarfi við Smalahundadeild Snæfellsness og Hnappadals og var keppt í tveimur flokkum, A­flokki og Unghundaflokki. Alls voru 14 hundar skráðir til leiks, flestir keppendur í A­flokki. Hrafnhildur segir að í A­flokki séu hundar sem komnir eru með talsverða reynslu og þurfa hundarnir að leysa verkefni í krefjandi aðstæðum með fyrirmælum frá þjálfara sínum. „Þjálfarinn verður að standa á sínum upphafsstað frá því hann sendir hund af stað og þar til hundurinn hefur klárað að sækja kindurnar í um 400 metra fjarlægð, reka kindurnar í gegnum þrjú hlið. En þá kemur hann með hópinn í svokallaðan skiptihring þar sem hundur og þjálfari hjálpast að við að skilja tvær kindur frá hópnum áður en hann er rekinn í litla rétt. Rúsínan í pylsuendanum er síðan ef hundinum tekst að taka eina merkta kind úr hópnum í skiptihringnum.“ Frábærir taktar Að sögn Hrafnhildar sýndu þau Maríus Snær og Elísabet frábæra takta báða dagana með hunda sína Rosa og Ripley. Maríus vann Unghundaflokkinn, auk A­flokks. „Þessi pör höfðu þegar unnið sér inn rétt til að fara út á Heimsmeistaramót International Sheepdog Society fyrir hönd Smalahundafélagsins en það verður haldið dagana 13.–16. september næstkomandi og við óskum þeim velfarnaðar á því móti. Við fengum skoskan dómara, Ian Brownlie, til að dæma í keppninni. Með honum í för var eiginkona hans, Jennifer Murtagh, sem ritari og þökkum við þeim kærlega fyrir aðstoðina. Við þökkum Líflandi líka kærlega, sem styrkti mótshaldið með veglegum vinningum,“ segir Hrafnhildur. /smh Elísabet Gunnarsdóttir, Maríus Snær Halldórsson og Krzysztof Krawczyk. Myndir / Smalahundafélag Íslands Hundarnir leysa verkefni í krefjandi aðstæðum með fyrirmælum frá þjálfara. Í vetur stunda 128 nemendur nám við skólann og dvelja allir á heimavistinni. Mynd / MHH Sveppur af ættkvíslinni Rhizo- pogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki verið skráður áður hér á landi. Sveppurinn fannst í Nausta­ borgum við Akureyri og vex á mel þar sem tré hafa verið gróður­ sett. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur hjá Náttúru­ fræðistofnun, hefur greint sveppinn og virðist hann nýr landnemi á Íslandi. Er hann líkur trufflusvepp í útliti, gulbrúnn, óreglulega kúlu­ laga og vex hálfgrafinn í jörð. Sveppurinn er ekki ætur. Rhizopogonsveppir eru algengir erlendis, einkum nálægt furum og eru taldir gegna mikilvægu hlutverki í vistfræði barrskóga. Sveppurinn er m.a. settur í sérstakar blöndur til að mynda svepparætur á ungum trjáplöntum. Rhizopogon­tegundir hafa verið notaðar við endurheimt skóga í kjölfar rasks af náttúrulegum eða manna völdum og eru taldar gegna mikilvægu hlutverki við að auðvelda jarðvegsbindingu kolefnis í sveppaskógum. Greint var frá fundinum í Facebook­hóp Guðríðar Gyðu: Funga Íslands­sveppir ætir eður ei. /sá Nýr sveppur af Rhizopogon-ættkvísl fannst nýlega í Eyjafirði. Mynd / Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir Lífríki: Nýr landnemi úr svepparíkinu Menntaskólinn á Laugarvatni: Jafnt kynjahlutfall nemenda Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skóla meistari Menntaskólans á Laugarvatni. Mynd / Aðsend Pantaðu varahluti fyrir Honda fjórhjólið tímanlega í síma 590 2150 eða á varahlutir@askja.is. Add a heading Er hjólið klárt fyrir göngurnar í haust?

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.