Bændablaðið - 07.09.2023, Blaðsíða 60

Bændablaðið - 07.09.2023, Blaðsíða 60
60 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2023 LESENDARÝNI Áhættumatið og fjárhagslegur ávinningur Í þessu samhengi er eitt víst að öll vinna er tengist und i rbún ing i og breytingum á lögum um fiskeldi og útgáfu reglugerða hefur gengið út á að vinna að sérhagsmunum laxeldisfyrirtækja í meirihlutaeigu erlendra aðila: • Koma á tækni legum hindru num til að halda eldis svæðum • lágmarka umhverfis kostnað • hámarka fram leiðslu heimildir • hámarka arðinn. Þannig ná miklum fjárhagslegum ávinningi á kostnað íslenskra hagsmuna og umhverfismála eins og tekið hefur verið fyrir í fjölmörgum skýrslum og greinum höfundar sem hægt er að sækja á lagareldi.is og sjavarutvegur.is. Halda svæðum Þáverandi stjórnarformenn Arnarlax og Fiskeldis Austfjarða, sem voru búnir að koma leyfisveitingarkerfinu í uppnám, með um 70% eldissvæða, létu skipa sig í starfshóp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem fékk það verkefni að gera opinbera stefnumótun fyrir fiskeldi á árinu 2017. Áhættumat erfðablöndunar setti takmarkanir á eldi á frjóum laxi. Eitt af verkefnum þeirra var því að koma á tæknilegum hindrunum sem fólst í eldi á ófrjóum laxi til að tryggja að þeir gætu haldið eldissvæðum jafnvel án þess að nýta þau í fjölmörg ár eða greiða af þeim auðlindagjald. Fjölmargir aðilar gerðu athuga- semdir við fiskeldisfrumvarpið á árunum 2018 og 2019, m.a. Matvæla- stofnun, og bentu á að eldi á ófrjóum laxi væri ekki tímabært. Það hefur vakið athygli að Hafrann- sóknastofnun gerði enga athugasemd /ábendingar við meðferð málsins á Alþingi Íslendinga. Nú, sex árum seinna, er eldi á frjóum laxi á tilraunastigi. Í skýrslu starfshóps um strok úr sjókvíum, sem var skipaður af matvælaráðherra, sem gefin var út í júní á þessu ári, kemur m.a. fram að líkur eru taldar á að eldi á ófrjóum laxi verði raunhæfar innan ca 10 ára. Hafrannsóknastofnun hafði fulltrúa í þessum starfshópi en stofnunin var áður búin að benda á í sinni áhættumatsskýrslu frá 2017 að unnt væri að ala ófrjóan lax þegar heimildir til eldis á ófrjóum laxi skorti. Það geta því liðið rúm fimmtán ár frá því að Hafrannsóknastofnun lagði til eldi á ófrjóum laxi þar til það getur hugsanlega raungerst. Óraunhæft eldi á ófrjóum laxi var alltaf ætlað til þess að laxeldisfyrirtæki í meirihlutaeigu erlendra aðila gætu haldið sínum eldissvæðum og breytt úr eldi á ófrjóum laxi yfir í eldi á frjóum laxi eftir því sem áhættumat erfðablöndunar eykur framleiðsluheimildirnar. Lágmarka umhverfiskostnað Málið hefur snúist um að halda umhverfiskostnaði í lágmarki og ná þannig sem mestum fjárhagslegum ávinningi fyrir laxeldisfyrirtæki í meirihlutaeigu erlendra aðila: Slysasleppingar: Í Noregi þarf atvinnugreinin að greiða kostnað við að fjarlægja eldislax úr veiðiám. Hafrannsóknastofnun hefur unnið á móti því að þessi leið verði farin á Íslandi, þannig lagt til að lög um umhverfisábyrgð verði brotin sem hefur dregið úr kostnaði laxeldisfyrirtækja. Nú er þetta mál í endurskoðun og hefur komið fram vilji hjá sumum stjórnmálamönnum að fylgja norsku leiðinni. Laxalús: Í Noregi eru miklar kröfur um að vakta og halda tíðni laxalúsar á villtum laxfiskum í lágmarki. Hafrannsóknastofnun lagði sams- konar aðgerðir ekki til þegar stefnu- mótunin í fiskeldi átti sér stað og við meðferð málsins á Alþingi Íslendinga en þessi mál eru nú til endurskoðunar. Heilbrigðismál: Í Noregi er búið að koma á fram leiðslusvæðum, með takmörkuðum flutningi á eldisfiski á milli strandsvæða og þar eru einnig meiri kröfur um flutningsbúnað fyrir lifandi fisk með tilheyrandi kostnaði til að draga úr líkum á dreifingu sjúkdóma. Hafrannsóknastofnun kom ekki með neinar tillögur um mótvægisaðgerðir við meðferð málsins á Alþingi Íslendinga. Niðurstaðan er að heilbrigðismál laxeldis þurfa verulegrar endur- skoðunar sem nú er í vinnslu. Allar þessar tillögur kom íslenskt laxeldisfyrirtæki með í sínu umhverfismati á árinu 2016 að norskri fyrirmynd með höfund sem ráðgefandi aðila. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar veittu umsögn í umhverfismatinu en tóku ekki undir tillögurnar. Hámarka framleiðsluheimildirnar Við endurskoðun á áhættumatinu á árinu 2020 voru gerðar nokkrar breytingar á forsendum til að hægt væri að auka framleiðsluheimildir á frjóum laxi enda var mikil pressa á að það væri gert og miklir fjárhagslegir hagsmunir undir í formi verðmætari eldisleyfa. Í reiknilíkani áhættumats erfða- blöndunar voru m.a. notaðar rangar forsendur við umbreytingu úr framleiðslu í hámarks heimilaðs lífmassa. Við það jukust framleiðslu- heimildirnar á frjóum laxi u.þ.b. 30%. Forsendur í líkani áhættumats erfðablöndunar eru ekki byggðar á traustum grunni og í skýrslu Ríkisendurskoðunar er m.a. bent á að ,,þrátt fyrir að Hafrannsókna- stofnun hafi talið að nákvæmari gögn þyrfti þá breyttist áhættumatið töluvert til aukningar við endurskoðun þess árið 2020“. Hámarka arðinn Stefnumótun í fiskeldi á árinu 2017 sem áhættumat erfðablöndunar var hluti af því sem snerist fyrst og fremst um að hámarka arðinn hjá erlendum fjárfestum og íslenskum fulltrúum þeirra. Eldisleyfin eru og hafa alltaf verið verðmætin sem arðurinn byggist að mestu á. Að vísu hefur markaðsverð á laxi verið í hæstu hæðum sem hefur einnig gefið mikinn ávinning og markaðssérfræðingar telja að þannig geti það verið áfram á allra næstu árum. Gróft mat á verðmætum eldis- leyfa hjá Arnarlaxi í lok síðasta árs voru rúmir 30 milljarða króna, tæpir 20 milljarða hjá Arctic Fish og mun lægra hjá Fiskeldi Austfjarða, en gengið hafði lækkað mikið í kjölfarið á miklu tjóni vegna sjúkdóma. Að lokum Í grein rannsóknastjórans kemur fram að „með því að gera ekki ráð fyrir litlu veiðiánum í áhættumati erfðablöndunar var hægt að úthluta Kjartani Ólafssyni, stjórnarformanni Arnarlax og fulltrúa í stefnumótunarhópunum, nægilegum framleiðsluheimildum á sunnanverðum Vestfjörðum“. Það er athyglisvert að Ragnar Jóhannsson, opinber starfsmaður, nefnir Kjartan á nafn en hann var einn af þeim sem voru í starfshópi sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra um stefnumótun í fiskeldi þar sem leiðin var vörðuð í opinberri stefnumótun, sjálfum sér og sínu fyrirtæki til fjárhagslegs ávinnings á kostnað annarra. Það sem átti að vera stefnumótun stjórnvalda varð að stefnumótun sérhagsmuna laxeldisfyrirtækja í meirihlutaeigu erlendra aðila. Af fræðimönnum kallast þessi aðferðafræði að ,,fanga ríkisvaldið“. Kjartan fékk m.a. lán frá SalMar, meirihlutaeiganda í Arnarlaxi, til kaupa á hlutabréfum félagsins og hefur hagnast um milljarða króna. Þar hafa framleiðsluheimildirnar á frjóum laxi, sem m.a rannsóknastjórinn hefur lagt til að verði úthlutað í gegnum áhættumat erfðablöndunar, gegnt stóru hlutverki. Höfundur hefur allt frá árinu 2019 farið fram á að gerð verði opinber rannsókn vegna vinnubragða sem voru viðhöfð við undirbúning og gerð laga um fiskeldi og því hefur verið svarað með því að svara engu. Valdimar Ingi Gunnarsson sjávarútvegsfræðingur Valdimar Ingi Gunnarsson. Ósasvæði Bakkadalsár í Arnarfirði. Landsbyggðin lifi Samtökin Landsbyggðin lifi voru stofnuð formlega árið 2001 sem íslenski armur samtakanna Hela Norden Ska Leva (HNSL) og eru því orðin 22 ára gömul. Markmið samtakanna er að mynda sterk heildarsamtök til að vinna að hagsmunum landsbyggðarinnar og tengja saman einstaklinga og hvers konar óháð áhugamannafélög sem vilja efla heimabyggð sína bæði efnahagslega sem og menningarlega. Aðilar að samtökunum Landsbyggðin lifi eru því framfarafélög og einstaklingar um land allt. Landsbyggðin lifi er einnig í samstarfi með ERCA (European Rural Community Alliance) sem eru samtök dreifbýlis í Evrópu. Markmið Evrópusamtakanna eru einmitt líka að efla evrópska landsbyggð með samvinnu og jafningjafræðslu og -stuðningi; að efna til umræðu um framtíð strjálbýlis og þróun þess og ekki síst að hafa áhrif á opinbera stefnumótun, bæði hjá Evrópusambandinu sem og á landsvísu. Samtökin leitast við að koma á sambandi og samstarfi milli staðbundinna félagasamtaka, byggja á þeim styrkleikum sem eru nú þegar til staðar og efla enn frekar. Landsbyggðin lifi tekur þátt í samstarfs- verkefnum með öðrum dreifbýlissvæðum í Evrópu, m.a. á Spáni, í Lettlandi og í Frakklandi. Með sambærilegum verkefnum á þremur ólíkum stöðum í Evrópu er leitast við að miðla þekkingu, efla sjálfbærni, skiptast á reynslu, sem og að endurheimta menningu íbúa viðkomandi svæðis í því augnamiði að efla stolt og ábyrgð gagnvart svæðinu. Fiðrildaverkefnið, Lands of Butterflies, skoðar áhrif kvenna á verkmenningu og óáþreifanlega menningu á tveimur svæðum, í Santo Adriano í Asturias á Spáni og á Kópaskeri og nágrenni á Íslandi. Þriðji aðilinn er franska götulistafélagið Groupe ToNNE, sem stendur fyrir listasmiðjum á þessum stöðum, sem og í Frakklandi. Verkefnið Our Civic Heritage er samvinnuverkefni tíu samtaka í átta löndum og leitast við að efla sameiginleg evrópsk gildi og glæða þekkingu og hæfileika íbúa til að taka þátt í samfélaginu, sem forsendu fyrir heilbrigðu lýðræði. Þátttökulöndin eru Holland, Írland, Bretland, Búlgaría, Rúmenía, Spánn, Ítalía og Ísland. Það er undir okkur íbúum sjálfum komið hversu vel tekst til með verkefnin, því þátttaka okkar er forsenda fyrir velgengni. Samtökin eru ópólitísk og ávallt opin nýju fólki. Möguleikarnir eru líka margir, eins og verkefni um sjálfbæra þróun, lífræna ræktun, hamprækt og hvað sem okkur dettur í hug sem gæti eflt landsbyggðina. Framtíðarsýn okkar greinar höfunda er að fólk vilji búa í frelsi og ala upp afkomendur sína nær náttúrunni. Það er svo dýrmætt að geta ræktað eigið grænmeti og gott fyrir börn að læra að vera sjálfbær. Svo má jafnvel vera með hænur eða önnur dýr í bakgarðinum. Hver veit hvenær næsti heimsfaraldur skellur á og þá er gott að vera sem mest sjálfbær. Auk þess hlýtur fólk að þreytast á umferðarteppum og mengun og vilja einfalda líf sitt. Því eru næg tækifæri fyrir landsbyggðina, hvort sem er í litlum eða stórum bújörðum, í dreifbýli eða bæjum allan hringinn á landinu okkar. Landsbyggðin lifi verður með málþing að loknum aðalfundi samtakanna í Sláturhúsinu „menningarsetri“ á Egilsstöðum 30. september. Á málþingið koma frumkvöðlar í alls kyns nytjaræktun frá Norður- og Austurlandi. Við hvetjum sem flesta áhugamenn landsbyggðarinnar til að mæta og taka þátt í að koma af stað bylgju í sjálfbærni hringinn í kringum landið. Aðgangur er öllum opinn og ókeypis. Fylgist með á Facebook-síðu samtakanna, Landsbyggdin lifi - Farsæld til framtíðar. Heimasíða samtakanna er landlif.is, einnig er hægt að hafa samband á netfangið landlif@landlif.is. Hildur Þórðardóttir, Sigríður B. Svavarsdóttir Í fréttatilkynningu Hafrann sóknastofnunar og grein Ragnars Jóhanns- sonar, rannsóknastjóra fiskeldis hjá stofnuninni, í Bænda blaðinu hinn 9. mars kemur m.a. eftirfarandi fram: ,,Valdimar sakar meðal annars Hafrannsóknastofnun um að ganga erinda erlendra fyrirtækja í þeim tilgangi að tryggja íslenskum fulltrúum þeirra mikinn fjárhagslegan ávinning.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.