Bændablaðið - 07.09.2023, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 07.09.2023, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2023                                                                   Í                           FRÉTTIR Háskólinn á Hólum: Hestafræðideildin eflist Hestafræðideild Háskólans á Hólum eflir rannsóknarstarf á íslenska hestinum. Mynd / Gunnhildur Gísladóttir Á síðustu misserum hefur hesta- fræðideild Háskólans á Hólum unnið að því að efla rannsókna- starfsemi sína. Deildin hlaut styrk úr „Samstarfi háskóla“ til að leiða uppbyggingu á „Akademíu íslenska hestsins“ í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands og Keldur - Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði. Meginmarkmið Akademíu íslenska hestsins er að efla rannsóknir á íslenska hestinum. Dr. Sveinn Ragnars- son leiðir verkefnið fyrir hönd Háskólans á Hólum. Sveinn hlaut nýverið framgang í starfi og er fyrsti akademíski starfsmaður hesta- fræðideildar sem fær prófessors- stöðu. Fyrir utan að leiða verkefnið um Akademíu íslenska hestsins er Sveinn að byggja upp nýtt fræðasvið innan hestafræðideildar skólans sem snýr að rannsóknum á áhrifum á samveru fólks með hestum. Það hefur lengi verið talið að umgengni við dýr geti haft jákvæð áhrif á heilsu fólks. Til að efla enn frekar rannsóknir við hestafræðideildina samþykkti háskólaráð skólans á síðasta fundi skipan tveggja gestaprófessora til tveggja ára. Það eru þau dr. Henry Julius, prófessor í sálfræði við háskólann í Rostock í Þýskalandi og dr. Anna Jansson, prófessor í lífeðlisfræði við Uppsalaháskólann í Svíþjóð. Anna og Henry eru bæði mjög virt vísindafólk á sínum sviðum sem mun auka möguleika hestafræðideildar á erlendu rannsóknasamstarfi og auka sýnileika deildarinnar í gegnum birtingu á rannsóknum. Þau eru bæði þátttakendur í rannsóknaverkefnum sem nú þegar eru í gangi í deildinni. Þá er Sigríður Bjarnadóttir nýr akademískur starfsmaður hesta- fræðideildar en Sigríður starfaði áður sem brautarstjóri búvísinda- og hestafræðibrautar Landbúnaðar- háskóla Íslands. Aðrir akademískir starfsmenn sem vinna að rannsóknum í deildinni eru Víkingur Gunnarsson, lektor, dr. Guðrún Stefánsdóttir dósent og Elisabeth Jansen lektor. Þeirra rannsóknir hafa m.a. snúist um hreyfingarfræði og þjálfunar- lífeðlisfræði hesta. /ÞAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.